Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022 Þrengt að karfaveiðumáReykjaneshrygg Aðildarríki Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðiráðsins (NEAFC) hafa ákveðið að banna löndun, umskipun eða aðra þjónustu við skip sem stunda veiðar á karfa á Reykjaneshrygg. Var þetta samþykkt á ársfundi ráðsins sem haldinn var í London um miðjan síðasta mánuð. R ússar stunda enn veiðar á Reykjanes- hrygg þvert á vísindaráðgjöf Alþjóða- hafrannsóknaráðsins (ICES). Tilgangur aðgerðanna sem nú hafa verið sam- þykktar er sagður vera að þrengja að þessum veiðum og þrýsta á að öll aðildarríki samþykki vísindaráðgjöf ICES sem grunn veiðistjórn- unar, að því er fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. NEAFC fer með stjórn fiskveiða utan lög- sagna ríkja í Norðaustur-Atlantshafi. Aðilar eru Bretar, Danmörk (v. Færeyja og Græn- lands), Evrópusambandið, Ísland, Noregur og Rússland. Á fundinum samþykktu ríkin einnig að setja sér takmarkanir fyrir veiðar úr deilistofnun- um síld, kolmunna og makríl, en ekki liggur fyrir samkomulag um nýtingu þessara stofna og hafa þeir því verið veiddir umfram vísinda- lega ráðgjöf. Samhliða þessu áréttuðu ríkin að öðrum en aðildarríkjum væri óheimilt að veiða á stjórnunarsvæði NEAFC. Auk þessa voru samþykktar ráðstafanir varðandi ýsu á Rockall-banka og nokkra aðra fiskistofna. Útvíkkað brottkastsbann „Á fundinum var jafnframt samþykkt um- talsverð útvíkkun á brottkastsbanni NEAFC sem nær nú til fleiri tegunda en áður. Reglur varðandi umskipun afla voru einnig hertar, og samþykkt að hefja vinnu við allsherjarendur- skoðun á reglum varðandi umskipun,“ segir í tilkynningunni. NEAFC hefur verið leiðandi í vernd viðkvæmra botnvistkerfa, eins og kóralla og svampa, á heimsvísu sem og í veiðistjórn á djúpsjávartegundum. Á fundinum var samþykkt tillaga Íslands um framlengingu svæðislokana sem hafa verið í gildi til varnar þessum vistkerfum. Ákveðið var að leyfa veiðar á háf innan vísindalegra marka, en NEAFC hefur um árabil bannað slíkar veiðar. Stofninn er nú mun betur staddur en áður vegna bannsins og hefur ICES ekki lengur þörf á slíku banni, en lögð er þó áhersla á að veiðum sé haldið innan marka til að koma í veg fyrir að stofninum hnigni á ný. Deilt um Barentshaf Miklar deilur voru á fundinum um veiðar í Barentshafi en Ísland á að hafa staðið að mestu utan þeirra, samkvæmt tilkynningunni. „Því tengt var samþykkt bann við notkun yfirpoka á rækjutrolli til að hindra meðafla á rækjuveiðum af tegundum svo sem grálúðu og þorski. Evrópusambandið hefur deilt við Noreg og Rússland um fyrirkomulag þessara veiða sem íslensk skip stunda ekki. Deilan tengist m.a. stöðu Rússa innan NEAFC. Var það afstaða íslensku sendinefndarinnar að vegna innrásar Rússa í Úkraínu væri ekki verjandi að láta atkvæði Íslands verða til þess að Rússar næðu að koma fram sinni stefnu innan NEAFC.“ Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðið hefur ákveðið að þrengja að veiðum á karfa á Reykjaneshrygg. Vísindamenn segja stofninn illa haldinn. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Námunmeiri árangri í baráttunni gegn laxalús Ný rannsókn bendir til að aðferðir sem beitt hefur verið gegn laxalús í sjókvíaeldi skili ekki endilega tilskildum árangri. Hægt sé að beita sama búnaði og þegar er nýttur til að fækka laxalús um meira en helming. Þ ær aðferðir sem nú er beitt í forvarnarskyni gegn laxalús geta hæglega skapað að- stæður sem ýta undir fjölgun laxalúsar í sjókvíum, en forvarnir gegn sníkjudýrum sem aðlagaðar eru umhverfinu drógu úr festingu lúsa á eldislaxi um 62%, segir í vísindagreininni „Environmentally responsive parasite prevention halves salmon louse burden in commercial marine cages“ sem birt hefur verið í vísindatímaritinu Aquaculture. Tilraunin fór fram í Ryfylke, suðurvesturhluta Noregs, þar sem laxalúsin hefur verið töluvert vanda- mál fyrir eldisgeirann. Var laxinn vaktaður allt frá útsetningu seiða til slátrunar eða í um tvö ár. Fylgst með seltu Vísindamennirnir beittu þekktum verkfærum gegn laxalús sem nýtt hafa verið í áraraðir, svo sem lúsa- pilsi, tálbeituljósum og fóðurslöngu sem hægt er að færa upp og niður í vatninu. Þá fékk