Fréttablaðið - 14.01.2023, Síða 10
Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is
fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi,
Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101
reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is
menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Mín skoðun
Gunnar
Sif
Sigmarsdóttir
Afmælið
fór fram í
kyrrþey.
Og það
gat lík-
lega aldr-
ei orðið
annað en
svo. Það
fagnar
heldur eng-
inn kvalara
sínum.
Hvað með
þarfir
þeirra sem
hugsa um
heilsuna
eða ferðast
með börn?
Eða okkar
sem ferð-
umst þurr í
janúar?
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser
@frettabladid.is
Skorpulifur er vaxandi vandamál hér
á landi. Í fréttum vikunnar kom fram
að nýgengi hafi margfaldast síðustu ár.
Sigurður Ólafsson, meltingar- og lifrar-
læknir, segir ástæðuna aukna áfengis-
neyslu þjóðarinnar. Hann spáir aukinni
þörf fyrir lifrarígræðslur á næstu árum.
Margir taka nú þátt í alþjóðlega
heilsuátakinu „þurrum janúar“ eða „dry
january“ eins og það kallast á ensku. Einn
er þó sá angi mannlífsins sem virðist
ósnortinn af slíkum tilraunum til sjálfs-
betrunar.
Ég var stödd í f lugvél Icelandair nýverið
þegar kona í sömu sætaröð pantaði sér
glas af hvítvíni. Flugfreyjan spurði að
bragði hvort ekki mætti bjóða henni tvö
því það væri tilboð. Við konan horfðumst
í augu. Það var mánudagur. Hábjartur
dagur. Hún var ein á ferð. Um leið og
konan af þakkaði tilboðið skelltum við
upp úr. Flugfreyjan brosti afsakandi – mér
fannst ég bara þurfa að nefna þetta.
Maðurinn í sætaröðinni fyrir framan
okkur lét sömu forsendur ekki aftra sér.
Hann pantaði sér tvær ginf löskur.
Sjúss eða samloka
Í síðustu viku tilkynntu forsvarsmenn
veitingastaðarins Joe & The Juice að þeir
hefðu dregið sig út úr útboði um rekstur
veitingastaða á Kef lavíkurf lugvelli. Var
ástæðan meðal annars krafa Isavia um að
allir veitingastaðir á f lugvellinum yrðu að
selja áfengi.
Sama dag bárust fréttir af því í Bret-
landi að karlmaður hefði verið dæmdur
í átta vikna fangelsi fyrir ólæti í f lugi frá
Alicante til Newcastle. Maðurinn hafði
drukkið áfengi í vélinni sem hann hafði
haft meðferðis. Áfengið var gert upptækt
því aðeins mátti drekka áfenga drykki
sem keyptir voru um borð. Maðurinn
gerði sér lítið fyrir og sótti veigarnar
aftur, skaust inn á klósett, þambaði
drykkina og lét í kjölfarið öllum illum
látum.
Flugsamgöngur bjóða ekki aðeins
þyngdarlögmálinu birginn heldur einnig
lögmálum um almennt háttalag. Sæist
einhver heima hjá sér skola morgun-
korninu niður með stórum Tuborg sætti
það tíðindum. En á f lugvelli þykir bjór
klukkan sex að morgni ekkert tiltökumál.
Íslensk f lugfreyja sagði í samtali við
mbl. is að íslenska ferðalanga þyrsti í
f leira en sólina er þeir legðu land undir
fót. Hún sagði það gerast allt of oft að
gleðin tæki öll völd svo „að hringja
þyrfti á aðstoð og jafnvel hjólastóla til að
aðstoða fólk frá borði“.
Undirrituð slær sjaldan hendinni á
móti glasi af köldu hvítvíni. En verða allir
veitingastaðir á Keflavíkurflugvelli að vera
drykkjubúllur? Þurfa þeir allir að bjóða
upp á bjór, hvítt, rautt og tækifæri til að
verða sér til skammar? Hvað með þarfir
þeirra sem hugsa um heilsuna eða ferðast
með börn? Eða okkar sem ferðumst þurr
í janúar? Hvers vegna má Keflavíkurflug-
völlur eins og aðrir f lugvellir ekki fanga
breidd mannlegra langana?
