Fréttablaðið - 14.01.2023, Side 22

Fréttablaðið - 14.01.2023, Side 22
Það verður senni- lega ekki mikið um hvatningaróp frá okkur þennan daginn. Að leik loknum er alveg ljóst að við fögnum með vinn- ingshafanum og drífum okkur síðan í að peppa silfurhafann. Jón Kr. Gíslason Jón Kr. Gíslason og Auður Sigurðardóttir eiga tvo stráka sem spila hvor með sínu liðinu í bikarúrslita- leiknum í körfubolta í dag. Spennan er mikil og það eina sem er ljóst er að annar kemur heim með gull en hinn með silfur. starri@frettabladid.is Úrslitaleikir karla og kvenna í VÍS- bikarnum í körfubolta fara fram í dag. Kvennalið Hauka og Kefla- víkur leika klukkan 13.30 og karla- lið Stjörnunnar og Vals hefja leik klukkan 16.15 en báðir leikirnir fara fram í Laugardalshöll. Foreldrar úr Garðabænum, Jón Kr. Gíslason og Auður Sigurðar- dóttir, eru í þeirri óvenjulegu stöðu að eiga fulltrúa sitt í hvoru liðinu í karlaleiknum. Elsti sonurinn, Dagur Kár Jónsson, leikur með Stjörnunni og miðsonurinn, Daði Lár Jónsson, leikur með Val. Þriðji og yngsti sonurinn, Dúi Þór Jónsson, leikur með Álftanesi í 1. deildinni en bræðurnir hófu allir körfuboltaferilinn hjá Stjörnunni í Garðabæ þar sem þeir ólust upp. Jón Kr. og Auður hafa því sótt ansi marga körfuboltaleiki með sonum sínum gegnum árin en þetta er í fyrsta sinn sem þau mæta á úrslitaleik þar sem synir þeirra spila hvor með sínu liðinu. „Það verður skrýtin tilfinning fyrir okkur að halda með báðum liðunum,“ segir Auður. „Við vitum þó fyrir víst að annar kemur heim með gull og hinn silfur.“ Dagskrá dagsins fram að leik er ekkert sérstaklega skipulögð að sögn Jóns Kr. „Dagurinn er ekkert planaður að öðru leyti en að við ætlum öll að mæta tímanlega í Höllina. Við förum alla vega ekki í nein upphitunarpartí en við gætum þó skipt liði og mætt hvort hjá sínu liðinu ef út í það er farið.“ Skipta leikjum á milli sín Auður og Jón Kr. hafa verið mjög dugleg að elta synina út um allar trissur. „Við setjum oftast upp Excel-skjal fyrir veturinn til að vita hvert við eigum að mæta og skiptum þannig stuðningnum bróðurlega á milli þeirra,“ segir Auður. Strákarnir fóru allir í gegnum yngri lands- liðin og hafa þau því farið í ófáar ferðir víða um heim til að fylgjast með þeim. „Þessar ferðir hafa verið ómetanlegar því það er ótrúlega gaman og mikil forréttindi að fá að upplifa þennan þátt í lífi þeirra með þeim. Síðan hefur það verið mikill bónus að við hjónin höfum eignast frábæra vini í foreldrahópunum í þessum ferðum,“ bætir Jón Kr. við. Það skiptast á skin og skúrir í íþróttum og á það við um bræð- urna þrjá eins og allt íþróttafólk. Auður og Jón Kr. segja strákana alla hafa fengið að upplifa stóra sigra og meðbyr ásamt því að glíma við ýmiss konar mótlæti. „Stemningin á heimilinu hefur því óneitanlega sveiflast í takt við það sem gengur á hverju sinni hjá hverjum og einum og við erum orðin ansi sjóuð í þessum veltingi.“ Á leiknum sjálfum stefna þau á að koma sér vel fyrir á miðju hlutlausa svæðisins. „Við sleppum því að mæta í stuðningstreyjum og klöppum fyrir öllum skemmti- legum tilburðum. Það verður sennilega ekki mikið um hvatning- aróp frá okkur þennan daginn. Að leik loknum er alveg ljóst að við fögnum með vinningshafanum og drífum okkur síðan í að peppa silfurhafann,“ segir Jón Kr. Öfundar syni sína í dag Jón Kr. átti sjálfur langan og farsæl- an feril í körfuboltanum, bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann lék lengst af með liði Keflavíkur, þar sem hann ólst upp, og varð meðal annars þrefaldur Íslandsmeistari og tvöfaldur bikarmeistari með liðinu auk þess að vinna danska bikarinn 1990. Hann segir það einstaka tilfinningu að taka þátt í bikarúrslitaleik. „Allir þrír bikar- titlarnir eru jafn eftirminnilegir, bikarsigur með SISU í Danmörku 1990, sigur okkar Keflvíkinga gegn Snæfelli 1993 þar sem við unnum með rúmlega 30 stiga mun og sigur gegn erkifjendunum í Njarðvík 1994 þar sem sigur hafðist á loka- sekúndum. Það er fátt skemmti- legra en fá að taka þátt í bikarúr- slitaleik, enda segi ég drengjunum að ég öfundi þá í dag!