Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022
ELTAK sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Rafmagnið rotar laxinnhratt ogmannúðlega
S
tarfsemi skoska félagsins
Ace Aquatec hefur vaxið
hratt á undanförnum árum
enda hefur fyrirtækið þróað
einkar góða lausn til að rota fisk
með rafstraumi. Tækin sem Ace
Aquatec hannar og smíðar hafa
löngu sannað sig og þykja tryggja
mannúðlega slátrun og bæta gæði.
Búnaður Ace Aquatec er nú þegar
notaður m.a. í Skotlandi, Noregi,
Kanada, Síle
og Danmörku,
og styttist í að
rafstraumstæki
þeirra verði
tekin í gagnið á
Íslandi. Félagið
hefur m.a. hlotið
tveggja milljóna
punda styrk frá
breskum stjórn-
völdum og núna
stendur yfir framhalds-fjármögn-
unarlota (e. Series B) til að styðja
við frekari vöxt og útrás.
Nathan Pyne-Carter er forstjóri
Ace Aquatec. Hann segir hugmynd-
ina að betri sláturlausn hafa kvikn-
að hjá stofnanda félagsins, John H.
Hopkins. „Hann hóf fyrstu tilraunir
árið 2001 samhliða miklum vexti í
skosku laxeldi, en hann hafði rekið
sig á að fiskeldisstöðvarnar skorti
betri tækni til að slátra fiskinum
á mannúðlegan hátt. Auk þess að
vera sjávarlífræðingur var Hopkins
sjálfmenntaður verkfræðingur og
hann hófst handa við að hanna
búnað sem nýtir rafstraum til að
rota fiskinn fyrir blóðgun,“ útskýrir
Pyne-Carter en Hopkins, sem lést
árið 2011, stofnaði Ace Aquatec árið
2007.
Í dag eru starfsmenn félagsins 33
talsins á heimsvísu og búnaður þess
í notkun í 26 löndum. Þá er áætlað
að í dag hafi um 221 milljón fiskar
fengið mannúðlega slátrun, þökk
sé tækninni sem Hopkins hannaði
upphaflega.
Aðrar leiðir meingallaðar
Að slátra fiski er hægara sagt en
gert, hvað þá þegar kemur að stór-
um og sterkum tegundum eins og
laxi. Meðal þeirra leiða sem notaðar
hafa verið er að setja fiskinn í vatn
sem mettað er með koltvísýringi,
en sú sláturaðferð þykir ekki lengur
boðleg, enda getur dauðastríð fisks-
ins tekið margar mínútur og í dag
er ólöglegt að nota koltvísýring við
slátrun. Ekki þykir heldur boðlegt
að nota ís til að deyfa fiskinn enda
of langdregið ferli. Pyne-Cart-
er segir að í dag sé viðmiðið að
fiskurinn þurfi að rotast á innan við
einni sekúndu.
Til er búnaður sem rotar fiskinn
með höggi, með sjálfvirkum hætti,
en Pyne-Carter segir að slíkur bún-
aður reynist ekki alltaf vel. Mikill
stærðarmunur geti verið á fiskum
sömu tegundar og eins getur það
gerst að fiskar koma inn í slát-
urgöngin með sporðinn á undan.
Lendir þá höggið á röngum stað og
veldur fiskinum óþarfa þjáningum
auk þess að valda skemmdum. „Þá
hafa verið smíðuð tæki þar sem
fiskurinn kemst í snertingu við raf-
mögnuð skaut, en hættan er sú að
fiskurinn komist nokkrum sinnum í
snertingu við skautið áður en hann
rotast,“ útskýrir Pine-Carter.
Rotaður hratt óháð
stærð og stefnu
Búnaður Ace Aquatec er þannig
hannaður að fiskinum er dælt
eftir röri þar sem rafstraumur er
leiddur í vatnið. Þessi lausn tryggir
að stórar tegundir eins og laxinn
rotast á augabragði og gildir einu
hvort hann í er í stærri eða minni
kantinum, eða hvernig hann snýr
á ferð sinni í gegnum rörið. Engin
hætta er á að rafmagn leiði frá
tækinu og kemur fiskurinn út um
hinn endann, steinrotaður og eiga
starfsmenn hægt um vik að blóðga
hann hratt og örugglega.
