Fréttablaðið - 20.01.2023, Page 22

Fréttablaðið - 20.01.2023, Page 22
Auðvitað á kirkjan að vera þannig. Ef fólk vill mæta í lopapeysu þá mætir það bara í lopapeysu. Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Merkisatburðir | Elsku hjartans eiginmaður minn, pabbi, tengdapabbi og afi, Guðjón Elí Sturluson frá Ísafirði, lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 18. janúar. Útförin fer fram í Digraneskirkju miðvikudaginn 25. janúar kl. 13.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeild Landspítalans. Hrefna Rósinbergsdóttir Elísa Guðjónsdóttir Nóa Sólrún Guðjónsdóttir Jónas G. Sigurðsson Haraldur Ketill Guðjónsson Sigrún Inga Gunnarsdóttir Fríður Guðmundsdóttir Ríkarður S. Ríkarðsson og barnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hrönn Jóhannesdóttir Hamraborg 18, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Móbergi þriðjudaginn 17. janúar. Útför verður auglýst síðar. Arndís Baldursdóttir Sólborg Baldursdóttir Karl Grant barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Finnur Arnþór Eyjólfsson Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ, lést á Hrafnistu Nesvöllum, fimmtudaginn 12. janúar. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þorbjörg Finnsdóttir Þorleifur Gíslason Lúðvík Finnsson Guðlaug Þorsteinsdóttir Ragna Finnsdóttir Eyjólfur Finnsson Yvette Lau Erla Finnsdóttir Kristján Lars Kristjánsson Guðrún Finnsdóttir Hörður Hilmarsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Lopapeysumessa er bóndadags- hefð sem skotið hefur rótum í Keflavík. Prestur kirkjunnar segir þemamessur almennt vinsælar. arnartomas@frettabladid.is Í dag, á bóndadag, gengur þorrinn í garð með öllum sínum þjóðlegu siðum og köldum blæstri. Ein af nýrri þorra- hefðum landans er svokölluð lopa- peysumessa sem spratt upp í Keflavík á síðustu árum og hefur fest rætur í kjölfar bóndadagsins. Á sunnudagskvöld leiðir séra Fritz Már Jörgensson lopapeysu- messuna í Keflavíkurkirkju en hann er sjálfur ekki alveg viss um hvernig siður- inn sé tilkominn. „Ég held að þetta hafi nú bara verið góð hugmynd sem einhver hefur feng- ið,“ segir hann. „Fyrst um sinn voru það karlarnir í kirkjukórnum sem ákváðu að vera í lopapeysu eftir bóndadaginn þegar þeir sungu.“ Fritz útilokar ekki að ofan í klæða- burðinn verði messan sjálf mögulega dálítið þorrablandin. „Við reynum að hafa þetta bara létt og skemmtilegt, í anda þess að þorrinn er genginn í garð. Við tölum kannski aðeins um súran mat og svona,“ segir hann og hlær. „Það er aðalatriðið að hafa þetta bara á léttu nótunum með góðri tónlist og svona. Það er ekki að vita nema við tökum eins og eitt gott þorralag.“ Ekkert betra en íslensk peysa Í vetrarhörkunum sem gengið hafa yfir landið upp á síðkastið hljómar það ansi praktískt að geta mætt peysuklæddur í kirkjuna. Fritz tekur þar undir. „Auðvitað á kirkjan að vera þannig. Ef fólk vill mæta í lopapeysu þá mætir það bara í lopapeysu.“ Áttu sjálfur góða peysu? „Já, ég á sko góðar peysur,“ svarar Fritz, með áherslu á f leirtöluna, aðspurður hvort hann verði nú ekki rétt klæddur í messunni. „Ég elska útivist og þá verður maður að eiga góða lopapeysu. Það er ekkert betra en þessar íslensku.