Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022MORGUNBLAÐIÐ 15
Áhrif breytileika í hitastigi milli ára
á fæðugöngu makríls inn í íslenskan
sjó eru hins vegar ekki augljós.
Hrygningartími makríls spannar
nærri því hálft árið, eða frá janúar
til júlí og hafa vísindamenn freistað
þess að skilja hrygningarhegðun
tegundarinnar betur. Thassya
leitaðist m.a. við að svara því hvort
að fiskurinn hrygndi öllum hrognum
sínum í einu eða hvort sami fisk-
urinn hrygndi oft yfir hrygningar-
tímann. Er brýnt að finna svarið
svo að hægt sé að áætla frjósemi
makrílsins af meiri nákvæmni og
reikna vísitölu fyrir stærð hrygn-
ingarstofnsins sem er síðan notuð í
stofnmati.
Byrja að spara orku í júlí
Benda niðurstöður rannsókna
Tassyu til að þroskun hrogna sé
stöðugt í gangi og að hver makríll
hrygni oft yfir hrygningartímann.
Þá sýna þau gögn sem hún aflaði að
hrygning makríls hefur stundum
náð inn á fæðusvæði hans í Norður-
höfum, norðan 60° breiddargráðu.
Fékk Thassya gögn bæði úr vís-
indaleiðöngrum og frá uppsjávar-
flotanum sem sýndu að frá 2009
fannst makríll reglulega í suðurhluta
Norður-Atlantshafs og fór hlut-
fall kynþroska og hrygnandi fiska
vaxandi með árunum síðan þá. Eftir
2011 mátti finna hrygnandi makríl
allt norður fyrir 75° breiddargráðu í
júlímánuði.
Þá sýndu smásjárgreiningar að
nærri 90% hrygna voru tilbúnar til
hrygningar í mai en hlutfallið fór
niður í 10% í júní og júlí. Af þeim
sýnum sem tekin voru á seinni
mánuðum hrygningartímablisins
sýndu 38% að hrygningu væri lokið
og hægt að greina leifar óþroskaðra
hrogna. „Benda þessar niðurstöð-
ur til þess að makríllinn hafi lokið
hrygningu að mestu í júlí til að nýta
orkuna frekar til fæðuleitar, og
þannig safnað orku til að geta hrygnt
aftur ári síðar,“ útskýrir Thassya.
Bendir Thassya á að rannsóknir
sýni einnig að þar sem makríllinn
sæki á geti síldarstofnar átt í vök að
verjast, enda keppa tegundirnar um
fæðu. Mögulega kann samkeppnin
við síldina, eða samkeppni innan
makrílstofnsins að skýra hvers
vegna meðalstærð makríls hefur
farið minnkandi undanfarin ár. „Það
sést á stærðarmælingum að frá 2004
hafa einstaklingarnir ekki náð sömu
stærð. Nemur stærðarbreytingin um
2 cm en fullvaxinn makríll nær að
jafnaði 35 til 45 cm lengd. Breytingin
er því ekki mikil, í hlutfalli við lengd
fisksins, en þó vel greinanleg.“
Morgunblaðið/Eggert
Vísindamenn eru smám
saman að öðlast meiri skilning
á hegðun makrílsins, þökk sé
m.a. rannsókn Thassyu.
Hvermakríll hrygnir oft yfir hrygningartímann
E
ins og lesendur vita var það
þörf búbót þegar makríll tók
að veiðast nálægt Íslandi um
og upp úr bankahruni. Árið
2006 veiddu íslenskir sjómenn
aðeins 4.200 tonn af þessum ágæta
fiski en árið 2008 var talan komin
upp í meira en 112.000 tonn og náði
172.000 tonnum árið 2016. Hefur
makrílkvótinn farið minnkandi á
undanförnum árum og á þessu ári
var ákveðið að úthluta rúmlega
120.000 tonnum.
Thassya Christina dos Santos
Schmidt hefur um árabil stundað
rannsóknir á makrílstofninum í
Atlantshafi og segir hún að enn sé
margt á reiki um hegðun stofnsins
og samspil hans við aðrar tegundir.
Thassya starfar sem sjávarlíffræð-
ingur hjá Hafrannsóknastofnun og
flutti á dögunum erindi þar sem hún
kynnti helstu niðurstöður rannsókna
sinna á útbreiðslu og æxlunarhátt-
um makríls.
Thassya er fædd og uppalin í
Brasilíu en þróaði snemma með sér
áhuga á líffræði og lauk bæði B.Sc.
og meistaragráðu í sjávarlífræði í
heimalandi sínu. Í framhaldinu flutti
hún til Noregs og lauk doktorsgráðu
við Háskólann í Bergen árið 2017 en
doktorsverkefni hennar fjallaði um
æxlunarlíffræði Atlantshafssíldar.
Að doktorsnáminu loknu stundaði
Thassya rannsóknir á æxlunarfræði
makríls við Hafrannsóknastofnun-
ina í Noregi en í febrúar á þessu ári
færði hún sig yfir til Hafró.
Hún segist una sér vel á Íslandi
og kvartar ekki yfir veðrinu. „Ég er
hrifin af íslenskri náttúru og Ísland
er mjög góður staður til að stunda
rannsóknir á lífríki sjávar. Hér er
tegundaflóran allt önnur en undan
ströndum Brasilíu og stofnarnir
stærri,“ segir hún.
Dreifir sér yfir stærra svæði
Að sögn Thassyu hefur útbreiðsla
makríls í Atlantshafi tekið nokkrum
breytingum undanfarna tvo áratugi
og virðist tegundin m.a. keppa við
síld um fæðu: „Makríllinn lifir á
mjög stóru svæði, allt frá strönd-
um Marokkó, upp að Svalbarða og
yfir til Grænlands. Fyrir aldamótin
náði hrygningarsvæði makríls frá
Portúgal og norður að vesturströnd
Írlands, en upp úr aldamótum mátti
greina að makríllinn væri að færa
sig norðar, bæði í leit að fæðu og til
að hrygna,“ útskýrir Thassya og
bætir við að makríllinn virðist una
sér best í tiltölulega hlýjum sjó, eða
um og yfir 8°C.
Breytt útbreiðsla makrílsins er
rakin til þess að stórir hrygningar-
árgangar komu nokkur ár í röð
eftir árið 2000 og tilgátur eru um
að hækkandi hitastig í Noregshafi
sé hluti skýringarinnar á því að
makríll er byrjaður að hrygna þar.
Brasilískur fræðimað-
ur búsettur á Íslandi
kynnti nýverið áhuga-
verðar niðurstöður
margra ára rannsóknar
á æxlunarháttum og
útbreiðslu makríls.
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is