Auk þess að gera lokastund-
ir fisksins mun þægilegri segir
Pyne-Carter að rotbúnaður Ace
Aquatec gjörbreyti vinnuaðstæðum
þeirra sem blóðga fiskinn. Það get-
ur verið bæði erfitt, óskemmtilegt
og hættulegt að eiga við fisk sem
ekki hefur verið rotaður rétt, og all-
ir vilja forðast slíkt. „Ávinningurinn
er margþættur og er t.d. búnaður-
inn okkar mjög afkastamikill. Hafa
þeir sem fjárfest hafa í búnaðinum
séð hann borga sig upp á skömmum
tíma, þökk sé auknum gæðum og
því að ekki þarf jafnmargar hendur
til að sinna slátruninni vel.“
Meðal þess sem mannúðleg
slátrunin gerir er að fiskurinn helst
ferskur lengur. „Það framkallar
streitu í fiskinum ef ekki er rétt
með hann farið. Við það búa nýrna-
hetturnar til kortísól sem fer m.a.
í hold fisksins og stuðlar að því að
vöðvafrumur brotna hraðar niður
en ella. Það má lengja geymslutíma
fisksins um nokkra daga og þannig
draga úr afföllum og minnka sóun
matvæla,“ segir Pyne-Carter.
„Mannúðleg og streitulítil slátrun
þýðir líka að dauðastirðnun á sér
ekki stað, en ef fiskurinn byrjar
að stirðna þá ræður sjálfvirkur
vinnslubúnaður ekki vel við flakið.“
Búnaður Ace Aquatec nýtist ekki
bara í fiskeldi. Hann getur líka kom-
ið að gagni um borð í skipum, og þá
einkum við veiðar á tegundum sem
dælt er upp úr sjó. Er ávinningur-
inn sá sami: fiskurinn er rotaður
eða deyddur á mannúðlegan og
streitulítinn hátt, störfin um borð
verða léttari og hráefnið betra.
Gætu fengið 14% hærra verð
Pyne-Carter bendir á að ekki að-
eins megi fiskeldis- og útgerðarfyr-
irtæki gera ráð fyrir að löggjafinn
setji æ strangri kröfur um mannúð-
lega slátrun fiska, heldur fari kröf-
ur neytenda vaxandi um að tryggt
sé að fiskurinn sem þeir finna úti í
búð hafi fengið eins góða og blíðlega
meðhöndlun og kostur er. „Neyt-
endur sækja æ meira í prótein sem
hefur sem minnst umhverfisáhrif.
Þar fara eldistegundir á borð
við lax létt með að slá við bæði
kjúklinga-, nauta- og svínakjöti,
s.s. með tilliti til nýtingar á fóðri og
fersku vatni,“ segir Pyne-Carter
og leggur áherslu á að ef það tekst
að gera slátrunina fullkomlega
mannúðlega, aukist forskot fiskmet-
is á aðra próteingjafa enn frekar:
„Seljendur geta notið góðs af með
hærra verði en nýleg könnun leiddi
í ljós að neytendur í Evrópu eru að
jafnaði reiðubúnir að greiða 14%
hærra verð fyrir fisk eða kjöt sem
uppfyllir kröfur þeirra um mannúð-
lega meðferð sláturdýranna.“
Ljósmynd/Ace Aquatec
Búnaðurinn er þannig hannaður að rafstraumur í rörinu rotar fiskinn á augabragði. Streitu fisksins er haldið í lágmarki og störfin við slátrun verða mun léttari.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Hröð og vönduð slátrun skiptir miklu máli fyrir gæði vörunnar en streituhormónið kortisól veldur niðurbroti í vöðvum.
Nathan Pyne-Carter
Búnaðurinn frá Ace
Aquatec vísar veginn í
mannúðlegri slátrun á
fiski og leysir alls kyns
vandamál tengd hefð-
bundnum leiðum til að
rota fisk fyrir blóðgun.
Bætt slátrun eykur
gæði vörunnar og neyt-
endur eru reiðubúnir að
borga meira fyrir.
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Regnbogasilungur meðhöndlaður hjá Fiskeldi Austfjarða. Mannúðleg slátrun kem-
ur m.a. í veg fyrir dauðastirðnun sem truflar ferð fisksins í gegnum vinnsluvélar.