“ n Skrýtin tilfinning að halda með báðum liðunum  Jón Kr. Gíslason og Auður Sigurðardóttir, lengst til hægri, ásamt sonum og tengdadóttur í Austurríki 2019. Það kom mér mikið á óvart að eftir stuttan tíma minnk- uðu bólgurnar mikið og verkirnir eiginlega hurfu. Pétur Björnsson Pétur segir að Protis Liðir hafi hentað honum frábærlega og gert honum kleift að fara aftur að hreyfa sig og hjóla, en áður voru allir „demparar“ farnir úr hnján- um. Hann fann mikinn mun á sér eftir fimm daga notkun og honum versnar fljótt ef hann sleppir því að taka Liði. MYND/AÐSEND Protis – nordic nutrition er íslenskt vörumerki sem sérhæfir sig í hágæða fæðu- bótarefnum. Formúlur Protis eru háþróaðar fyrir hámarksvirkni. Undirstaða vörunnar Protis Liðir er kraftur úr íslensku hafi. Lífsgæði Péturs Björnssonar gjör- breyttust eftir að hann byrjaði að taka Protis Liði. Protis Liðir er náttúrulegt fæðu- bótarefni sem unnið er úr kolla- gen-ríkum skrápi sæbjúgna með viðbættu vatnsrofnu þorskprótíni, fyrir viðhald vöðva og túrmeriki fyrir bólgueyðandi áhrif. Pétur er búsettur á Sauðárkróki og starfar sem kerfisstjóri hjá tölvufyrirtækinu Fjölneti, sem hann á og rekur. Pétur hefur alla tíð stundað íþróttir enda segist hann vera keppnismaður. Ástæða þess að hann byrjaði að taka inn Protis Liði var ónýt hné. Áhrifin komu á óvart „Ætli ég hafi ekki byrjað að taka Protis Liði vegna verkja í hné. Það var fyrir um það bil sex árum. Annað hnéð er brjósklaust og klippa þurfti til liðþófa. Ég hef farið í tvær aðgerðir vegna þess. Þá hef ég einnig farið í aðgerð út af hinu hnénu. Þar hafa liðþófar einnig verið klipptir auk þess sem sprunga er í brjóski. Þegar ég reyndi að hreyfa mig urðu hnén stokkbólgin, líkt og handbolti að stærð. Þessu fylgdu miklir verkir, til dæmis þegar ég gekk upp tröppur. Mér fannst líka erfitt að sitja lengi í bíl eða flugvél. Það var virkilega erfitt fyrir mig að keyra frá Sauðárkróki til Reykjavíkur,“ útskýrir Pétur. „Ég hafði ekki mikla trú á Protis Liðum í upphafi, en ákvað að prófa að taka inn fjórar töflur á dag með Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum Sæbjúgu eru gjarnan kölluð „ginseng hafsins“ en þau innihalda lífvirka efnið sapónín sem er í Protis Liðum. morgunmatnum. Um sama leyti hætti ég að gleypa Voltaren rapid, sem er bólgueyðandi lyf og fer ekki vel í maga. Það kom mér mikið á óvart að eftir stuttan tíma minnk- uðu bólgurnar mikið og verkirnir eiginlega hurfu. Ég veit svo sem ekkert hvernig ég á að útskýra þetta, en það er eins og eitthvað læknist í hnénu með Protis Liðum. Ég gat allt í einu skokkað smá- vegis og hreyft mig. Áður voru allir „demparar“ farnir úr hnjánum,“ segir hann. Fór að geta hjólað Pétur er kyrrsetumaður þar sem hann starfar við tölvur og finnst því mikilvægt að hreyfa sig. „Ég hjóla mikið. Það gat ég illa gert fyrir sex árum. Það var í rauninni alveg magnað að strax á fimmta degi eftir að ég byrjaði á Liðum var ég farinn að finna mikinn mun á mér. Sömuleiðis versnaði mér fljótt þegar ég sleppti að taka inn Liði og fékk aftur vonda verki. Protis Liðir hafa hentað mér frábærlega og ég er ekkert að liggja á skoðunum mínum um að þetta gerir mér mjög gott. Ef ég myndi hætta alveg að taka Liði væri ekkert annað í stöðunni en að fara í hnjáliða- skipti. Á meðan þetta er í lagi er ég ekkert að hugsa um slíkt.“ Þegar Pétur er spurður hvort hann viti um ástæðu þess að hnén gáfu sig, svarar hann: „Ég slasaðist fyrir rúmum 28 árum þegar ég var að hlaupa utanvegar í Noregi þar sem ég var í námi. Steig illa niður og reif liðþófa, átti síðan að fara í aðgerð sem aldrei varð úr, þannig að fóturinn varð alltaf verri og verri. Ég fór að setja allan þungann á hinn fótinn og skemmdi hann líka. Það má segja að þetta séu týpísk íþróttameiðsli. Ég hljóp mikið á þessum árum og tók þátt í hinum og þessum íþróttum. Þegar maður er vanur að hreyfa sig kemur upp eirðarleysi og pirringur ef það er ekki hægt af einhverjum orsökum. Ég hef reynt ýmislegt en á mjög erfitt með hlaup. Ég hef hins vegar fundið mig á reiðhjólinu enda gerir það mér gott að hjóla. Það er frábært að hjóla hér um sveitirnar, lítil umferð og fátt sem truflar,“ segir Pétur. „Ég fer því út að hjóla á hverjum degi.“ Ginseng hafsins Skrápur sæbjúgna inniheldur lífvirka efnið kondroitín súlfat. Skrápur sæbjúgna inniheldur einn- ig hátt hlutfall af sinki, joði og járni og eru sæbjúgu gjarnan kölluð „ginseng hafsins“ en þau innihalda lífvirka efnið sapónín. Kollagenið sem unnið er úr sæbjúgum inni- heldur hátt hlutfall af mikilvægum amínósýrum, sérstaklega tryp- tófan, auk mangans og nauðsyn- legra vítamína fyrir heilbrigð bein, brjósk og liðvökva. n Verslaðu á protis.is eða í öllum helstu stórvörumörkuðum og apótekum. 4 kynningarblað A L LT 14. janúar 2023 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.