Tímarit rafvirkja - 01.10.1951, Side 4

Tímarit rafvirkja - 01.10.1951, Side 4
AVARPSORÐ fró fyrsta formanni félagsins Fimtudaginn 20. maí 1926 var kallað saman til fundar meðal starfandi rafvirkjasveina og nema í húsi K. F. U. M. í Reykjavík, til að undribúa stofnun fagfélags. Aður höfðu nokkrir, er mestan áhuga höfðu, talast við á ýmsum stöðum er tæki- færi gáfust. Einhugur virtist ríkja meðal fundar- manna, er hlustuðu með athygli á ræðumenn, er höfðu búið sig undir að beita málfimi sinni. Má þar nefna: Jón Guðmundsson, Ogmund Sig- urðsson, Jónas Guðmundsson, Hafliða Gíslason, Einar Bachmann o. fl. Á nefndum fundi voru kosnir menn til að undir- búa næsta fund. Föstudaginn 4. júní s. á. var síðan settur og haldinn hinn skráði stofnfundur Rafmagnsvirkja- félags Reykjavíkur er síðar hlaut nafnið Raf- virkjafélag Reykjavíkur eða R. V. R. Á þessum fundi, sem hinum fyrri, kom berlega fram eldmóð- ur þó með framsýni, sömu og fleiri ræðumanna, einnig þeirra er aðeins sögðu fá orð. Nú hófst húsnæðishrakstímabil er stóð nær 3 ár og háði nokkuð framförum í félagsmálum. Al- mennir fundir voru haldnir með tveggja eða þriggja mánaða millibili en stjórnar og nefnda- fundir oft viku eða hálfsmánaðarlega. Allvel var því starfað að félagsmálum og meira en flestir félagar höfðu hugmynd um fyrr en síðar. Annar fundur félagsins var haldinn að Hótel Heklu, þriðji að Hótel ísland, fjórði í Iðnskóla- húsinu svo í Varðarhúsinu o. s. frv. Á árinu 1930 var tekið, í eitt ár, á leigu her- bergi í húsi Eimskipafélags íslands. Þar voru haldnir félags- og stjórnarfundir, einnig (var þar haldið) fyrirlestranámskeið í rafmagnsfræði er fé- lagið gekkst fyrir. Kennarar voru færustu raf- magnsverkfræðingar er völ var á. Sýndu þeir sér- staka velvild og tóku lítið fyrir kennsluna. í byrjun ársins 1927 var stofnað félag Rafvirkja- meistara í Reykjavík og nokkru síðar gjörðir kaup og kjarasamningar milli rafvirkjameistara og rafvirkja. Við þá samninga var einn af samningamönnum fyrir hönd R. V. R. Jónas Guðmundsson, síðar rafvirkjameistari. Kom hann þar fram með svo mikili djörfung og festu að báðir aðilar töldu honum mest hve hagkvæmir samningar tókust fyrir R. V. R. Á fyrstu fjórum—fimm árum Rafvirkjafélagsins var mikið gjört til að skapa glögg náms og rétt- indaskilyrði fyrir fagmenn, bæði hvað viðvék námi og próftöku. Auðvitað hafa breyttir tímar og viðhorf skapað breyttar reglur og kröfur en mikið af því, er á þeim tíma var samþykkt, stend- ur enn. Hjá okkur, stofnendunum eru fyrstu starfsár R. V.R. í minningaljóma um yfirstigna erfiðleika og unna félags- og stéttarsigra, sem við vonum að Félag íslenzkra Rafvirkja njóti góðs af og auki og bæti. í sept. 1951. Hallgrímur Bachmann 2 TÍMARIT RAFVIRKJA

x

Tímarit rafvirkja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit rafvirkja
https://timarit.is/publication/1766

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.