Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022 ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Gunlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Mikilvægt að vera vakandi fyrir nýjungum L andhelgisgæslan hefur kapp- kostað að nýta sér tækni- lausnir sem í boði eru á sviði eftirlits og löggæslu. Þar hefur framþróun og nýsköpun verið hröð og mikilvægt fyrir Landhelgisgæsl- una að vera vakandi fyrir öllum þeim möguleikum sem í boði eru á því sviði,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. „Á undanförnum árum höfum við stóraukið notkun gervitunglamynda til eftirlits og löggæslu á hafinu um- hverfis Ísland. Þannig höfum við náð að búa til stöðumynd sem við getum borið saman við skráð skip í okkar kerfum og haft betri yfirsýn yfir þá sem eru á siglingu hér við land. Að auki náum við að draga úr siglingum og flugi með þessu móti en getum brugðist við á lofti eða á sjó ef við verðum vör við eitthvað óeðlilegt. Gervitunglamyndirnar koma fyrst og fremst frá EMSA, Siglingarör- yggisstofnun Evrópusambandsins, en með þeim er bæði hægt að greina mengun og skip yfir ákveðinni stærð. Segja má að við höfum verið frumkvöðlar á þessu sviði því Landhelgisgæslan var meðal fyrstu stofnana sem nýttu sér gervitungla- myndir EMSA,“ segir Georg. Hann bendir á að gervitungl séu einnig nýtt til að greina merki úr sjálfvirku tilkynningakerfi (AIS). Þannig fæst yfirlit yfir alla skip- umferð, sem sýnir þessi sjálfvirku merki á leitar- og björgunarsvæði Íslands sem er um 1,9 milljónir ferkílómetra. „Með samþættingu sjálfvirka tilkynningakerfisins, gervitunglamynda, rauneftirlits loftfara og varðskipa Landhelgis- gæslunnar höfum við náð að byggja upp þessa mikilvægu stöðumynd á hagkvæmari hátt en áður.“ Gervigreind og dónar Notkun gervigreindar getur sömuleiðis skilað mun skilvirkara og hagkvæmara eftirliti og hefur Land- helgisgæslan, samhliða notkun upp- lýsinga úr gervitunglum, leitað leiða til að beita gervigreind til að greina athafnir skipa. Þá hefur stofnunin átt í samstarfi við Trackwell um þróun slíkra lausna, auk þess sem lausnir erlendra fyrirtækja hafa verið skoðaðar. Þá hefur Landhelgisgæslan látið reyna á notkun ómannaðra loftfara til eftirlits og leitar á sjó. „Við höfum átt í afar farsælu samstarfi við EMSA þegar kemur að slíkum prófunum en við höfum bæði fengið ómannaða flugvél og svokallaða þyrludróna hingað til lands. Árið 2019 var fengin hingað til lands stór ómönnuð flugvél sem gerð var út til eftirlits frá Egilsstöðum í um 5 mánuði. Í sumar fengum við öfluga þyrludróna sem gerðir voru út til eftirlits frá varðskipunum okkar með afar góðum árangri. […] Þrátt fyrir að verkefnið hafi gengið vel er um kostnaðarsama útgerð að ræða, enn sem komið er, en við munum fylgjast vel með þró- un þeirra á næstu árum,“ útskýrir Georg. Nýsköpunarverkefni Landhelgisgæslan hefur frá árinu 2018 tekið þátt í tveimur umfangs- miklum rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefnum sem styrkt eru af Horizon 2020-sjóði Evrópu- sambandsins. Georg segir þeim fyrst og fremst ætlað að auka sjálf- virkni og skilvirkni við eftirlit, leit og björgun. Til lengri tíma litið eru vonir bundnar við að verkefnin leiði einnig til aukinnar hagkvæmni. „Þessi verkefni bera annars vegar heitið ARCSAR og hins vegar AI- ARC. ARCSAR er samstarfsverkefni björgunaraðila, háskóla og tækni- fyrirtækja en því er ætlað að stuðla að auknu öryggi á norðurslóðum. Eitt af markmiðum verkefnisins er að hvetja til nýsköpunar á sviði leitar og björgunar á norðurslóðum. Með AI-ARC er ætlunin að stuðla að aukinni notkun gervigreindar við eftirlit, leit og björgun á norður- slóðum. Þátttaka Landhelgisgæsl- unnar er greidd að fullu af Horizon 2020-sjóði Evrópusambandsins en við höfum verið með hálft til eitt og hálft stöðugildi í þessum verkefnum undanfarin fjögur ár,“ segir hann. Dróna fyrir hvert skip Spurður hvort teknar verði í notkun einhverjar nýjar lausnir á komandi árum svarar Georg: „Landhelgis- gæslan er stórhuga í þessum efnum og við sjáum fyrir okkur aukna notkun gervitunglaeftirlits og dróna. Við höfum í hyggju að fjárfesta í dróna fyrir hvort varðskip auk þess sem við höfum hug á að auka notkun gervitungla til eftirlits. Þá verður lögð aukin áhersla á þróun hugbún- aðar sem ætlað er að greina gögnin sem til eru um skip og siglingar hér við land í þeim tilgangi að efla eftirlit og gera það markvissara.