Fréttablaðið - 20.01.2023, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.01.2023, Blaðsíða 6
Það má vel vera að þetta verði hættulegt. Veiga Grétarsdóttir, kajakræðari og umhverfissinni kristinnhaukur@frettabladid.is orkumál Nærri 86 prósent af orku Íslands komu frá endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2021. Hækkaði hlutfallið um 2 prósent frá árinu áður og er langhæsta hlutfallið í Evrópu. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Eurostat, tölfræðistofnun Evrópusambandsins. Ísland hefur leitt listann frá því að Evrópusambandið tók fyrst saman tölur árið 2004, en aldrei með jafn miklum mun og nú. Í öðru sæti er Noregur með 74 prósent endurnýj- anlegrar orku, 11 prósentum minni en Ísland. Til samanburðar munaði aðeins hálfu prósenti á löndunum tveimur árið 2004 þegar Evrópu- sambandið tók fyrst saman tölur um endurnýjanlega orku. Það ár var hlutfall Íslands aðeins tæplega 59 prósent og hefur það því hækkað um tæplega 27 prósent á 17 árum. Hlutfall Evrópusambandsins hefur á sama tíma hækkað úr tæp- lega 10 prósentum í 22. Þrátt fyrir að hlutfall endurnýjan- legra orkugjafa hafi hækkað mikið á undanförnum árum eru þeir aðeins í meirihluta í þremur löndum. Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Stórþjóðir á borð við Þýskaland, Frakkland, Ítalíu og Spán eru allar undir Evrópumeðal- talinu. Á botninum eru Lúxemborg, Írland, Holland og Malta með 12 pró- sent. Þegar skoðaðir eru einstakir þættir sést að nærri 100 prósent íslenskrar raforkuframleiðslu eru endurnýjan- leg, 97 prósent orku til húshitunar og 12 prósent í samgöngum. En í sam- göngum standa Svíar, Finnar og Norðmenn okkur framar. n Hlutfall sjálfbærrar orku á Íslandi er það langhæsta í Evrópu Rafbílavæðingin ýtir hlutfalli Íslands upp. Fréttablaðið/Vilhelm Í næstu viku verður flutt í Hæstarétti mál um lögmæti uppgreiðslugjalds á lánum ÍL-sjóðs. Hæstiréttur hefur þegar staðfest að ÍL-sjóður hafi brotið gegn neytenda- lánalögum og nú er tekist á um hvort lögbrotið leiði til þess að sjóðnum verði gert að endurgreiða gjaldið. Lög- maður segir málið prófstein á réttindi neytenda. olafur@frettabladid.is NEYTENDur Miðvikudaginn 25. janúar næstkomandi mun Hæsti- réttur Íslands fjalla um lögmæti uppgreiðslugjalds ÍL-sjóðs (áður Íbúðalánasjóður) í máli sambúðar- fólks gegn sjóðnum. Með dómi fjöl- skipaðs Héraðsdóms Reykjavíkur frá 17. desember 2020 var fallist á kröfur lántakendanna um endur- greiðslu á um 2,8 milljóna króna uppgreiðslugjaldi, sem þeim var gert að greiða í tengslum við upp- greiðslu láns sem var upphaflega að fjárhæð 20 milljónir króna. Niðurstaða réttarins byggði á því að sjóðurinn hefði brotið gegn þágildandi neytendalánalögum með því að tilgreina ekki í skulda- bréfi hvernig uppgreiðslugjaldið skyldi reiknað út og hvenær slíkur uppgreiðslukostnaður félli til. ÍL-sjóður sótti í framhaldinu um leyfi til þess að áfrýja héraðsdóm- inum beint til Hæstaréttar, án máls- meðferðar í Landsréttar. Slíkt leyfi skal ekki veitt nema brýn þörf sé á skjótri úrlausn réttarins um efnið og niðurstaðan geti verið fordæmis- gefandi eða haft verulega samfélags- lega þýðingu. Hæstiréttur taldi þessi skilyrði uppfyllt í málinu og samþykkti, í fyrsta skipti, slíka beina áfrýjun. Í framhaldinu var málið f lutt fyrir fjölskipuðum sjö manna Hæsta- rétti sem komst að þeirri niðurstöðu í maí 2021 að annmarki hefði verið á dómi héraðsdóms. Var dómur hans því ómerktur og málinu vísað aftur til málsmeðferðar í héraði. Þrátt fyrir það tiltók Hæstiréttur sérstak- lega að niðurstaða héraðsdóms um brot gegn neytendalánalögum í aðdraganda lánveitingar væri rétt. Málið var í framhaldinu aftur flutt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, en í það skipti taldi héraðsdómari að óumdeild brot á neytendalána- lögum skyldu ekki hafa þær afleið- ingar að sambúðarfólkið ætti rétt á endurgreiðslu uppgreiðslugjaldsins og var sjóðurinn því sýknaður af kröfum þess. Sú niðurstaða var stað- fest af Landsrétti í apríl á síðasta ári. Í framhaldinu sótti sambúðar- fólkið um áfrýjunarleyfi til Hæsta- réttar og samþykkti rétturinn þá beiðni með þeim rökum að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um atriði sem áfrýjunarleyfisbeiðnin er reist á. Málið verður sem fyrr segir 