Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022
ELTAK sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Létu slag standaog framleiðanúnaeigin tæki
Í
slenska hátæknifyrirtækið
Micro ehf. hefur smám saman
verið að ryðja sér til rúms á
markaðinum fyrir fiskvinnslu-
búnað. Félagið var stofnað árið
1996 og framan af snérist starf-
semin nánast einvörðungu um við-
bætur og viðhald á búnaði um borð
í skipum. „En svo bættust við fleiri
verkefni og vorum við fljótlega
farin að taka að okkur smíði fyrir
stærri fyrirtækin í þessum geira
og höfum við í gegnum tíðina t.d.
verið undirverktakar fyrir Marel,
Skagann og Völku,“ útskýrir Gunn-
ar Óli Sölvason framkvæmdastjóri
Micro. „Undanfarin fimm ár höfum
við síðan tekið að marka þá stefnu
vísvitandi að smíða tæki sem við
hönnum sjálf, með háu tækni-
stigi og öllum þeim stýringum og
búnaði sem kaupandinn þarf til
hámarksafkasta.“
Meðal þess sem Micro býður upp
á eru vönduð færibönd, kælikör,
flokkarar og vogir. Segir Gunn-
ar að félagið njóti góðs af því að
hafa smíðað sambærilegan búnað
fyrir aðra um árabil, en Micro
býr einnig að því að eiga fjölda
starfsmanna sem hafa bakgrunn í
hönnun fiskvinnsulutækja. Sjálfur
vann Gunnar við vöruþróun hjá
einu af stóru fyrirtækjunum á
markaðinum um fimm ára skeið.
„Þetta getur verið mjög flókinn
búnaður en okkar fólk er reynslu-
mikið og fært á þessu sviði.“
Landsfrægur dreki
Það tæki sem vakið hefur hvað
mesta athygli er blæðingardrekinn
svokallaði. „Þetta er okkar mest
selda og langvinsælasta vara, og
nokkuð sem margir þekkja okkur
fyrir, en tækið þróuðum við m.a.
með stuðningi Tækniþróunar-
sjóðs,“ segir Gunnar.
Drekinn er kæli- og blóðgunar-
kar sem þykir tryggja mjög góða
kælingu og blóðgun. Hönnunin er
þannig að allir fiskar sem fara í
gegnum drekann fá sömu meðferð
og er hráefnisflæðið stöðugt. Allur
fiskur fer á kaf, plássið nýtist vel,
afköstin eru mikil miðað við stærð
búnaðarins, og fiskurinn kemur út
úr drekanum hvítur og beinn með
lítið sem ekkert los.
Viðtökurnar við tækjum Micros
hafa verið góðar. Reksturinn hefur
vaxið hratt á undanförnum árum.
Starfsmenn félagsins eru í dag
um 40 talsins og áætlar Gunnar
að veltan hafi þrefaldast á fimm
árum. „Það er mikill vöxtur fram
undan og vorum við t.d. að landa
mjög stórum samningi við Arctic
Fish á Bolungarvík þar sem við
munum smíða laxaflokkara og
pökkunarkerfi,“ segir Gunnar og
bætir við að sú uppbygging, sem
fram undan er í íslensku laxeldi,
kalli á mikið af nýjum vinnslubún-
aði. Gæti jafnvel verið erfitt fyrir
framleiðendur að útvega vinnslu-
búnað hratt og vel enda vex laxeldi
um allan heim og eftirspurnin svo
mikil að flöskuhálsar gætu mynd-
ast í innlendri framleiðslu. Telur
Gunnar ekki útilokað að sumum
íslenskum fyrirtækjum gæti þótt
fýsilegt að velja erlendan búnað
frekar en innlendan, af þessum
sökum, enda þótt íslenski búnað-
urinn sé þekktur fyrir að vera í
fremstu röð.
