Morgunblaðið - 10.12.2022, Side 20

Morgunblaðið - 10.12.2022, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022 Markmiðið aðhafa „sixpack“ fimmtugur Þ röstur svarar eldhress er blaðamaður slær á þráðinn. Hann er ekki lítið stoltur af sjálfum sér þegar spurt er hvernig hafi tekist að taka skrokk- inn í gegn, enda má hann vera hreykinn af því að hafa náð algjör- um viðsnúningi í heilsufarinu. Eins og hjá öllum hefur lífið í för með sér sínar áskoranir og var Þresti töluvert niðri fyrir fyrr á árinu. Hann segist hafa komið að tímamótum og áttað sig á því að eitthvað þyrfti að gera. „Ég var að hætta með barnsmóður minni og þá var bara spurning um að vera bara fitubolla eða fara í átak og fara í gegnum algjörra hugar- farsbreytingu. Ég var orðinn allt of þungur og þurfti að breyta til. Kominn á fertugsaldurinn og komst bókstaflega ekki í sokkana, ég pass- aði ekki í buxurnar. Ég var kominn í þrjú XL og sagði við sjálfan mig: Þetta bara gengur ekki lengur.“ Hrikalega erfitt að byrja Þann 10. júní síðastliðinn hóf Þröstur vegferðina og segir hann hugarfarsbreytingu lykilatriðið. „Ég breytti mataræði, tók upp hreyfingu og fór að fasta. […] Þremur mánuðum og þremur vikum seinna var ég búinn að taka af mér þrjátíu kíló.“ Þetta var þó ekki eintómur dans á rósum en mikilvægt sé að gera það sem maður getur gert fremur en að gera ekki neitt. „Það er hrikalega erfitt að byrja. Ég hugsaði með mér að ég myndi byrja á að labba tvo kílómetra og var í 26 mínútur að taka þá. Svo hugsaði ég með mér að reyna alltaf að vera aðeins fljótari og aðeins mánuði seinna var ég bara 11 mínútur að ná tveimur kílómetrum. Ég ætlaði að byrja á að taka arm- beygjur gat ég ekki tekið þrjár. Ég tók tvær og gafst upp. Svo hugsaði ég að ég myndi taka tíu yfir daginn. Núna þegar ég er úti á sjó eru átta tíma vaktir og ég er að taka 400 armbeygjur á hverri einustu vakt. Ég byrjaði bara rólega í tíu, svo fimmtíu og er nú kominn í 400. Því meira sem ég styrktist því meira styrkist ég andlega og því meiri get ég tekið á líkamanum. Þegar ég byrjaði að hlaupa þá hófst það líka rólega. Svo eftir tvo ánuði fór ég og keypti þyngingarvesti og er núna með um 12 til 16 kíló er að hlaupa sjö kílómetra. Þetta hefur allt kom- ið hægt og sígandi.“ Vaknar klukkan þrjú Spurður hvort það sé ekkert því til fyrirstöðu að halda sér í formi að vera á sjó í krefjandi vaktavinnu, svarar Þröstur því beitandi. „Þetta er svo miklu betra úti á sjó því þá ertu í svo mikilli rútínu. Í þessu kerfi með átta tíma vaktir næ ég alltaf að fara í ræktina og við erum með frábæra rækt um borð. Þvílíkt flott. Útgerðin er búin að vera ótrúlega góð við okkur og sjá til þess að við erum með góða rækt. Brim hefur staðið sig hrikalega vel í þessu. Ef það vantar eitthvað í ræktina um borð kaupa þeir það fyrir okkur.