25. janúar fyrir Hæstarétti og mun þá væntanlega skýrast hvort brot Íbúðalánasjóðs á neytenda- lánalögum með því að tiltaka ekki útreikning uppgreiðslugjalds í láns- samningi, hafi þær afleiðingar að lántakar eigi rétt á endurgreiðslu uppgreiðslugjaldsins. Í málinu reynir á lánaskilmála sem eru nokkuð frábrugðnir þeim skilmálum sem reyndi á í öðru dómsmáli þar sem ÍL-sjóður var sýknaður í Hæstarétti á árinu 2021. Ætla má að þeir lánaskilmálar sem nú eru fyrir dómi hafi verið mun minna notaðir og því verði áhrif á ríkissjóð takmörkuð verði niður- staða Landsréttar sambúðarfólkinu í vil. Jónas Fr. Jónsson, lögmaður sam- búðarfólksins, sagði í samtali við mbl.is í júní 2022, eftir að Hæsti- réttur samþykkti að taka málið fyrir, að hann teldi þetta mál vera prófstein á réttindi neytenda. Breki Karlsson, formaður Neyt- endasamtakanna, segir fullkom- lega óeðlilegt að lánafyrirtæki hafi sjálfdæmi um útreikning og fjárhæð uppgreiðslugjalds og séu ekki gerð ábyrg fyrir brotum á neytendalánalögum. Hann segir uppg reiðslu sk ilmá la ÍL-sjóðs ósanngjarna og dómafordæmi séu í evrópskum rétti fyrir því að ósann- gjarnir skilmálar neytendalána séu ógiltir en lánin látin standa að öðru leyti. „Þetta er meðal annars til að fæla fjármálafyrirtæki frá því að beita af lsmun gagnvart neytend- um,“ segir Breki. n Prófsteinn á rétt neytenda Það er undir Hæstarétti komið hvort ÍL-sjóður ber ábyrgð á lögbrotum sínum. Fréttablaðið/SiGtrYGGUr ari Jónas Fr. Jóns- son, lögmaður Breki Karls- son, formaður Neytendasam- takanna ÍL-sjóður braut neyt- endalánalög og nú er tekist á um hvort lög- brotið hafi afleiðingar fyrir sjóðinn og hver réttur neytenda er á Íslandi. helgisteinar@frettabladid.is NorEgur Síðasti eldisminkur Nor- egs er á leið úr landi og verður hann fluttur til Danmerkur þar sem hann mun öðlast nýtt líf. Minkurinn hefur verið í eigu norska bóndans Jon Sørby sem stundað hefur loð- dýrarækt í meira en 50 ár. Árið 2019 ákvað norska þingið að leggja niður loðdýraiðnaðinn, en hann hefur verið mikilvægur fyrir mörg héruð í Noregi þar sem lítið er um annars konar starfsemi. „Þetta er undarlegur og sorglegur dagur fyrir mig. Minkar hafa skipt mig miklu máli en frá og með deg- inum í dag verða engin loðdýr eftir í Noregi,“ segir Jon. Á tímum kórónaveirufaraldurs- ins bönnuðu Danir loðdýrarækt og var milljónum minka lógað. Ríkis- stjórn Danmerkur aflétti hins vegar nýlega banninu og byrjuðu bændur á Norður-Jótlandi þar með að kaupa þá minka sem Norðmenn voru að losa sig við. Jon segir að þeir sem keyptu minkana í Danmörku séu afar ánægðir með kaupin og að hann hafi einnig fulla trú á því að farið verði vel með dýrin hans í nýjum heimkynnum þeirra. n Síðasti minkur Noregs yfirgefur landið Loðdýrarækt var lögð niður í Noregi árið 2019. Fréttablaðið/GettY ser@frettabladid.is umHVErFISmál Veiga Grétars- dóttir, kajakræðari og umhverfis- sinni, undirbýr að gera gott betur en að róa á kajak sínum umhverfis Ísland, en hún undirbýr nú að kljúfa öldurnar eftir endilangri sjávarsíðu Noregs, úr norðri til suðurs. Ferðina ætlar hún að nota til að vekja athygli á umgengi mannsins við sjávarsíðuna, en mikil plast- mengun blasir víða við á ströndum Noregs, rétt eins og Íslands. Veiga lýsti þessum áformum sínum í viðtalsþættinum Manna- máli á sjónvarpsstöðinni Hring- braut í gærkvöld, en hún stefnir að því að halda utan í apríl á þessu ári og hefja róðurinn í maí á nyrstu ströndum Noregs. Að sögn ræðarans mun leiðang- urinn taka sinn tíma, líklega þrjá til fjóra mánuði, allt eftir vindum og veðrum meðfram vogskorinni og skerjóttri strönd Noregs. Á end- anum ætlar hún að sveigja bátnum fyrir suðurströndina og róa að lokum inn Oslóarfjörðinn. Alls er leiðin um þrjú þúsund kílómetrar, en til samanburðar var hringferðin um Ísland, sem Veiga réri sumarið 2019, um 2.100 kíló- metrar. Aðspurð hvort svona sigling á litlum kajak geti ekki verið hættu- leg, svarar Veiga af hógværð: „Það má vel vera að þetta verði hættu- legt.“ n Á kajak eftir allri sjávarsíðu Noregs Veiga Grétarsdóttir kajakræðari verður þrjá til fjóra mánuði á leiðinni með ströndum Noregs. Fréttablaðið/Valli 6 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 20. jAnúAR 2023 fÖStUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.