“ Kirkjustarf í Bítlabæ Lopapeysumessan er ekki eina þema- messan sem fer fram í Keflavíkurkirkju. Sem dæmi má nefna mótorhjólamessu, bleika messu, göngumessu og svo mætti lengi telja. „Við reynum hvað við getum að vera með þemamessur og reynum þá einmitt að tengja inn á hitt og þetta,“ segir hann og bætir við að það verði að sjálfsögðu líka messa í tengslum við konudaginn „Það verður svo væntanlega U2-messa hjá okkur í vor þar sem við ætlum að taka nokkur vel valin lög frá þeim.“ Verður þá predikað með Bono-gler- augu? „Ég veit svo sem ekki hvort okkar verð- ur með messuna, en ég er sannfærður um að það okkar verði með Bono-gler- augun,“ segir hann. „Við erum auðvitað svo lánsöm að búa í Bítlabænum því hér er allt vaðandi í tónlist sem fellur vel að því sem við erum að boða.“ Fritz segir að lokum að þemamess- urnar hafi falli vel í kramið hjá gestum kirkjunnar. „Hér er almennt góð mæting.“ Lopapeysumessan hefst klukkan 20 á sunnudagskvöld. n Lopapeysumessa í Keflavík Lopapeysan er ansi praktísk flík í kvöldmessu á þorranum. Mynd/Aðsend arnartomas@frettabladid.is Í dag eru liðin hundrað ár frá fæðingu Halldórs Rafnar, fyrrverandi formanns og framkvæmdastjóra Blindrafélagsins. Í tilefni þeirra tímamóta boðaði Blindra- félagið ásamt fjölskyldu Halldórs til minningarathafnar í gær þar sem Hall- dórs og þess mikilvæga starfs sem hann vann í þágu blindra og sjónskertra var minnst. Halldór kom fyrst á fund Blindra- félagsins snemma á áttunda áratugnum eftir að hafa misst sjónina árið áður. Hann var fljótlega kjörinn í stjórn félags- ins og varð formaður þess stuttu síðar. Halldór var fyrstur blindra Íslendinga til að fara í endurhæfingu í Torquy í Bret- landi. Hann kom þaðan gjörbreyttur maður og varð mikilvirkur í baráttu blindra og sjónskertra á Íslandi. „Hann tók sérstaklega á einum hlut sem fólk gerði gjarnan og gerir enn – að spyrja sjóndapran einstakling hvort hann viti hver maður sé þegar maður hittir hann,“ segir Gísli Helgason, fyrr- verandi formaður Blindrafélagsins og vinur Halldórs. „Þegar ég var sjálfur fimm eða sex ára að dreifa blöðum í Vestmannaeyjum þá var mér stillt upp og spurður af mörgum einstaklingum á fjölmennum vinnustað hvort ég vissi hver væri að tala við mig. Ég brotnaði alveg niður.“ Gísli segir að þegar þetta sé gert við hann þá verði hann alveg brjálaður. „Þegar Halldór fór að tala um þetta og ýmsa aðra hluti sem tengjast blindu og sjónskertu fólki þá var eins og margir vöknuðu til meðvitundar,“ útskýrir hann. „Halldór hafði þann góða kost að hann var jákvæður maður, skemmtileg- ur og átti auðvelt með að koma orðum að því sem hann var að hugsa.“ n Halldórs Rafnar minnst í Blindrafélaginu Frá athöfninni í Blindrafélaginu í gær. Mynd/Aðsend Þegar Halldór fór að tala um þetta var eins og margir vöknuðu til með- vitundar. 1885 L.A. Thompson fær einkaleyfi á fyrsta rússíban- anum. 1946 Leikstjórinn David Lynch fæðist. 1956 Vilhjálmur Einarsson er kosinn íþróttamaður ársins. Þetta er í fyrsta sinn sem kosið er um titilinn og hlaut Vilhjálmur hann sex ár í röð. 1961 John F. Kennedy er settur í embætti sem 35. forseti Bandaríkjanna. 1991 Skíðaskálinn í Hveradölum brennur og er endur- reistur ári síðar. 1996 Yasser Arafat er kosinn forseti Palestínu. 2017 Donald Trump tekur við embætti sem 45. forseti Bandaríkjanna. 14 tímamót FRÉTTABLAÐIÐ 20. jAnúAR 2023 FÖStUDaGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.