Fréttablaðið - 14.01.2023, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 14.01.2023, Blaðsíða 58
odduraevar@frettabladid.is Tertulia, tónlistarveisla fyrir bragð- laukana, fer fram á veitingastaðnum Brút í dag, laugardaginn 14. janúar. Tertulia kemur alla leið frá New York og er nokkurs konar matar- upplifun þar sem tónlistin er í for- grunni. „Mér vitandi hefur þetta aldrei verið gert áður á Íslandi, að blanda saman kammertónlist og matarupp- lifun á þennan hátt. Áhuginn fyrir viðburðinum er mikill en það eru bara örfáir miðar eftir,“ segir Ólafur Örn Ólafsson, veitingamaður á Brút. Boðið verður upp á þriggja rétta veislu ásamt fordrykk en auk þess er hægt að fá vínpörun með. Á milli rétta leika margir af flinkustu hljóðfæraleikurum samtímans fjöl- breytta kammertónlist eftir tón- skáld víða að úr heiminum, meðal annars Ludwig Van Beethoven, Erwin Schulhoff og Isidora Žebeljan, svo eitthvað sé nefnt. Ólafur segir tónlist og matargerð eiga margt sameiginlegt. „Tónlist og matur eru náskyld fyrirbæri sem spretta bæði upp frá sömu stöðvum í heilanum. Þetta eru listir sem eru til þess gerðar að skapa sérstaka upplifun. Tónverkin og réttirnir eru sett saman á matseðil kvölds- ins og mynda vonandi góða heild í kvöld.“ n  Áður óséð Tertulia á Brút Ólafur Örn Ólafsson, Ragnar Eiríksson og Bragi Skafta- son veitinga- menn á Brút. Fréttablaðið/ anton brink Svo vot voru þau tár Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var með tár á hvarmi yfir stuðningi Íslendinga í stúkunni þegar Ísland sigraði Portúgal á dögunum á HM í handbolta. Guðmundur varð ekki sá fyrsti og ekki sá síðasti til að fella tár á opinberum vettvangi. Fréttablaðið rifjar upp eftirminnilegustu tárin í sögu landsins. odduraevar@frettabladid.is Tár Dorritar á forsíðu DV Dorrit Moussaieff birtist Íslendingum í fyrsta sinn á mynd árið 1999 í DV. Þar má sjá hana fella tár og hlúa að Ólafi Ragnari Grímssyni, þáverandi forseta Íslands, eftir að hann féll af hestbaki í Landsveit þar sem hann axlarbrotnaði. Síðan hefur Dorrit stimplað sig rækilega inn og á meðal ann- ars hina víðfrægu setningu „Ísland er stórasta land í heimi“ en þar fagnaði hún einmitt árangri íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum 2008. Eiður Smári hélt að hann væri að kveðja Einn besti fótboltamaður Íslands, Eiður Smári Guð- johnsen, brotnaði saman í viðtali við Ríkisútvarpið þegar Ísland laut í lægra haldi gegn Króatíu í umspili fyrir HM 2014. Tilfinningarnar báru kappann ofurliði þegar hann var spurður út í framhaldið og hann brast í grát, enda hélt hann að ferli sínum væri lokið. Eiður hélt þó áfram og tók þátt í EM-ævintýrinu 2016. Inga Sæland í leiðtogaumræðum Formaður Flokks fólksins, Inga Sæland, réð ekki við eigin tilfinningar í leiðtogaumræð- um í Ríkisútvarpinu kvöldið fyrir alþingiskosningar 2017 og felldi tár þar sem hún ræddi aðstæður öryrkja, eldra fólks og barna á Íslandi. Árið áður hafði Flokkur fólksins ekki náð inn manni í kosningum en tárin tryggðu flokknum gott gengi árið 2017, 6,9 prósenta fylgi og fjóra menn á þing. Vanda grét í Katar yfir treyjumálinu Vanda Sigurgeirsdóttir réð ekki við tilfinningarnar þegar hún var spurð út í gagnrýni á hendur KSÍ eftir að Aron Einar Gunnarsson fékk treyju í tilefni af hundrað- asta landsleiknum á meðan leik- menn kvennalandsliðsins höfðu aldrei séð nokkuð slíkt. Sölvi ræddi kjaftasögur um ofbeldi Sölvi Tryggvason fékk lögmann- inn sinn Sögu Ýr Jónsdóttur í hlaðvarpsþáttinn sinn í maí 2021 til að ræða orðróm sem hávær var á þeim tíma um að hann hefði beitt vændis konu ofbeldi. Síðar staðfesti lögregla að málið tengdist fjölmiðla- manninum ekki. Sölvi ræddi málið á einlægum nótum og réð ekki við tilfinningarnar. Ingólfur Bjarni grét í Úkraínu Fréttamaðurinn Ingólfur Bjarni Sigfússon var á allra vörum þar sem hann var staddur í Úkraínu eftir að Rússar hófu innrás sína í febrúar í fyrra. Hann réð ekki við tilfinningar sínar þegar hann lýsti því hvernig eldri kona hefði sent honum sigurmerki í Kænugarði. Fréttamaðurinn varð á endanum að flýja Úkraínu og yfir til Póllands. Simmi Vill grét vegna Sölva Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson eða Simmi Vill er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum. Það gerði hann ekki heldur í maí 2021 þegar hann tók sjálfan sig hágrátandi upp á Instagram þar sem hann horfði á viðtal grátandi Sölva Tryggvasonar við lögmann sinn. Hann spurði þeirrar fleygu spurningar: „Hvað er að okkur?“ Yngri flokkar í handbolta! GENERATION HANDBALL DANMÖRK 31. JÚLÍ – 5. ÁGÚST 2023 Skráning og upplýsingar: sport@visitor.is HAMRABORG 20 - SÍMI 578 9888 14. janúar 2023 Laugardagur30 Lífið FréTTaBlaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.