Fréttablaðið - 14.01.2023, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 14.01.2023, Blaðsíða 56
Tesla Model S er einnig valinn bestur í flokki lúxusbifreiða. Suzuki er einnig í sam- starfi við kanadíska fyrirtækið InMotive um hönnun á tveggja þrepa skiptingu fyrir rafbíla. njall@frettabladid.is Suzuki frumsýndi á Auto Expo-sýn- ingunni á Indlandi í vikunni fimm dyra útgáfu Jimny-jeppans. Þrátt fyrir að slíkur bíll myndi eflaust selj- ast hér eins og heitar lummur eru engar líkur á að hann komi hingað vegna evrópskra mengunarstaðla. Fimm dyra Jimny verður fram- leiddur á Indlandi með 1,5 lítra bensínvél sem skilar 104 hestöflum og kemur með annað hvort fimm gíra beinskiptingu eða fjögurra þrepa sjálfskiptingu. Bíllinn er 250 mm lengri en þriggja dyra útfærslan en hæð og breidd er sú sama. Munurinn liggur í lengra hjólhafi sem er 340 mm lengra en í minni bílnum. Bíllinn verður aðeins seldur á Indlandi, í Afríku og Suður-Ameríku. n Suzuki kynnir fimm dyra Jimny EuroNCAP er sjálfstæð stofnun sem sér um að örygg- isprófa alla nýja bíla á Evrópu- markaði, meðal annars með árekstrarprófunum. Um miðja vikuna tilkynnti stofnunin um öruggustu bílana í hverj- um flokki á síðasta ári. Athygli vakti góður árangur Tesla þar sem Model S og Model Y hlutu báðir verðlaun. njall@frettabladid.is Eftir að hafa hlotið fimm stjörnu öryggiseinkunn í september, hefur Model Y verið valinn bestur í flokki smærri jepplinga hjá EuroNCAP. Model S hlaut einnig fimm stjörnu öryggiseinkunn í nóvember og fær verðlaunin bestur í flokki lúxusbif- reiða sem og hreinna rafbíla. Að sögn Tesla er þessi árangur og verðlaun afrakstur tvíhliða nálgunar Tesla í öryggishönnun, sem þróar passíf og virk öryggiskerfi samhliða hvort öðru, og býr til heildstætt kerfi sem snýr að því að draga úr áhrifum slysa ásamt því að fyrirbyggja þau. Aðrir vinningshafar voru Hyun- dai Ioniq 6 í flokki stærri fjölskyldu- bíla og ORA Funky Cat í f lokki smá- bíla. Hyundai Ioniq 6 fékk mjög góða einkunn fyrir öryggi fullorð- inna í bílnum eða 97%. Árið 2022 var innkoma margra nýrra raf bíla frá Kína til Evrópu og þar stóðu flestir sig vel, en sýnu best þó ORA Funky Cat sem er mjög vel búinn öryggisbúnaði. n EuroNCAP tilkynnir um öruggustu bílana 2022 njall@frettabladid.is Það var Tesla Model Y sem seldist mest allra bíla á síðasta ári og skák- aði þar tveimur vinsælum bílum Toyota sem oft hafa verið sölu- hæstir, RAV4 og Land Cruiser 150. Tesla Model Y var seldur í 1.026 ein- tökum sem er talsvert yfir næsta bíl, sem var Toyota RAV4 sem seldist í 817 eintökum. Toyota var mest selda merkið enda eru þrír bílar frá fram- leiðandanum á topp tíu listanum. Athygli vekur að næsti 100% raf- bíll er Polestar 2 sem varð áttundi en allir bílarnir á undan honum eru búnir brunahreyflum. Þriðji hreini raf bíllinn er Kia EV6 í tíunda sæti, Hyundai Ioniq 5 í því þrettánda og svo Skoda Enyaq sem varð fjórtándi. Hér má sjá tíu vinsælustu bílana á Íslandi 2002. n Tesla Model Y mest seldi bíllinn 2022 njall@frettabladid.is Suzuki hefur frumsýnt rafdrifinn