Tímarit rafvirkja - 01.10.1951, Page 12

Tímarit rafvirkja - 01.10.1951, Page 12
Finnur B. Kristjánsson: Varaformaður 1945. Gjaldkeri 1942. Aðstoðargjaldkeri 1943 og 1945. F. í. R. bannaði meðlimum sínum að vinna eftir 1. marz, þar sem þá voru engir samningar í gildi. Var þetta öðru sinni sem F. L. R. R. setti raun- verulegt verkbann á meðlimi F. I. R. — Sátta- semjari tók nú deiluna í sínar hendur og voru sáttafundir nótt og dag. Gekk svo fram til 8. marz. Engin vinna var framkvæmd af sveinum, hins- vegar reyndu meistarar að láta nemendur sína vinna. Var það framferði kært til Rafmagnsveit- unnar. Að kvöldi 8. marz boðaði sáttasemjari fund með deiluaðilum, stóð hann lengi nætur. Lauk honum svo að aðilar urðu ásáttir um samninga, sem þeir lofuðu að mæla með í félögum sínum. Féllu meistarar þar frá flestum kröfum sínum, nema forgangsrétt meðlima F. L. R. R. til sveina Hinsvegar kom samninganefnd F. í. R. í samninga enn skýrari ákvæðum um styttingu vinnuvikunn- ar, en um það hafði verið nokkur ágreiningur, hvernig skilja bæri. — Þá gaf samninganefnd F. L. R. R. yfirlýsingu um að láta nemendur ekki vinna í verkföllum. Á fundi í F. í. R. þann 9. marz var samningur- inn samþykktur og meðlimum félagsins leyft að hefja vinnu á ný. Lauk þar þessari athyglisverðu deilu. Meðlimir F. í. R. sýndu í henni mikla sam- heldni frá upphafi, og má þakka því hve vel tókst, því að óneitanlega hafði vígstaða atvinnurekenda batnað nokkuð vegna minnkandi atvinnu hjá með- limum F. í. R. Deilan var lærdómsrík fyrir F. I. R. Hún kenndi félagsmönnum, að þeir yrðu að vera við því búnir, að árásir yrðu gerðar á þau lífskjör er þeir höfðu aflað sér. Enda varð ekki langt að bíða næsta áhlaups. Árið 1949 varð þó friðsamt í þessum efnum Samkomulag varð um að hækka grunnkaupið í kr. 4.00 á klst., án uppsagnar, til samræmis við hækkanir sem orðið höfðu hjá öðrum verkalýðs- félögum. Enn vegið í sama knérun. I ársbyrjun 1950 leggur ríkisstjórnin fyrir al- þingi frv. til laga um gengisskráningu o. fl. Er þar gert ráð fyrir að gengi ísl. krónu verði fellt um 42.6%, þ. e. að erlendur gjaldeyrir verði hækkaður um 74.3%. Verkalýðshreyfingin, undir forystu A. S. I. mótmælti einhuga þessu gerræði. Alþýðusambandið kallar saman ráðstefnu í marz- mánuði til þess að ræða dýrtíðarmálin, sem nú valda launþegum sívaxandi áhyggjum. Sömu dag- ana og ráðstefnan setur á rökstólum, samþykkja stjórnarflokkarnir á alþingi gengisfellinguna, og hafa að engu mótmæli verklýðshreyfingarinnar. Þegar eftir gildistöku gengisskráningarlaganna, hvatti A. S. I. verkalýðsfélögin til þess að hafa lausa samninga sína. F. í. R. var eitt þeirra félaga sem sagði upp samningum með það fyrir augum að stytta upp- sagnarfrestinn. Gekk það fyrir sig hávaðalaust, og voru samningar framlengdir til eins mánaðar í senn. Eitt helzta áróðursatriði formælenda gengislækkunarinnar var það að launþegarnir fengju að fullu bætta þá dýrtíðaraukningu, sem af gengisfellingunni hlytist, með því að þeir skyldu fá greidda vísitöluuppbót á mánaðarfresti, í samræmi við aukna dýrtíð, til ársloka 1950, en síðan einu sinni að liðnum sex mánuðum. Þegar kom fram á árið 1950, kom í ljós að ríkisstjórn- in hafði „misst trú“ á þessu uppáhaldsáróðurs- vopni sínu, því þegar júlívísitalan skyldi reiknuð út, kom í ljós að ríkisstjórnin hugðist stórfalsa hana, launþegum í óhag. Þegar ríkisstjórninni varð ljóst, að til þess að koma þessu í fram- kvæmd, varð að þverbrjóta eitt veigamesta Hannes jónsson: Formaður 1945. Ritari 1944. 10 TÍMARIT RAFVIRKJA

x

Tímarit rafvirkja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit rafvirkja
https://timarit.is/publication/1766

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.