“ Hann viðurkennir að það getur verið freistandi að evra góður við sig eftir krefjandi vinnudag. „Já, það er mjög algengt að menn fara í sjoppuna til að ná sér í nammi og fara í kojuna. Þeir gefa sér rosa mikið frí. Ég gef mér bara ekkert frí, ég fer frekar á æfingu. Ég er með markmið um að vera fimm- tugur með six-pack,“ segir Þröstur og hlær. Á dagvaktinni um borð vaknar Þröstur ávallt klukkan þrjú og tekur æfingu, heitan pott og gufu. Vaktin hefst síðan klukkan átta. Daginn eftir er það vaknað klukkan tíu til að fara í ræktina á ný. „Ég passa mig alltaf að taka æfingu á hverjum degi. Það er alveg oft sem mig langar ekki á æfingu, en þegar rútínan er komin get ég mætt á æfingu alveg sama hvað. Heima er ég síðan með lóð og hjól úti í bílskúr þannig að þar get ég tekið alltaf tvær æfingar á dag, hjólið á morgnanna og svo lyftingar í hádeginu.“ Skipverjarnir um borð hafa fylgst með árangri Þrastar og fyllst hvatningu. „Félagarnir um borð voru með miklar efasemdir fyrst um að ég myndi ekki duga út tvo mánuði því ég hef aldrei staðið við neitt svona, en nú eru komnir sex mánuðir og margir komnir með í ræktina. Heilbrigðið smitar vel út frá sér,“ staðhæfir Þröstur sem bætir við að gríðarlega góð stemm- ing sé um borð. „Þetta er bara eins og fjölskylda. Þetta er alveg ótrúlega góður hópur.“ Gólf er allt sem þarf Þröstur segist hafa þurft að taka mataræðið alveg í gegn og tók upp á því að fasta, en í því felst að borða bara milli tólf og átta. Hann hrósar líka kokkunum á Helgu Maríu. „Þeir útbúa heilsusamlegan og góðan heimatilbúin mat. Það hjálpar rosalega mikið þegar ekki eru franskar við hvert mál.“ Jafnframt hafi hann eiginlega ekkert sótt ræktina fyrr en í ágúst. „Ég var bara að taka armbeygjur, magaæfingar, hnébeygjur og upp- hífingar [heima]. Það þarf engar græjur til að byrja. Ef þú ert með gólf heima hjá þá geturðu farið af stað. Það er alltaf þessi afsökun að ætla að byrja á morgun og fara þá að kaupa kort í ræktina eða eitthvað svoleiðis. Ég var þannig í tíu ár.“ Hann segir ótvíræða kosti fyrir sjómenn að koma sér í gott líkamlegt ástand þó þeir þurfi ekki endilega að vera í toppformi. „Það munar svo mikið fyrir mig í vinnunni að eftir að ég komst í form hætti ég að finna til í öxlunum og mjöðmunum. Allir verkir fóru. Það er miklu minna álag í vinnunni, maður er miklu liðugri og allt miklu einfaldara.“ Þá sé einnig líkamleg heilsa sjómanna ákveðið öryggismál. „Það er mjög erfitt að bera 100 kílóa meðvitundarlausan mann. Það er alveg fjögurra manna verk. Í Noregi þarftu að uppfylla ákveðinn þyngdarstaðal, því öll mannopin og lestaropin eru af ákveðinni stærð. Ef þú ert of stór til að komast í gegn færðu ekki vinu um borð. Síð- an ef það kviknar í og þú ert ekki í formi og þarft að sinna reykköfun klárarðu súrefnið á einhverjum sjö átta mínútum.“ Þröstur (t.h.) segist hafa verið kominn í mikla yfirvigt. Maðurinn er allt annar að sjá og segir sjómannsstarfið nú munn léttara. Sjómaðurinn Þröstur Njálsson á Helgu Maríu RE hefur heldur betur snúið við blaðinu og er nú í betra formi en í mörg ár. Hann segir erfiða vinnu á sjó enga afsökun til að láta deigan síga og setur markið á að vera fimm- tugur með „sixpack“. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Líkamsræktin um borð í Helgu Maríu er búin öllum þeim tækjum sem þörf er á.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.