Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022
ELTAK sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafabúið til sterkt sameiginlegt vörumerki
Á
rið 2014 ákváðu sjö sjávarút-
vegsfyrirtæki á Vestfjörðum
að snúa bökum saman.
Settu þau á laggirnar
sölu- og markaðsfélagið Iceland
Westfjords Seafood (IWS) með það
fyrir augum að sameina styrkleika
félaganna og tryggja kaupendum
stöðugt framboð af hágæða sjávar-
afurðum.
Særún Anna Brynjarsdóttir tók
nýlega við stöðu framkvæmdastjóra
hjá IWS og segir hún að fyrir stofn-
endum félagsins hafi m.a. vakað að
búa til gott sameiginlegt vörumerki
með sterka tengingu við Vestfirði:
„Með þessu samstarfi er m.a. hægt
að samnýta flutninga og skipu-
leggja framleiðsluna þannig að allir
njóti góðs af. Þá hefur smám saman
tekist að gera Iceland Westfjords
Seafood að sterku vörumerki og
sama virkar þetta allt til að há-
marka arðinn af auðlindinni.“
Særún er rétt nýbúin að koma
sér fyrir í framkvæmdastjórastóln-
um en hún kveðst hafa tekið við
mjög góðu búi af forvera sínum
og að IWS eigi ágætan hóp fastra
viðskiptavina. IWS leggur megin-
áherslu á sölu á ferskum fiski til
Bandaríkjanna og þá einkum inn
á fiskmarkaðinn í Boston. „Og þar
sem allir leggjast á eitt getum við
náð að fylla allar pantanir. Ef að
gengur illa hjá einum framleiðand-
anum þá getur annar hlaupið undir
bagga, og þannig hagnast allir á
samvinnunni,“ útskýrir Særún og
bætir við að rekstur IWS sé sjálf-
stæður og félagið fjármagnað með
sínum eigin sölutekjum.
Ætla að bæta laxinum við
Horfurnar eru góðar hjá IWS og
fer verð á fiski hækkandi á Banda-
ríkjamarkaði. Þá virðist eftirspurn-
in efitr sjávarafurðum hafa aukist
eftir að tókst að kveða kórónu-
veiruna í kútinn, og sterkt gengi
Banaríkjadalsins hjálpar íslenskum
seljendum enn frekar.
„Ég sé fyrir mér fjölda tækifæra
til að stækka rekstur IWS og selja
enn meira af sjávarfangi undir
merkjum félagsins. Hingað til höf-
um við lagt mesta áherslu á þorsk
og ýsu en á næsta ári stefnum
við að því að bæta laxinum við.
Laxeldisfyrirtækjum hefur fjölgað
hratt hér á Vestfjörðum og vert að
skoða hvort að má ekki samnýta
sölu- og flutningsleiðir með sama
hætti og gert hefur verið hjá IWS
fram til þessa.“
Sjómannsdóttir sem vildi ekki
koma nálægt sjávarútvegi
Ráðning Særúnar til Iceland
Westfjords Seafood sýnir hve
góð tækifæri standa ungu og vel
menntuðu fólki til boða í íslensk-
um sjávarutvegi. Særún er ekki
nema 23 ára gömul og var að ljúka
námi í sjávarútvegsfræði. „Með-
fram náminu var ég verkefnastjóri
hjá Sjávarútvegsskóla unga
fólksins í tvö ár, og í sumar vann
ég hjá Fiskistofu,“ segir Særún og
bætir við að hún hafi ekki verið
lengi að hugsa sig um þegar henni
stóð til boða að taka við fram-
kvæmdastjórastarfinu hjá IWS.
Er gaman frá því að segja að
áður en hún þáði starfið hafði
Særún sama sem enga tengingu
við Vestfirði en hún ólst upp á
Húsavík. „Ég heimsótti Ísafjörð í
fyrsta skipti á ævinni til að koma
í atvinnuviðtalið, og í annarri ferð
minni til Vestfjarða var það til þes
sða flytja hingað,“ segir Særún en
hún tók með sér eins árs dóttur
og eiginmann. Fer mjög vel um
fjölskylduna og hafa þau komið sér
fyrir á Ísafirði, m.a. vegna þess að
þar var auðvelt að finna heppilegt
húsnæði og leikskólapláss, og segir
Særún að margt við samfélagið
minni á lífið á Húsavík.
Á uppvaxtarárum sínum komst
Særún í gott návígi við sjávarút-
veginn en faðir hennar sótti sjóinn
í fjóra áratugi. „Sem unglingur
hafði ég gert það upp við mig að
ég myndi einmitt ekki leggja fyrir
mig eitthvað tengt fiski og sjósókn.
En smám saman kom ég betur
auga á öll tækifærin á þessu sviði,
og fyrr en varði var ekki aftur
snúið.“
Finnst Særúnu ánægjulegt að
hún sjái allt í kringum sig aukinn
áhuga á sjávarútvegi hjá ungu
fólki. „Þá eru kynjahlutföllinn i
sjávarútvegsnáminu orðin mjög
jöfn og í mínum árgangi voru
nærri jafnmargir karlar og konur
sem útskrifuðust. Einnig eflir það
konunnar í greininni enn frekar
að til séu samtök á borð við Félag
kvenna í sjávarútvegi: sá hópur
hefur reynst mér mjög vel, og
raunar ómetanlegt fyrir unga konu
eins og mig að geta alltaf leitað
mér þar að stuðningi og ráðgjöf
ef ég lendi í einhverjum vandræð-
um.“
Ljósmynd/IWS
Þegar hún var unglingur gat Særún Anna ekki hugsað
sér að vinna í sjávarútvegi. Hún kom á endanum auga á
tækifærin, skellti sér í nám og fann gott starf. Það fer vel
um Særúnu og fjölskyldu hennar á Vestfjörðum og minnir
samfélagið um margt á æskuslóðirnar á Húsavík.
Ljósmynd/Helgi Bjarnason
Mynd úr safni af þorskeldi HG. Samstarfið á vettvangi IWS hefur reynst vel.
Iceland Westfjord
Seafood hefur tek-
ist vel að byggja upp
viðskiptasambönd
í Bandaríkjunum.
Áherslan hefur verið á
þorsk og ýsu en fram-
kvæmdastjórinn segir
vert að skoða að bæta
t.d. ufsa og vestfirskum
eldislaxi við framboðið.
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Fylgstu
með alla virka daga á
K100 og fáðu hressan
di nálgu
n á
heimsmeistaram
ótið í Katar.