Fréttablaðið - 14.01.2023, Side 14

Fréttablaðið - 14.01.2023, Side 14
Mér sjálfri finnst þetta svo gaman. Bæði að syngja þessi lög sjálf og hlusta á stelpurnar sem eru svo æðislegar. Engum dylst að SA munu ekki semja um meiri hækkanir til Eflingar en þeirra sem þegar hefur verið samið við. Ólafur Arnarson Í vikulokin áramótamyndagátan Lausn á myndagátu Fréttablaðsins 2022 Vetur konungur sýndi klærnar um jólin. Snjókoma og skafrenn- ingur áttu sviðið. Flug féll niður. Bílar og ferðamenn sátu fastir. Björgunarsveitir hafa staðið í stórræðum við að koma fólki í hús Maður kemst ekki hjá því að velta fyrir sér hvað formanni Ef lingar gengur til með því að keyra allt í hnút í kjaraviðræðum og efna til verkfalla sem munu stórskaða íslenskt atvinnulíf en þó helst hennar eigið félagsfólk. Nú ríkir skilningur á því að nákvæmlega sú útfærsla sem samið var um í skammtímasamningi Starfsgreinasambandsins við SA hentar ekki félagsmönnum Efling- ar. Í samningum Starfsgreinasam- bandsins mun áhersla vera lögð á starfsaldurstengdar hækkanir sem ekki hentar Eflingarfólki. Vandalítið hefði átt að vera að finna útfærslu með sams konar hækkunum sem henta Ef lingar- fólki hefði samningsvilji verið fyrir hendi. Íslenskt atvinnulíf er brot- hætt eftir erfið ár þegar allt fór úr skorðum vegna Covid-faraldursins og afleiðinga hans. Ofan á bættust svo afleiðingar árásarstríðs Rússa í Úkraínu. Sumar þær atvinnugreinar sem fóru verst út úr faraldrinum eru einmitt greinar sem reiða sig á störf félagsfólks Eflingar. Hér má til að mynda nefna ferða- þjónustuna, sem virðist vera að ná vopnum sínum á nýjan leik með endurkomu erlendra ferðamanna Verkföll nú skaða mest fólkið sjálft til landsins. Flest fyrirtækin í þeirri grein eru þó mjög löskuð eftir stöðvun starfsemi í vel á þriðja ár. Þau eru skuldsett og ekki má mikið út af bregða til að illa fari. Hvað gengur formanni Eflingar til? Engum dylst að SA munu ekki semja um meiri hækkanir til Efling- ar en þeirra sem þegar hefur verið samið við. Þetta mætti Sólveigu Önnu Jónsdóttur vera jafnljóst og öðrum. Hún sýnir fullkomið ábyrgðar- leysi með því að etja sínu fólki út í verkföll sem engu munu skila nema tjóni fyrir fyrirtækin sem fólkið vinnur hjá og skaðar mest það sjálft. Umhyggja fyrir Ef lingarfólki ræður greinilega ekki þeirri för sem Sólveig Anna er á. Hún misskilur illa hlutverk sitt ef hún heldur að það valdefli hana að klæðast bomber- jakka og steyta hnefann framan í heiminn öllum stundum. Mikið glapræði er að boða verk- föll nú þegar viðkvæmt atvinnulíf virðist vera að ná sér á strik á nýjan leik og vonir standa til að mikil verðbólga fari hjaðnandi. Glórulaust með öllu er að stefna Ef lingarfólki í verkfall sem fyrir fram er vitað að engu skilar. Því verður að afstýra með öllum þeim ráðum sem tiltæk eru. n „Í alvöru?! Æðislegt, takk kærlega,“ segir Steinar Mar Ásgrímsson sigur- vegari í áramótamyndagátu Frétta- blaðsins þegar honum eru færðar fréttir af sigrinum. „Það er hefð hjá tengdafjölskyldunni að leysa þessa gátu og við gerum það alltaf á milli jóla og nýárs,“ segir Steinar. „Við leysum þetta sitt í hvoru horninu og berum svo saman bækur okkar,“ bætir hann við. Steinar segir gátuna hafa verið heldur erfiða í ár. „Sérstaklega byrjunin en