fiskurinn einnig fóður til að styrkja ónæmiskerfið. „Bæði iðnaður og rannsóknir hafa notað sömu verkfæri og við áður, en þá með það að markmiði að stýra laxinum frá efsta laginu af vatni [í sjókvínni]. Þeir hafa gengið út frá því að það sé alltaf þar sem mestu lúsina er að finna. Það hefur skilað miðlungs árangri vegna þess að staðbundnir straumar, veður og vindar geta hreyft við vatninu þar sem mestu lúsina er að finna. Selta er afgerandi breyta sem ræður því hvar lúsin er,“ útskýrir Tina Oldham, vísindamaður norsku hafrannsóknastofnunarinnar (Hav- forskingsinstituttet), í færslu á vef stofnunarinnar. Markmiðið með rannsókninni var að komast að því hvort hægt væri að fækka laxalús á fiski í sjókvíum ef fylgst yrði með saltmettun vatnsins í rauntíma og þeim upplýsingum beitt til að halda laxinum frá lúsinni, auk þess að halda honum frá svokölluðu saltskiptalagi (e. halocline). „Háloklín er skipting á milli vatns- laga þar sem seltan hækkar mikið. Við þessi umskipti mun laxalús safn- ast fyrir,“ segir Oldham í færslunni. En þegar mikið ferskvatn er við yfirborðið getur myndast saltskipta- lag beint fyrir neðan. Dæla lús í fiskinn Lúsapils er dúkur sem settur er utan um eldiskvíarnar til að draga úr vatnsflæði í efstu lögum sjókvíar- innar og þannig koma í veg fyrir að lúsalirfur berist í fiskinn. „Venjulega er þetta skynsamleg aðferð, en á tímabilum með mikið ferskvatn á yfirborðinu gerir pilsið meiri skaða en gagn. Loftdælurnar sem þarf að nota með pilsunum til að dæla vatni upp úr dýpinu enda með því að ýta upp lúsinni. […] Lúsin forðast ferskvatn. Þess vegna viljum við hafa það í kvínni,“ útskýrir hún. Við aðstæður þar sem mikið fersk- vatn var á yfirborðinu fjarlægðu vís- indamennirnir lúsapilsin og færðu svo tálbeituljós og fóðrun að yfir- borðinu. Þannig var laxinn lokkaður upp fyrir það svæði þar sem lúsin þrífst. Þrisvar var aðferðinni beitt á ræktunartíma í tímabil sem gátu verið allt að þrír mánuðir í senn. Þegar saltmettunin var jafnari lokkuðu vísindamennirnir laxinn eins djúpt og hægt var, en lúsin heldur sig minnst þar. Á þessum tíma var lúsapilsið í notkun til að vernda þá laxa sem völdu að vera við yfirborðið og laxa sem syntu upp að yfirborðinu til að fylla sundblöðr- una með lofti. Minni aflúsun Lús barst bæði í kvíarnar þar sem aðferðinni var beitt og þær þar sem henni var ekki beitt, en 25% færri aflúsunum þurfti að beita þar sem nýja aðferðin var viðhöfð. Aflúsun getur verið kostnaðar- söm auk þess sem lyfja- og efna- meðferð getur haft neikvæð áhrif á villtar tegundir í nærumhverf- inu. Þá er vélræn aflúsun sem og aflúsun með heitu vatni talin hafa í för með sér álag á fiskinn, auk þess sem í áhættugreiningu fyrir norskt fiskeldi (Risikorapport for norsk fiskeoppdrett 2022) er greint frá því að fleiri fiskar drepist vegna slíkrar meðferðar en áður. Þar hefur norska hafrannsókna- stofnunin einnig greint frá því að aflúsun og önnur vinna við kvíarnar sé ein af orsökum þess að eldisfiskur sleppur. Hitastig getur skipt sköpum Lögðu vísindamennirnir á það áherslu að ná settu marki; að beina laxinum undan lúsinni með eins ódýrum búnaði og hægt var og er auðveldlega aðgengilegur. Þannig gátu þeir sýnt að hægt væri að nýta aðferðina á núverandi eldissvæðum án mikils tilkostn- aðar. „Aðferðin okkar virkaði vel í þremur kvíum. Ef um er að ræða meira umfang getur maður einnig fengið dómínóáhrif að því leyti að sýkingarþrýstingur á svæði verður minni, sem aftur elur af sér minni lús,“ fullyrðir Oldham. Hún segir líklega hægt að fá enn betri niðurstöðu ef einnig er tekið tillit til hitastigs samhliða seltu. „Stundum var kjörhiti fyrir laxinn dýpst á sama tíma og við reyndum að lokka hann upp á yfirborðið. Það sem gerðist þá var að hann synti fram og til baka í gegnum svæðið þar sem lúsin var óheppi- lega oft. Við munum forðast þessa stöðu ef við ætlum að endurtaka tilraunina.“ Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Tina Oldham leiddi rannsóknina er sneri að því að fækka laxalús með því að leggja áherslu á að beina laxinum undan lúsinni á grundvelli upplýsinga um seltustig. Ljósmynd/Havforskningsinstitutte

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.