Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022
Merry Christmas Gleðileg Jól Feliz Navidad God Jul FroheWeihnachten
Gleðilega hátíð
Vill helst ekki tala umannaðen sjávarútveg
Ó
hætt er að segja að Margrét
hafi nokkuð sterka tengingu
við sjávarútveginn, en hún
tilheyrir fjölskyldunni sem
rekið hefur Vísi hf. í áratugi og má
rekja þá sögu til 1930 þegar langafi
hennar keypti sinn fyrsta bát á
Þingeyri. „Maður þekkir ekki annað
en að sjávarútvegurinn hafi verið
aðalumræðuefnið í fjölskyldunni og
manni var hent í fiskinn um 11 ára
aldur – miklu yngri en leyfilegt er
í dag. Í einhverju kennaraverkfalli
sem entist í sex vikur vorum við í
saltfiskvinnslunni og byrjuðum þá í
að brjóta kassa. Við systurnar fór-
um allar í vinnslu og öll frændsystk-
inin. Þetta var alltaf skemmtilegt og
mikil stemmning. Við fórum alltaf í
jóla- og sumarfríum.“
Hún viðurkennir þó að ekki hafi
ávallt verið ætlunin að enda í sjávar-
útveginum. „Ég hef unnið alls konar
önnur störf, en maður kom alltaf til
baka, enda alltaf nóg af verkefnum.
Síðustu ár hef ég samt alveg heillast
af greininni. Ég fór í líftækni og
sótti í auðlindadeildina í Háskól-
anum á Akureyri og þaðan fór ég
svo í gæðamálin. Byrjaði í verkefni
sem snéri að innleiðingu alþjóðlegs
gæðastaðals og svo fór ég að vinna
sem forstöðumaður gæðamála.
Mér finnst þetta skemmtilegra
með hverjum deginum. Maður er
alveg „húkt“ og vill helst ekki tala
um annað þegar maður kemur
heim,“ segir Margrét. Hún hlær og
bætir við: „Stundum hugsa ég að
ég sé orðin eins og pabbi.“ En faðir
hennar er Pétur Hafsteinn Pálsson,
framkvæmdastjóri Vísis.
Spennandi nýsköpun
Það er ekki að ástæðulausu að
Margrét kveðst nánast ekki tala
um annað en sjávarútveg og bendir
á þær miklu breytingar sem hafa
átt sér stað í greininni á undan-
förnum árum, meðal annars á sviði
nýsköpunar. Þar hafa Íslendingar
verið framúrskarandi á heimsvísu.
Þá sé mikilvægt að umræðan um
sjávarútveg verði ekki of neikvæð
enda sé verið að ná miklum árangri
á mörgum sviðum og verið að gera
margt mjög vel. „Við verðum að geta
hrósað fólki.
Mér finnst svo flott að hugsa til
þess að íslenskur sjávarútvegur
hefur verið rannsóknastofa fyrir ís-
lenskan iðnað. Þessi flottu fyrirtæki,
eins og Marel og fleiri, hafa unnið
náið með útgerðarfyrirtækjunum að
þróun þeirra lausna sem þau eru að
bjóða.“
Líklegt er að smæð landsins ýti
undir þetta nýsköpunarsamstarf, að
mati Margrétar. Vísar hún til þess
hve stuttar boðleiðirnar eru milli
fólks og fyrirtækja. „Þetta held ég að
geri það líka að verkum að hlutirnir
gangi heldur hratt, við náum að
vera fljót að koma hugmyndum í
framkvæmd og vinna saman.“ Þá
sé einnig mikill kostur að hér séu
framsækin fyrirtækin sem eru reiðu-
búin til að fjárfesta í nýjungum og
óhrædd við að prófa nýjar lausnir.
Vill efla konur
Tilgangur KIS er að styrkja og
efla konur sem starfa í sjávarútvegi
og haftengdri starfsemi. Í því skyni
stendur félagið fyrir viðburðum og
fræðslu með það að markmiði að efla
samstöðu og samstarf kvenna innan
sjávarútvegs og haftengdra greina.
