Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022MORGUNBLAÐIÐ 21 Við óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum og farsædar á komandi ári með þökkum fyrir árið sem er að líða gleðilegra jóla Sjómennhafa lítinnhvata til verkfallsaðgerða M iklar verðhækkanir hafa verið á matvælum um heim allan á undanfarin ár og eru sjávarafurðir engin undantekning þar á. Laun sjómanna eru bundin því verði sem fæst fyrir aflann með því að skipt er milli þeirra og útgerðar þeim tekjum sem verða til við sölu aflans. Ef litið er til þróunar viðmiðunar- verðs Verðlagsstofu skiptaverðs, sem er lágmarksverð vegna uppgjörs við sjómenn, sést að sjómenn hafa getað horft fram á 7,2 % hækkun greiðslna á undanförnum 12 mánuðum fyrir þorsk og 51% hækkun undanfarna 18 mánuði. Þá hefur lágmarksgreiðsla vegna ýsu hækkað um 2,9% undan- farið ár en 25% síðastliðið eitt og hálft ár. Hækkunin nemur 20% fyrir ufsa síðustu 12 mánuði og 42% síðustu 18. Þá hefur viðmiðunarverð hækkað um 5,1% fyrir karfa síðastliðið ár en 9% á undanförnum 18 mánuðum. Það er því ótvírætt að laun sjómanna hafa hækkað mikið á til- tölulega skömmum tíma og hækkunin verið nokkru meiri en það sem hefur tíðkast hjá launþegum í atvinnulíf- inu á sama tímabili. Vert er þó að benda á að útgefnar veiðiheimildir hafa verið verulega skertar í ýmsum tegundum og því hefur úthaldsdögum verið fækkað og/eða skipum lagt. Sjómönnum kann því að hafa fækkað á þessu tímabili eða verkefnum þeirra fækkað. Sjálfdautt Sjómenn hafa verið kjarasamnings- lausir undanfarin þrjú ár. Meginkrafa þeirra er að mótframlag sem útgerðir greiða verði hækkað til jafns við hækkunina sem aðrir launþegar fengu. Útgerðirnar hafa fyrir sitt leyti ekki viljað fallast á þetta og segja slíka kröfu auka hlut sjómanna í afl- anum á kostnað útgerðanna, án þess að hægt sé að hagræða á móti. Þá hefur kauptrygging sjómanna ekki breyst frá árinu 2019, sem er grundvöllur greiðslna, verði sjómaður frá starfi vegna til að mynda veikinda. Kauptrygging samkvæmt síðustu kjarasamningum er fyrir skipstjóra, 1. stýrimann og yfirvélstjóra 490.170 krónur, en 408.476 krónur fyrir matsvein, 1. vélstjóra, vélavörð, 2. stýrimann, netamann og bátsmann og 326.780 krónur fyrir háseta. Sjómenn hafa lengi kvartað sáran undan því að vera samningslausir en það er almennt talið ólíklegt að sjómenn láti reyna á verkfall nú, enda laun mjög hagstæð um þessar mundir, margföld tekjutrygging, og því fáir til að taka á sig mikla tekjuskerðinguna sem verkfalli fylgir. Þegar sjómenn eru almennt sáttir við kjör sín og verkföll ólíkleg er ekkert sem gerir gerð nýrra samninga knýj- andi verkefni fyrir útgerðarmenn. Umræðurnar eru því nánast sjálf- dauðar eins og staðan er nú og ekkert sem bendir til þess að það breytist á á næstunni. Óhagstæð skilyrði Trúnaðarmenn sjómanna sem blaðamaður hefur rætt við segja að tekjuskerðingin sem sjómenn gætu orðið fyrir við lækkun aufrðaverðs á mörkuðum geta gert það að verkum að sjómenn láti að sér kveða. Ekkert bendir til að afurðaverð fari lækkandi í bráð. Úkraínustríðið held- ur áfram með tilheyrandi áhrifum á eldsneytisverð og aðfangakeðjur. Jafnframt er sífellt verið að herða aðgerðir gegn Rússlandi og því viðskipti með rússneskan hvítfisk erfiðari, en þó langt frá ómöguleg (enda flæðir rússneskur ufsi enn inn á marga markaði). Kína, sem einn helsti vinnslustaður hvítfisks fyrir vestræna markaði, hefur veruleg áhrif á mark- aðina og eru þar enn töluverð vanda- mál þó stjórnvöld þar séu að breyta Covid-stefnu sinni hægum skrefum. Samhliða þessari stöðu í efnahags- kerfi heimsins þá vinnur líffræðin ekki gegn verðhækkunum og líklega verður ekki umfangsmikil aukning í veiðiráðgjöf vísindamanna í hvítfiski á Norðaustur-Atlantshafi á næstunni. Það er því ekkert sem hvetur sjómenn og útgerðir nægilega til að ganga frá nýjum kjarasamningum á næstunni. Markaðsverð á hvítfiski hefur haldist hátt um langt skeið og hefur það skilað sér í hærri launum sjómanna. Sjómenn eru þó kjarasamningslausir, en fátt bendir til þess að þeir grípi til aðgerða til að knýja fram samninga. Spurning er hvort líklegt sé að verkfallsaðgerðir sjómanna verði líklegri ef verð á mörkuðum fer lækkandi? Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Að jafnaði 75%afmeðalverði Í flestum tilfellum eru 70% aflaverðmætis við fyrstu sölu til skiptanna milli sjómanna og út- gerðar, svokölluð skiptaprósenta. Vegna við- skipta milli tengdra aðila, þ.e. þegar afurð er seld milli útgerðarhluta fyrirtækis og vinnslu, eru sjómenn tryggðir með lágmarksverði eða því sem nefnist viðmiðunarverð Verðlags- stofu skiptaverðs. Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna ákveður lágmarksverðið samkvæmt viðmiðum gildandi kjarasamnings milli Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Sam- taka atvinnulífsins og Sjómannasambands Íslands. Markmiðið er að lágmarksverð sé að jafnaði um 75% af meðalverði á innlendum markaði síðastliðna þrjá mánuði. Það er síðan hlutverk Verðlagsstofu skiptaverðs að fylgjast með fiskverði og stuðla að réttu og eðlilegu uppgjöri á aflahlut sjómanna. 51% 7,2% 25% 2,9% 42% 21% 9% 5,1% Þróun viðmiðunarverðs á þorski, ýsu, ufsa og karfa Kr. á kg undanfarna 18 mánuði Hlutfallsleg breyting undanfarna 12 og 18 mán. 450 400 350 300 250 200 150 100 Des. 2021-des. 2022 (12 mán.) Júní 2021-des. 2022 (18 mán.) 277 222 202 159 174 142 411 272 Heimild: Verðlagsstofa Þorskur (5kg) Ýsa (2 kg) Ufsi (1,7-3,5 kg) Karfi (1 kg) júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. 2021 2022 Þorskur (5kg) Ýsa (2 kg) Ufsi (1,7-3,5 kg) Karfi (1 kg) 383 269 167 165 Morgunblaðið/Eggert Sjómenn fóru síðast í verkfall árið 2017. Fátt bendir til verkfalls á næstunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.