þegar ég var kominn af stað þá varð þetta lítið mál,“ segir hann. n Hefð að leysa gátuna Snjókoma og skafrenningur áttu svið í ð flug fell niður bílar og ferðamenn sátu f ást i r björgun ar sveitir háfa s tað í ð í stór ræðu m við að koma f ól ki í hús di klær nár um jól in. Söngdívurnar Þórunn Lárusdóttir, Margrét Eir, Sigga Eyrún og Hansa syngja lög úr ýmsum söngleikjum á tón- leikum í Salnum í kvöld. birnadrofn@frettabladid.is Þetta er æðislegur hópur og svo erum við góðar vinkonur líka svo þetta er rosalega gaman,“ segir söngkonan Þórunn Lárus- dóttir. Hún kemur fram á tónleikum í Salnum í kvöld ásamt dívunum Sigríði Eyrúnu Friðriksdóttur, Mar- gréti Eir Hönnudóttur og Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur, þekktri sem Hönsu. Kjartan Valdemarsson spil- ar á píanó og segir glettin Þórunn hann fimmtu dívuna. Á tónleikunum: Sendið inn dív- urnar – aftur, syngja dívurnar lög úr söngleikjum. Tónleikarnir voru á dagskrá í október 2021 og snúa nú aftur vegna mikillar eftirspurnar. „Okkur fannst kominn tími til að endurtaka þetta,“ segir Þórunn. „Þetta var svo gaman síðast og við erum virkilega spenntar.“ Þórunn segir engar reglur um það hvaða lög séu sungin á tónleikunum nema að lögin séu úr söngleikjum. Bæði skiptist dívurnar á að syngja, syngi allar saman og taki dúetta. Hún segir prógrammið hafa tekið einhverjum breytingum svo að þau sem hafi komið síðast geti vel komið og skemmt sér aftur. „Mér sjálfri f innst þetta svo gaman. Bæði að að syngja þessi lög sjálf og hlusta á stelpurnar sem eru svo æðislegar, ég elska að hlusta á þær syngja,“ segir Þórunn. Spurð að því hvert sé uppáhalds söngleikjalag hennar segir hún ómögulegt að svara því. „Það fer svo mikið eftir því hvað er að gerast hjá manni og hvernig manni líður,“ segir hún. „Ég myndi segja að öll lögin sem ég er að syngja á laugar- daginn séu uppáhaldslögin mín.“ Þórunn segist hafa verið söng- leikjaaðdáandi lengi. „Mamma mín er leikkona og var svolítil söng- leikjadíva,“ segir Þórunn en móðir hennar er Sigríður Þorvaldsdóttir sem var brautryðjandi í íslenskri söngleikjamenningu. „Mamma var í þessum helstu söngleikjum og ein breytingin á tónleikunum er að ég syng eitt lag sem hún söng í gamla daga,“ segir hún. „Það er úr söngleiknum Gæjar og píur sem var hittari í Þjóðleikhúsinu árið 1985. Ég sá þetta ótrúlega oft. Mamma og Bessi Bjarnason voru þarna upp á sitt besta og þetta lagði grunninn að mínum söngleikja- áhuga,“ segir hún. Þegar ljósmyndara bar að garði á æfingu hjá dívunum vantaði Mar- gréti Eir en hún er við æfingar á söngleiknum Chicago á Akureyri. „Hún er að æfa þetta núna en þegar Chicago var sýnt síðast fór Hansa með hlutverk þar og mamma mín var í Chicago þegar það var fyrst sett upp á Íslandi,“ segir Þórunn. Spurð að því hvort tekið verði lag úr Chi- cago á tónleikunum segir hún það verða að koma í ljós. „Það gæti læðst inn eitt lag,“ segir hún. n Dívurnar saman að nýju Kjartan, Þórunn, Sigga Eyrún og Hansa við æfingar fyrir tónleikana sem fram fara á morgun. Á myndina vantar Mar- gréti Eir sem nú er við æfingar á söngleiknum Chicago á Akureyri. Fréttablaðið/Valli vetur konungur sýn 14. janúar 2023 Laugardagur14 Helgin FréttabLaðið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.