En hvað varð til þess að Margrét
gaf kost á sér til formennsku á aðal-
fundi félagsins á Akureyri í septem-
ber síðastliðnum? „Mér finnst þetta
félag mikilvægt og það vantar fleiri
konur í greinina. Þessi félagsskapur
hefur verið skemmtilegur og fagleg-
ur — maður hefur lært svo margt af
honum. Svo er þetta ákveðin ástríða
hjá mér að bæta stöðu kvenna í
greininni. Ég var spennt fyrir því að
leggja mitt af mörkum,“ svarar hún.
Mikill meirihluti þeirra sem sækja
háskólanám eru konur og eru konur
í auknum mæli að koma inn í sjávar-
útveginn, en þó ekki í þeim mæli
sem æskilegt væri. „Konur hafa
menntað sig mikið og sjávarútveg-
urinn hefur verið í mikilli þróun og
því þörf á menntuðu fólki í greininni.
Samt gengur þetta hægt. Konur eru
svo öflugar í atvinnulífinu á Íslandi
að það er eiginlega óskiljanlegt að
þær skili sér ekki jafnört inn í sjáv-
arútveginn líka.“
KIS hefur í tvígang látið fram-
kvæma rannsókn, 2016 og 2021,
þar sem skoðuð var staða kvenna í
sjávarútvegi, bendir Margrét á. „Þá
var líka verið að skoða viðhorf til
kvenna og það var ekki það að fólk
vilji ekki hafa konur í sjávarútvegi.
Það er skrýtið hvers vegna okkur
gengur ekki að vera til jafns við
karlana í greininni, sérstaklega í
stjórnunarstöðum. Þess vegna er
þessi félagsskapur svo mikilvægur.
Það er gott tengslanet milli manna í
sjávarútvegi og kannski hafa konur
ekki komist inn í þann hóp. Með því
að hafa þetta félag þá fæst tækifæri
til að efla konurnar í greininni með
því að kynnast fyrirtækjum og öðr-
um konum í greininni.“
Finna meðbyr
KIS mætir ekki mótbyr innan
sjávarútvegsins þegar kemur að
fjölgun kvenna í greininni, heldur
hefur greinin frekar verið tilbúin
til að styðja við markmið félagsins,
að sögn Margrétar. „Mér finnst
allir vera með okkur í liði. Þetta er
helst spurning um að ýta konum út
í að sækja í stöður. Markmiðið með
þessu félagi er auðvitað að gera það
óþarft einhvern tímann,“ segir hún
og hlær. „Eins lengi og staðan er
eins og hún er, verðum við duglegar
að hittast.“
Það er hins vegar ekki bara
alvarleikinn í þessum félagsskap
og er einnig mikilvægt að það sé
skemmtilegt að taka þátt í starfinu,
útskýrir hún. „Ég veit að karlarnir
dauðöfunda okkur af því að hafa
þetta félag.“
Eins og fyrr segir verður félagið
tíu ára á næsta ári en hvers má
vænta á næstu misserum? „Við
höfum lagt áherslu á að kynnast
nýjungum í greininni og höldum því
áfram. Svo höfum við líka haldið alls
konar viðburði til að auka sýnileika
innan sjávarúvegsins. Markmið
okkar og hlutverk er að hvetja konur
til að sækja fram í sjávarútveginum
og gera sig meira gildandi.“
Ljósmynd/Þórkatla Albertsdóttir
„Stundum hugsa ég að ég sé orðin eins og pabbi,“ segir Margrét Kristín Pétursdóttir, formaður KIS.
Ljósmynd/Samherji
Aðalfundur KIS fór fram á Akureyri í
september. Nýttu fundargestir tækifærið
og kynntu sér nýtt frystihús Samherja á
Dalvík, sem er hlaðið alls kyns nýjungum.
Margrét Kristín Pétursdóttir, forstöðumaður gæðamála hjá Vísi hf., var kjörin nýr formaður Félags kvenna í sjávarútvegi (KIS) í
september síðastliðnum, en áratugur verður liðinn frá stofnun þess á næsta ári. Hún segir félagið gegna mikilvægu hlutverki við
að efla konur í greininni, en óskiljanlegt sé að þeim hafi ekki fjölgað í sjávarútvegi eins og á öðrum sviðum atvinnulífsins.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is