Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022 Ég sá alltaf fyrir mér að fara á sjó. Móðurættin öll á sjó og pabbi líka þannig að það var bara eðli- legt. Ætlaði reyndar í bifvélavirkj- ann en var plataður í vélfræðina og endaði hér,“ sagði Halldór en vél- fræðin er á pari við sérfræðinám lækna í árum talið. „Þetta eru sjö til átta ár til að ná fullum réttind- um. Skólinn er fimm ár, smiðja eitt ár og svo þarftu að safna tímum á sjó til að fá full réttindi.“ Theódór segir að eitt sé að fá réttindi og annað að fá pláss til sjós. „Það er ekkert sjálfgefið að fá pláss á skipum en þetta er mjög fjölbreytt nám. Maður fær að snerta á helvíti mörgu, vélum, vélbúnaði, rafmagni, lagnakerfi og ekki síst tölvum sem stjórna þessu öllu saman. Það er því hægt að fá vinnu hvar sem er, hér á landi eða úti í heimi.“ Kynbætur Nefnt er að vélstjórar séu eftir- sóttir af konum, geti bjargað flestu þegar kemur að því að byggja og eða bæta hús fyrir fjölskylduna. Kunnátta, m.a. í pípulögn og raf- magni spari mikla peninga. „Mað- ur þarf að vera eitthvað í landi til að verða eftirsóttur,“ segir Halldór og Theodór grípur boltann strax á lofti. „Það var ástæðan fyrir því að ég kom með Halldór til Eyja, hreinar og klárar kynbætur. Það vantar svo marga vélstjóra.“ Sjálf- ur vill Halldór ekki gera mikið úr þessu með kynbæturnar. „En hver veit. Hér er ég enn þá og búinn að kaupa mér íbúð.“ Theodór byrjaði sextán ára á sjó hjá hvalaskoðunarfyrirtæki. „Leysti svo af á dagróðrabát fyrir vestan hjá frænda mínum. Ég var ákveðinn frá fyrsta degi að vera á sjó og sem afleysingamaður hefur maður prófað held ég allan veiðiskap. Árið 2017 fór ég einn afleysingatúr á makríl á Ísleifi í Smuguna. Árið eftir á kolmunna á Kap og eftir það fór ég í skól- ann, tók smiðjuna og fékk pláss sem vélstjóri á Kap þar sem Örn Friðriksson var yfirvélstjóri. Það var árið 2019.“ Sá hæfileikana í stráknum „Örn segir að Theodór hafi feng- ið vélstjórastöðuna út á það hvern- ig hann bar sig að við vinnu. Örn sá hann eiga við loka og ákvað að taka hann inn,“ segir Halldór sem sá ljósið í því að vera í Vestmanna- eyjum og er ekkert á förum. Eldskírnina sem vélstjórar fengu þeir á Kap fyrr á árinu, Theodór sem yfirvélstjóri og Halldór fyrsti vélstjóri. „Það var stökk að fara úr fyrsta í yfirvélstjórann fannst mér. Þar gerðist allt sem átti ekkert að gerast. Það var aðalvélin sem var til vandræða en við náðum að klóra okkur fram úr því,“ segir Theodór. Vinna fyrir hverri einustu krónu Eruð þið sáttir við tekjurnar? „Já. Þetta eru ágætar tekjur,“ segja þeir. „En það er unnið fyrir hverri einustu krónu. Er ekki eins mikið bingó og margir halda,“ seg- ir Theodór og Halldór tekur undir það. „Það tekur tíma að venjast þessu umhverfi. Þú ert rúmt ár að venjast lífinu á sjó. Það hefur sína kosti og líka galla eins og öll störf. Þetta er ekki fyrir alla. Það er alveg klárt mál en mér finnst það fínt.“ „Þetta er eins og hver önnur vinna,“ segir Theodór. „Fínt þangað til forsendur breytast, t.d. þegar maður er kominn með konu og börn,“ bætir Halldór við en þeir sjá það sem framtíðarstarf að vinna fyrir Vinnslustöðina. „Það er mjög fínt að vinna hjá þeim og vera í Eyjum. Örn hjálpaði til í fyrstu og svo fór maður að kynnast fólki sem er mjög fínt. Við eigum orðið góðan vinahóp.