tilraunabíl sem gefur okkur innsýn í hvernig fyrsti raf bíll Suzuki mun líta út þegar hann kemur á markað. Bíllinn var frumsýndur á Auto Expo-bílasýningunni í Delí í Ind- landi og kallast einfaldlega Suzuki eVX. Að sögn Suzuki er hér á ferð- inni bíll þar sem blandað er saman því besta úr heimi rafbíla og þekk- ingu Suzuki á fjórhjóladrifsbílum. Að sögn Suzuki er bíllinn með 60 kWst raf hlöðu sem gefur honum 550 km drægi samkvæmt indverska MIDC-staðlinum. Stærð bílsins er nánast á pari við Suzuki S-Cross og mun því bíllinn keppa við MG ZS EV og Kia Niro EV til að mynda. Búast má við samstarfi Suzuki við Toyota í þessum bíl miðað við nýlegar yfirlýsingar framleiðend- anna. Suzuki er einnig í samstarfi við kanadíska fyrirtækið InMotive um hönnun tveggja þrepa skipt- ingar fyrir raf bíla sem hugsanlega gæti fyrst komið í þessum bíl. Slík skipting gæti bætt drægi bílsins um 15%. n Fyrsti rafbíll Suzuki kemur 2025 Hyundai Ioniq 6 í hliðarárekstrarprófinu en hann stóð sig vel í öryggi fullorðinna. Tesla Model Y ásamt Model S stóðu sig best í öryggisbúnaði með 98% einkunn. myndir/EUrOnCAP Tesla Model Y kom sá og sigraði sem söluhæsti bíllinn árið 2022. mynd/TryGGVi ÞOrmÓÐSSOn Ekki er vitað á hvaða undir- vagni bíllinn mun koma en rafhlaðan í eVX er 60 kWst. mynd/EPA Fimm dyra útgáfan er með 340 mm lengra hjólhafi og farangurs- rými sem er 123 lítrum stærra. mynd/SUzUki Gerð: Sölutala: Markaðs- hlutdeild í %: 1. Tesla Model Y 1.026 6,1 2. Toyota RAV4 817 4,9 3. Toyota Land Cruiser 764 4,6 4. MMC Eclipse Cross 750 4,5 5. Dacia Duster 722 4,3 6. Kia Sportage 522 3,1 7. Hyundai Tucson 467 2,8 8. Polestar 2 462 2,8 9. Toyota Yaris 431 2,6 10. Kia EV6 299 1,8 njall@frettabladid.is Tesla lækkaði verð á bílum á fimmtudag á heimsvísu og sam- kvæmt fréttamiðl- inum Automotive News er lækkunin frá 6 prósentum fyrir ódýrustu gerð Model 3 upp í 20 prósent fyrir Model Y. Í Bandaríkjunum lækkaði verð á Model Y í Long Range-útgáfu í 52.990 dollara eða um 13.000 dollara sem er umtalsverð lækk- un. Ástæðan fyrir þessari miklu lækkun á Model Y virðist vera sú að þá fer bíllinn undir 55.000 doll- ara markið sem sett er fyrir skatta- afslátt í Bandaríkjunum. Tesla tekur 1.390 dollara fyrir f lutning og 250 dollara pöntunargjald svo að með þessi gjöld inni í verðinu er bíllinn enn undir 55.000 dollara markinu. Tesla afhenti 1.310.000 bíla árið 2022 á heimsvísu sem er undir þeim 50 prósenta vexti sem fram- leið a nd i n n va r búinn að setja sér. Það hafði áhrif til lækk- unar á hlutabréfum í Tesla. Elon Musk lét hafa eftir sér í desember að hækkandi vextir í Bandaríkj- unum myndu líklega hafa þau áhrif að Tesla myndi lækka verð bíla sinna, til að framleiðandinn myndi ná vaxtarviðmiðum sínum. Áhugavert verður að sjá hvaða áhrif þessi lækkun hefur á verð annarra framleiðenda sem hafa verið að narta í hælana á framleiðsluforskoti Tesla að undanförnu. n Tesla lækkar verð á bílum sínum um allt að 20 prósent á heimsvísu 14. janúar 2023 Laugardagur28 Bílar FréTTAblAðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.