Vönduð ráðgjöf skiptir máli
Vonast Gunnar til að Micro geti
leikið stórt hlutverk í að anna
eftirspurninni og segir hann að það
hjálpi félaginu að geta boðið mjög
samkeppnishæft verð. „Það á við
um fiskeldi og sjávarútveg almennt
að menn reka sín fyrirtæki af
hagsýni og leita í besta verðið. Þá
kemur sér vel að geta boðið vöru
sem viðskiptavinirnir vita að þeir
geta treyst, og er engu lakari en
það sem þekktustu vörumerkin
bjóða upp á. Er það enda svo á
markaðinum fyrir fiskvinnslu-
búnað, eins og á mörgum öðrum
sviðum, að það þarf iðulega að
borga ögn meira fyrir þekktari
vörumerki.“
Bætir Gunnar við að fleira skipti
máli en tækjahönnunin og gæði
smíðinnar og segir hann Micro
geta hreykt sér af vandaðri ráðgjöf
við viðskiptavini. „Ráðgjafarhliðin
er kannski okkar helsti styrkleiki.
Við hjálpum viðskiptavinum okkar
að útfæra hugmyndir sínar og
flétta saman ólíkum kerfum til
að búa til heildstæða lausn sem
virkar.“
Hvert verkefni er stórt og
segir Gunnar ekkert sem heitir að
fjöldaframleiða fiskvinnslubún-
að á færibandi. Yfirleitt verði að
sérsníða tækin að hverju rými fyrir
sig og gera ýmsar breytingar í takt
við óskir kaupandans. Þá reyni
hönnuðirnir að nota tækifærið með
hverri nýrri vél til að gera bæði
stórar og smáar betrumbætur. „Í
tilviki vinnslunnar á Bolungarvík
verður uppsetningin örlítið öðru-
vísi en víðast hvar annars staðar
og vinnslan þarf að vera mjög
afkastamikil en reiknað er með um
30.000 tonna framleiðslu á ári.“
Slegist um besta fólkið
Stærð verkefnanna þýðir að
Micro getur alltaf bætt við sig fólki
og segir Gunnar að það sé hægara
sagt en gert að manna lausar
stöður með Íslendingum með
iðnmenntun við hæfi. „Það er bitist
um þá íslensku nemendur sem
útskrifast úr iðngreinum á borð við
málmsmíði og einnig er talsverð
vöntun á tæknimenntuðu fólki með
sérhæfingu í fiskvinnslubúnaði. Má
t.d. meta ástandið út frá atvinnu-
auglýsingunum þar sem sjá má að
fyrirtæki í okkar geira þurfa að
auglýsa aftur og aftur eftir fólki.“
Micro hefur tekist að brúa bilið
með erlendu vinnuafli. Segir Gunn-
ar að eftir að hafa prófað sig áfram
með nokkrum starfsmannaveitum
hafi fyrirtækið fundið samstarfs-
aðila við sitt hæfi. Koma erlendu
starfskraftarnir einkum frá Aust-
ur-Evrópu og gera sumir þeirra
stutta samninga á meðan aðrir
hafa lengri viðdvöl. „Þeir vilja
gjarnan ílengjast hjá okkur eftir
að þeir hefja störf enda launin sem
við getum boðið þeim mjög góð í
samanburði við það sem þekkist í
austurhluta álfunnar, auk þess sem
íslenskir launþegar njóta ríkulegri
réttinda en víða þekkist erlendis.“
Ljósmynd/Árni Sæberg
Gunnar Óli segir það sé ekkert til sem kallist að fjöldaframleiða tæki fyrir fiskvinnslur. Hvert verkefni kallar á sérsmíði og mikilvægt að veita kaupandanum góða ráðgjöf.
Þessi tómkassalyfta er eitt af mörgum tækjum semMicro hefur hannað og smíðað.
Á fimm árum hefur
velta Micro ehf. þre-
faldast í krafti góðrar
þjónustu og vandaðra
fiskvinnslutækja. Fram-
kvæmdastjórinn óttast
að innlendir framleið-
endur búnaðar muni
eiga fullt í fangi með
að fullnægja innlendri
eftirspurn á komandi
árum enda gera spár
ráð fyrir hraðri upp-
byggingu í fiskeldi.
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Gunnar sýnir dínamíska vog með myndgreiningu. Vöruframboðið er fjölbreytt.