“ Báðir hafa sest að í Vestmanna- eyjum og líkar vel. Hvor með sína íbúð. „Konan er í skóla í Reykjavík og vonandi nær maður að plata hana hingað. Það verður ekkert vandamál enda fínt að búa í Eyj- um,“ segir Theodór en Halldór er á lausu. Ung og skemmtileg áhöfn Þeir eru sáttir við útgerðina. „Það er gott að vinna fyrir þá. Mjög mannlegir og stendur ekki á nokkru þegar kemur að viðhaldi,“ segir Theodór. „Þú þarft að koma með rök fyrir því og þeir eru með okkur í liði,“ segir Halldór. Þeir eru ekki síður ánægðir með skip og áhöfn. „Jón Atli Gunnarsson er skipstjóri og hann er fínn. Ung og skemmtileg áhöfn. Geggjaður mórall um borð og það staðfesta þeir sem koma til að leysa af. Þetta er skemmtilegasta áhöfnin hjá Vinnslustöðinni,“ segja bræðurnir. „Góð áhöfn skiptir miklu máli því þú býrð á vinnustaðnum,“ segja þeir og eru ekki í vafa um að áhöfnin á Gullbergi sé sú skemmtilegasta í Vestmannaeyjaflotanum. Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Bræðurnir Theodór Hrannar og Halldór Gúst- af Guðmundssynir í vélarrúmi Gullbergs sem er mikill salur og tæknivæðing mikil. Vélfræðin er ápari við sérfræðinám lækna Tvíburarnir og vél- stjórarnir Halldór Gúst- af og Theodór Hrannar Guðmundssynir úr Grafarvoginum stefndu ungir á sjóinn. Starfa þeir nú báðir á Gull- bergi VE sem Vinnslu- stöðin gerir út og eru jafnframt báðir búsettir í Vestmannaeyjum. Þ að var létt yfir tvíbura- bræðrunum og vélstjórunum Halldóri Gústafi og Theodóri Hrannari þegar blaðamaður hitti þá um borð í Gullbergi VE. Veiðum á Íslandssíldinni er nýlokið og í janúar er það loðnan. Það er þó nóg að gera hjá vélstjórum því sinna þarf viðhaldi á milli úthalda enda mikið í húfi að allt sé í lagi þegar í slaginn er komið. Hver dag- ur er dýrmætur, ekki síst á loðn- unni þegar milljarðaverðmæti eru í húfi. Theodór er fyrsti vélstjóri og Halldór annar vélstjóri. Yfirvél- stjóri er Ólafur Már Harðarson. Þeir eru uppaldir í Reykjavík en sjómennskan er þeim í blóð borin, skipstjórar og útgerðar- menn í móðurætt og vélstjórar í föðurætt. Eftir nokkur sumur í sveit gat Halldór vel hugsað sér að verða bóndi en það rjátlaðist fljótt af honum. „Við vorum mikið fyrir vestan, á Ísafirði, Hnífsdal og Bolungarvík þegar við vorum yngri, á bryggjunum allan daginn, og ég held að áhuginn hafi komið þar. Veiddum kola á bryggjunni og fylgdumst með trillunum koma inn,“ segir Theodór. „Skólafélagar okkar og vinir í Grafarvoginum voru ekkert að pæla í að okkur langaði á sjóinn. Alls ekki, hugur þeirra stefndi annað. Er eitthvað sérstakt við það að vilja fara á sjó?“ segir Halldór og beinir spurningunni til blaðamanns. „Mér tókst að fá einn félaga minn með mér á sjó. Það var eftir að hann sá bankareikninginn minn. Hann var með mér í eitt ár á Sighvati GK.“ Vestfirskt blóð í æðum „Við erum ættaðir að vestan, úr Hnífsdal og Ísafirði og nú erum við komnir til Vestmannaeyja og vélstjórar á Gullbergi VE sem er í eigu Vinnslustöðvarinnar,“ segir Theodór sem er fleira til lista lagt en að sjá um gangverkið í Gull- bergi. Hann segir sögur af kunnáttu sinni og reynslu af salsadansi séu orðum auknar en staðreyndin sé sú að fyrir einhverjum árum hafi hann farið á námskeið í þeim eðaldansi sem salsa er. „Þar var Óli Már, yfirvélstjórinn okkar núna að kenna og hann er enn á fullu í dansinum. Ég hætti eftir námskeiðið en Óli Már er salsaprinsinn. Við kynntumst svo seinna í Vélstjóraskólanum, unnum saman í hvalaskoðun, hjá Hafnareyri, á Kap VE og Sighvati Bjarnasyni VE og núna erum við saman hér á Gullbergi,“ segir Theodór. „Það er mjög gaman þegar hann tekur sporið um borð,“ bætir Halldór við og heldur áfram þegar kemur að því að segja frá fyrstu reynslu af sjómennsku. Fetað í slóð forfeðranna „Fyrsti formlegi túrinn minn var 2016, í október á línuveiðiskip- inu Sighvati GK frá Grindavík, þeim gamla. Var þar í eitt ár, fór í Vélskólann og aftur á Sighvat, nýtt skip með sama nafni. Hætti þar og fór á litlu bátana þar sem voru bara þrír um borð. Ómar Garðarsson skrifar frá Vestmannaeyjum Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Gullberg VE-292 var keypt í Noregi og kom til heimahafnar í Eyjum síðastliðið sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.