“ Hann segir ljóst að það þurfi „fólk með annars konar þekkingu en áður til að vinna að slíkum verkefnum og hefur fjölbreytni í menntun þeirra sem hingað ráðast til starfa aukist vegna þessa.“ Metanól á varðskipin Er til skoðunar að nýta annan orku- gjafa en olíu fyrir varðskipin? „Landhelgisgæslan hefur nú þegar stigið stór skref í átt að kortlagn- ingu orkunotkunar varðskipanna og aukinni nýtingu orku með það að markmiði að draga úr orkunotkun. […] Langstærsta verkefni Land- helgisgæslunnar svo minnka megi kolefnisspor og draga úr olíunotkun er rafvæðing varðskipa stofnunar- innar. Varðskipin Þór og Freyja eru vel til þess fallin að unnt sé að gera breytingar á þeim þannig að þau geti notað rafeldsneyti stóran hluta ársins. Með framtíðartækni sjáum við fyrir okkur að hægt sé að sigla varðskipunum á rafeldsneyti í öllum daglegum verkefnum en einungis nota skipagasolíu þegar mikið liggur við og í dráttarverkefnum,“ útskýrir Georg. Hvað varðar tegund rafeldsneytis segir hann stofnunina hafa fylgst náið með þróun þeirra lausna sem í boði eru og gildandi reglugerðum. Á þeim grundvelli er talið að metanól sé að óbreyttu vænlegasti kosturinn sem auðveldast er að innleiða, en það kallar ekki á miklar breytingar á skipunum. Þá hefur Landhelgis- gæslan átt í samtali við Landsvirkj- un um rafeldsneyti og er talið að innlent metanól gæti verið komið á markað á næstu fjórum til sjö árum. „Við teljum það vera afar spennandi kost að rafvæða varðskipin okkar en slík breyting mun kosta allnokkurt fé. Ég tel mikilvægt að stofnun eins og Landhelgisgæslan gangi fram með góðu fordæmi þegar kemur að raforkuvæðingu skipaflota þjóðar- innar, fái fjármagn til slíkra umbóta og verði leiðandi í orkuskiptum hér á landi,“ segir Georg að lokum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, segir að notkun nýrrar tækni kalli á starfsfólk með sérhæfða þekkingu. Ljósmynd/Landhelgisgæsla Íslands Þyrludrónar EMSA eru eitt þeirra tækja sem prófuð hafa verið undanfarin misseri. Stórir drónar hafa reynst vel en úthald þeirra er kostnaðarsamt. Miklar tækniframfarir hafa átt sér stað á flestum ef ekki öllum sviðum samfélagsins á undanförnum árum og virðast þær aðeins verða hraðari með hverju árinu. Tæknin býður upp á leiðir til að auka skilvirkni og hagkvæmni. Rekstur Landhelgisgæslunnar er engin undantekning í þeim efnum. „Allt útheimtir þetta umtals- verða fjármuni“ Í skýrslu forsætisráðherra ummat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum segir meðal annars að geta Landhelgisgæslu Íslands (LHG) til að hafa eftirlit með umferð um efnahagslögsöguna og landhelgina sé ekki tryggð og að rekstur eftirlitsflugvélar stofnunarinnar sé ekki tryggð- ur allt árið. Auk þess er talin mikil þörf á auknum viðbúnaði og betri mönnun áhafna. „Á undanförnum árum hafa stór skref verið stigin í átt að aukinni björg- unargetu LHG hér við land, m.a með fjölgun þyrluáhafna úr fimm í sex, kaupum á varðskipinu Freyju og innleiðingu björgunarþyrlna af nútímalegri tegund. Landhelgisgæslan er mjög vel tækjum og mannafla búin til að bregðast við því sem upp kann að koma. Leitar- og björgunarsvæðið sem LHG ber ábyrgð á er stórt, um 1,9 milljónir ferkílómetra, og þá er efnahagslögsaga þjóðarinnar einnig víðfeðm.Á svo stóru svæði er viðbúið að björgunargeta sé að einhverju leyti takmörkuð,“ svarar Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, spurður hvort hann sé sammála lýsingu skýrsluhöfunda. Þá segir hann stofnunina hafa bent á að mikilvægt sé að auka viðveru eftirlitsflugvélarinnar hér á landi. „Vélin er einn mikilvægasti hlekkurinn í leitar- og björgunargetu LHG.“ Einnig bendir Georg á að hægt sé að auka viðbragðsgetu stofnunarinnar með því að fjölga áhöfnum á varðskipunum til að auka nýtingu skipanna. „Allt útheimtir þetta umtalsverða fjármuni eins og áður segir og það er stjórnvalda að leggja mat á þá viðbragðsgetu sem nauðsynleg er hér við land,“ útskýrir Georg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.