Tímarit rafvirkja - 01.10.1951, Side 9
Kári Þórðarson:
Formaður 1935, 1936, 1937
og 1940. Varformaður 1934.
þær tvær tillögur, er hér fara á eftir, samþykktar
i einu hljóði:
.1 „Fundurinn samþykkir að fresta samninga-
gerð um óákveðinn tíma“.
II. „Þar sem útilokað er með bráðabirgðalög-
um, að frjálsir samningar geti tekist um
bætt kjör, en hinsvegar brýn þörf fyrir auk-
inn vinnukraft í iðninni, skorar Rafvirkja-
félagið á meðlimi sína, að hefja vinnu fyrir
það kaup sem bezt býðst“.
Var síðari tillagan birt í útvarpi og blöðum, sem
áskorun til félagsmanna um að hefja vinnu á ný.
Þar með var þessari löngu og þýðingarmiklu
deilu — lengstu deilu er rafvirkjastéttin hefur
háð, formlega lokið. Naumast er það þó sannleik-
anum samkvæmt. Réttara væri að segja að skipt
hafi verið um bardagaaðferð. Með þeirri ákvörð-
un félagsins að vinna samningslaust, en hver og
einn réði sig fyrir beztu kjör, var meira fólgið
en ýmsum kann að virðast í fljótu bragði. Með
þeirri ákvörðun var raunverulega stígið fyrsta
jákvæða skrefið í baráttunni fyrir endurheimt
samningsréttarins, — afnámi hins lögþvingaða
gerðardóms, — fyrsta skrefið í þeirri baráttu
er síðar hlaut viðurnefnið „skæruhernaðurinn
1942“. Prentarar viðurkenndu aldrei gerðardóm-
inn, en framlengdu samninga óbreytta. Þegar
líða tók á árið bættust stöðugt fleiri félög í
þann hóp, er tók upp baráttu fyrir afnámi
gerðardómsins. Sóknarþungi verkalýðshreyfingar-
innar óx stöðugt, og um haustið hafði verklýður-
inn að fullu brotið af sér fjötra gerðardómslag-
anna.
Eftir að samningsfrelsið var endurheimt er farið
að ræða um hvort gera eigi nýja samninga við
F. L. R. R., af því varð þó ekki, en hinsvegar var
horfið að því ráði að setja ,,taxta“. Kom hann
til framkvæmda á árinu 1943, og var þá ákveðinn
kr. 2.50 í grunn á klst. Á það greiðist dýrtíðar-
vísitala að viðbættu 50%. Þessi háttur hélst næstu
ár. „Taxtinn“ var framlengdur, en grunnkaup
hækkað til samræmis við hækkanir hjá öðrum
félögum.
Gengið í A. S. I. — Nafni félagsins breytt.
Fram til þessa hafði R. V. R. verið utan Al-
þýðusambandsins. Þó hafði á fundi í nóvember
1937 verið samþykkt að óska upptöku í sam-
bandið, en af einhverjum ástæðum hafði þeirri
upptökubeiðni ekki verið sinnt. Á félagsfundi 18.
apríl 1942 er enn á ný samþykkt að sækja um
upptöku í A. S. í. og er þá félaginu veitt upptaka
í sambandið.
Á félagsfundum sem haldnir voru á árinu 1942,
er mikið rætt um að breyta skipulagi og starfs-
háttum félagsins. Miklar breytingar urðu á at-
vinnuháttum þessarar stéttar, sem og annara, á
þessu tímabili. Ymsir þeirra er verið höfðu leið-
togar hagsmunabaráttunnar í gerðardómsdeilunni
og árin næstu á undan, höfðu ýmist gerst atvinnu-
rekendur í bókstaflegri merkingu, eða meðeig-
endur í atvinnufyrirtækjum. Hafði þessi þróun
miður hollar afleiðingar í för með sér fyrir félags-
heildina. Að vísu má segja að þetta fyrirbrigði
sé ekki áður óþekkt í rafvirkjastétt, því að af
þessum sökum hefur stéttin átt við mikla félags-
lega örðugleika að etja bæði fyrr og síðar. Fram
að þessu hafði félagið eingöngu verið sveinafé-
lag (þó nemendur væru að vísu teknir inn sem
aukafélagar) og starfssvæði þess í Reykjavík. En
nú koma fram ýmsar raddir um breytingar í þessu
efni. Aðallega virðast þó tvö sjónarmið hafa verið
uppi. Annarsvegar að meistarar geti verið í fé-
laginu og verði þá eitt félag í iðninni, hinsvegar
að félagið verði áfram eingöngu launþegafélag,
en starfssvæði þess verði allt landið. Þeir sem
Sigurður Magnússon:
Varaformaður 1941. Aðstoðar-
gjaldkeri 1933, 1935, 1938
og 1942. Dáinn 13. okt. 1943.
TÍMARIT RAFVIRKJA 7