Tímarit rafvirkja - 01.10.1951, Qupperneq 13
Hjalti Þorvarðarson:
Formaður 1946. Gjaldkeri
1943, 1944 og 1945.
„princip" gengislaganna, gaf hún út bráðabirgða-
lög til þess að löghelga verknaðinn.
Alþýðusambandið og verklýðsfélögin mótmæltu
harðlega þessum aðförum, og A. S. í. hvatti sam-
bandsfélögin til að undirstrika mótmælin með
því að segja upp samningum.
Um 40 félög urðu við þessum tilmælum sam-
bandsins, þar á meðal F. I. R. Þegar ríkisstjórnin
sá, að verklýðshreyfingin ætlaði ekki að una þess-
ari ögrun, sá hún sitt óvænna og gaf út ný bráða-
birgðalög, þar sem hún nam hin fyrri úr gildi.
Þar með var tilgangi uppsagnanna náð, og sam-
bandsstjórn skoraði á félögin að framlengja samn-
inga að nýju. Urðu félögin við því.
Þegar að því kom að framlengja samninga
F. I. R. við atvinnurekendur, neituðu þeir með
öllu að framlengja samningana, nema því aðeins
að á þeim yrðu gerðar veigamiklar breytingar.
Þar á meðal kröfðust þeir þess að kaup yrði
lækkað um 12.5% og helztu hlunnindi rafvirkja
afnumin.
Þessum ósvífnu kröfum var að sjálfsögðu vísað
á bug og voru samkomulagshorfur ekki góðar. —
Var ekki annað sýnt, en að ennþá einu sinni
kæmi til verkbanns af hendi atvinnurekenda.
Sáttasemjari tók deiluna í sínar hendur á síð-
asta degi, en engar horfur virtust á samkomulagi,
þar sem meistarar héldu fast við kröfur sínar, en
samninganefnd F. I. R. hafnaði þeim gjörsamlega.
Hafði félagið leitað aðstoðar A. S. í. og var fram-
kvæmdastjóri þess með í samningaumleitunum,
með atvinnurekendum voru lögfræðingar Vinnu-
veitendasambandsins.
Sáttafundur hófst kl. 2 e. h. í Alþýðuhúsinu;
stóð hann rösklega klukkutíma, án árangurs.
Gerði þá sáttasemjari hlé á viðræðum vegna
fundar í F. L. R. R. Um kvöldið kl. 8.30 hófst
fundur að nýju. Tilkynnti þá sáttasemjari, að
samninganefnd meistarafélagsins hefði á fundin-
um um daginn, verið falið að undirrita samninga
óbreytta. Kom því ekki til verkbanns að þessu
sinni. En félagar F. í. R. voru enn ríkari af
reynslu, enn fyrr.
Skammgóður vermir.
Sigur verklýðsins í vísitöludeilunni varð þó
skammgóður vermir fyrir launþeganna. Ríkis-
stjórnin var ekki af baki dottin í þeim ásetningi
sínum að svifta alþýðuna allri vörn gegn ört vax-
andi dýrtíð, sem var bein afleiðing af gengis-
fellingunni. Um áramótin 1950—51 samþykkti al-
þingi breytingu á gengislögunum, þar sem endi
skyldi bundinn á allar bætur fyrir launþega vegna
vaxandi dýrtíðar. — Þar með var sú fyrirætlun
ríkisvaldsins fullkomnuð, að svifta hið vinnandi
fólk með öllu lofuðum bótum vegna þeirrar dýr-
tíðaraukningar sem gengisfellingin hafði valdið.
Þetta síðasta tiltæki ríkisstjórnarinnar var hrein
stríðsyfirlýsing á hendur verklýðssamtökunum,
sem ekki var hægt annað en skilja og verða við.
Alþýðusambandið hvatti félögin til samnings-
uppsagnar og sameiginlegrar baráttu. Verður
undirbúningur og framkvæmd þeirrar baráttu
ekki rakin hér, svo eru þau mál öll mönnum enn
í fersku minni. Fyrir samheldni og einhug þeirra
félaga sem til deilu lögðu vannst sigur — sigur,
sem jafnframt er eina vörn vinnandi fólks í dag
gegn sívaxandi og skipulagðri dýrtíð valdahafanna.
Atökin í vor út af vísitölugreiðslunni, leiddi
glöggt í ljós nauðsyn þess, að iðnsveinafélögin
efli samtök sín og skapi með þeim möguleika til
sameiginlegra átaka iðnfélaganna, en séu ekki
í einu og öllu háð þeim heildarsamtökum er verða
til hverju sinni er leggja skal til átaka. Iðnsveina-
félögunum sem hlut áttu að vísitöludeilunni hef-
ur nokkuð verið legið á hálsi fyrir að gangast
Siguroddur Magnússon:
Formaður 1947 og 1948.
Varaformaður 1946.
TÍMARIT RAFVIRKJA T 1