Fríhafnir f lugvalla, þar sem kaupa má
Toblerone án þess að greiða tolla og gjöld,
eru svæði undanskilin venjubundnum
kvöðum samfélagsins. Svo virðist sem sú
trú sé útbreidd að f lugvallarbarinn sé að
sama skapi einhvers konar atferlisfríhöfn,
svæði undanskilið af leiðingum gjörða
okkar, dómi samborgara og áhrifum á
nærumhverfi. En feilspor ferðalangsins
verður hvorki eftir á vellinum né í vélinni.
Og þótt við séum í fríi fær lifrin í okkur
ekki frí.
Sölustöðum Joe & The Juice sem nú
starfa á Kef lavíkurf lugvelli verður lokað
á næstunni. Senn verður auðveldara að
kaupa þar sjúss en samloku. n
Tilboð og útboð
Sif
Sigmarsdóttir
MÁNUDAGA KL. 20.00
Síðasta ár leið á enda án þess að haldið
væri upp á eitt af helstu stórafmælum
í efnahagssögu landsmanna. Glösum
var hvergi klingt af því tilefni – og því
síður að nokkur heilvita maður stigi á
stokk og fagnaði tímamótunum.
En krónan varð sumsé 100 ára.
Afmælið fór fram í kyrrþey. Og það gat
líklega aldrei orðið annað en svo. Það fagnar
heldur enginn kvalara sínum. Og þótt með-
virknin með heimilisof beldi þessa minnsta
og ræfilslegasta gjaldmiðils heims hafi verið
svo að segja alger um ár og daga, fannst
eyjarskeggjum það líklega ekki við hæfi að
halda opinberlega upp á daginn hans.
Það hefði sennilega enginn mætt, hvort
eð er. Enda var engu að fagna. Krónan hefur
rýrnað um 99,995 prósent frá því 1922 og
valdið ómældu tjóni og eignarýrnun hjá
almenningi og fyrirtækjum.
Þessi ósjálfstæði gjaldmiðill kostar þjóðina
hátt í milljarð á dag. Til að halda honum á
f loti þarf um 900 milljarða varasjóð sem ber
enga vexti, en það eru gríðarlegir fjármunir
sem fást fyrir vikið ekki til að leysa mörg
brýnustu velferðarmál líðandi stundar.
Og þetta er séríslenskur yfirgangur og
valdníðsla. Engir íbúar nágrannalandanna
myndu sætta sig við krónu eins og þá
íslensku sem veldur því að húsnæðislán eru
allt að fjórum sinnum dýrari en hjá þeim.
Og ekki er öll vitleysan eins, því engin
þjóð í heiminum notar verðlagsvísitölu til að
tryggja verðmæti útlána. En andlag þeirra
óskapa er að unga fólkið á Fróni þarf að
greiða íbúðina sína allt að þrisvar sinnum
á ævinni á meðan aðrir Evrópubúar borga
hana aðeins rúmlega einu sinni.
Krónan hefur knúið valdstjórnina í heila
öld til að fara gegn fólki og fyrirtækjum. Í
því efni má líka nefna að hvergi í vestrænum
löndum er þróun húsnæðisverðs reiknuð inn
í verðbólgumælingum. Önnur lönd mæla
rekstrarkostnað húsnæðis þegar verðbólgan
er mæld. Íslenska aðferðin hækkar verð-
tryggt lán óþarflega mikið.
Svo er samið í krónum, en umsamdar
launahækkanir þurrkast út með gengisfell-
ingum. Stöðugri gjaldmiðill myndi færa
hverju heimili um 100 þúsund á mánuði í
sparnað, eftir skatta. Og það þarf engin verk-
föll til að ná þeim kjarabótum.
Svo hefur krónan reynst besta vörnin gegn
samkeppni. Það hvarflar ekki að nokkrum
forkólfum stórra banka og tryggingafélaga
úti í heimi að hefja starfsemi í svona hag-
kerfi.
En svo amen sé sagt á eftir efninu. Megi
útför krónunnar líka fara fram í kyrrþey. n
Afmæli í kyrrþey
14. janúar 2023
Laugardagur10 skoðun FréTTAblAðið