Fréttablaðið - 20.01.2023, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.01.2023, Blaðsíða 1
| f r e t t a b l a d i d . i s | Frítt 2 0 2 3 HALLDÓR | | 10 PONDUS | | 16 Leikarahjón saman á sviðinu 1 4 . t ö L U b L A ð | 2 3 . á R g A N g U R | íþróttir | | 12 Fréttir | | 2 menning | | 17 LíFið | | 20 Ari er smár Mótmæla hernaði Rússa í Garðastræti Allt undir gegn meisturum Svía F ö S t U D A g U R 2 0 . j A N ú A R| M O L A R www.volkswagen.is Nýr rafmagnaður CARGO Eigum bíla lausa til afhendingar strax! 5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum Heklu að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd Leynd ríkir í kókaínmáli Dómsmálaráðherra segir nýj- ustu vendingar í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd sýna stjórnlaust kerfi. ser@frettabladid.is StjÓRNMáL Allir nítján umsækj- endurnir sem synjað var um alþjóð- lega vernd og sendir voru úr landi síðastliðið haust eru aftur komnir til landsins. Þetta staðfestir Jón Gunn- arsson dómsmálaráðherra. Jón segir þetta til marks um að verndarkerfið hér á landi sé stjórn- laust, en allir umræddir umsækj- endur hafi fengið fulla málsmeð- ferð hér á landi og notið löglærðs talsmanns, en hafi að lokum verið synjað um vernd. Upphaflega hafi átt að senda 35 úr landi með sömu flugvél. Aðeins hafi náðst að senda nítján þeirra á brott. Þeir séu nú allir komnir til baka og búnir að endur- nýja umsókn sína og „komnir á framfæri íslenskra skattgreiðenda,“ segir Jón. „Þetta er stjórnleysi,“ segir ráðherrann og bætir við: „Þetta er hringavitleysa. Við erum komin í ógöngur sem þjóð á þessu sviði.“ Jón segir vandann heimatilbúinn. „Rót hans er sú að löggjöf okkar er linari en landanna í kringum okkur. Og sú fiskisaga f lýgur víða sem ýtir undir að hingað koma hópar umsækjenda til að reyna fyrir sér í íslenska kerfinu,“ segir Jón sem ræðir við Fréttablaðið um ráð- herraferil sinn – og hvort og hvenær honum ljúki. Sjá Síðu 8 Allir umsækjendurnir eru komnir aftur til landsins Þetta er hringavitleysa. Við erum komin í ógöngur sem þjóð á þessu sviði. Jón Gunnarsson, dómsmála­ ráðherra Sakborningarnir í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar mættu í gær í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem aðalmeðferð í máli þeirra hófst. Þeir eru ákærðir fyrir innflutning á nær hundrað kílóum af kókaíni. Ekki er leyfilegt að fjalla um framburð þeirra fyrr en öllum skýrslutökum er lokið. Sjá Síðu 4 FréttabLaðið/ernir MAtvæLi „Ég trúi því að við gætum orðið matarkista Evrópu,“ segir Arnar Þór Skúlason, annar tveggja Íslendinga sem komu að rannsókn sem sýnir að Ísland getur séð 40 milljón manns fyrir próteini. Rannsókn fjallaði um spírúlínu, blágræna bakteríu sem Arnar segir stundum titlaða ofurfæðu. „Neytendur verða að vera spennt- ir og sækja í svona fæðu,“ segir Arnar Þór. Verkefnið er því að gera neyt- endur spennta fyrir blágrænum bakteríum á diska sína. Sjá Síðu 4 Grænar bakteríur fóðri Evrópubúa Arnar Þór Skúlason, matvælafræð­ ingur hjá HÍ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.