Tímarit rafvirkja - 01.10.1951, Side 5
Aldarfjórðungs starf
Á þessu ári eru liðin 25 ár síðan íslenzkir raf-
virkjar bundust samtökum og stofnuðu með sér
stéttarfélag það er nú ber nafnið Félag íslenzkra
rafvirkja. Enda þótt 25 ár séu ekki hár aldur,
hefur starfsemi þessa félags og þeirra einstakl-
inga er undir merki þess hafa skipað sér, verið
svo nátengd framsókn hinnar íslenzku þjóðar síð-
asta aldarfjórðung, í menningarlegu og atvinnu-
legu tilliti, að rétt og skylt er að minnast þessara
tímamóta að nokkru.
Hér verður þó aðeins stiklað á stóru. Veldur
þar hvcrutveggja, að ef rekja ætti ýtarlega starf-
semi félagsins á liðnum aldarfjórðungi, útheimti
slíkt stórum meira rúm en hér er til umráða, svo
og hitt, að aðeins lítill hluti hins raunverulega
starfs kemur fram í þeim heimildum sem við er
að styðjast, þ. e. gjörðabókum félagsins frá liðn-
um árum.
Undirbúningur og stofnun.
Um aðdraganda og stofnun félagsins má lesa
annarsstaðar í þessu riti, verður því hér hlaupið
fljótt yfir sögu.
Þann 20. maí 1926 komu nokkrir rafvirkjar
saman til fundar í húsi K. F. U. M., „til þess að
ræða stofnun félags meðal rafmagnsvirkja“, eins
og að orði var komist í fyrstu gjörðabók félags-
ins. Hallgrímur Bachmann stjórnaði þessum fundi,
en málshefjandi var Jón Guðmundsson. Lýsti
hann hugmynd fundarboðenda um félagsstofnun-
ina, og urðu síðan um það allmiklar umræður.
Undirtektir fundarmanna voru góðar, og var að
lokum samþykkt í einu hljóði, að kjósa 5 manna
nefnd til þess að undirbúa félagsstofnunina, semja
lög o. þ. h. í nefndina voru kjörnir: Ögmundur
Sigurðsson, Jónas Guðmundsson, Sæmundur Run-
ólfsson, Jón Guðmundsson og Hallgrímur Bach-
mann. Síðar var tveim mönnum bætt í nefndina,
þeim Einari Bachmann og Guðmundi Þorsteins-
syni.
Stofnfundurinn var svo 4. júní sama ár. Var
þar gengið formlega frá stofnun félagsins, því sett
lög og kosin stjórn. (Á öðrum stað í ritinu er
skrá yfir allar stjórnir félagsins, og er því sleppt
hér upptalningu á fyrstu stjórninni.) Félagið hlaut
nafnið Rafmagnsvirkjafélag Reykjavíkur, er síðar
breyttist í Rafvirkjafélag Reykjavíkur og enn síð-
ar í Félag íslenzkra rafvirkja. Mun nánar vikið
að því síðar.
Tilgangur og markmið.
Tilgangurinn með félagsstofnunni er markaður
á stofnfundi þannig:
„1. að rafmagnsvirkjun verði viðurkennd sem
iðngrein.
2. Koma föstu formi á námstilhögunina og
námið bætt.
3. Afla meðlimunum lífvænlegra kjara.“
Hallgrímur Bachmann:
Hefur átt sæti í stjórn félags-
ins í 7 ár. Formaður 1926,
1927, 1930, 1931 og 1932.
Gjaldkeri 1933 og 1934.
Guðmundur Þorsteinsson:
Ritari 1926, 1927 og 1931.
Varaformaður 1938.
Dáinn 2. marz 1948.
TÍMARIT RAFVIRKJA 3