Fréttablaðið - 20.01.2023, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.01.2023, Blaðsíða 16
Uppskriftin að þessum snúðum er ein sú fyrsta sem kom inn á bloggið mitt og hefur verið afar vinsæl, þá sérstaklega í Covid þegar hálft landið bakaði þessa snúða. Það sem hefur gert minn mann glað­ astan á bóndadaginn er þegar ég hef bakað handa honum ameríska kanil­ snúða eða cinnabon sem eru í allra uppáhaldi. Eldhúsgyðjan og matar- bloggarinn María Gomez hefur ástríðu fyrir því að útbúa ljúffengar kræsingar við hvert tilefni fyrir sína og bóndadagurinn er þar ekki undantekning. María ætlar að færa bónda sínum glóð- volga og nýbakað snúða í tilefni dagsins og dekra við hann frá morgni til kvölds. sjofn@frettabladid.is María var spurð hvort hún gleðji bónda sinn á þessum degi. „Já, oftast, en það hefur þó komið fyrir að ég hef hreinlega gleymt bóndadeginum mér til háborinnar skammar. Það sem hefur gert minn mann glaðastan á bóndadaginn er þegar ég hef bakað handa honum ameríska kanil­ snúða eða cinnabon sem eru í allra uppáhaldi. Uppskriftin að þessum snúðum er ein sú fyrsta sem kom inn á bloggið mitt og hefur verið afar vinsæl, þá sérstaklega í Covid þegar hálft landið bakaði þessa snúða,“ segir María og brosir. Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera í tilefni dagsins fyrir bóndann? „Já, þetta árið ætla ég að bjóða honum út að borða auk þess að baka snúðana svo krakkarnir geti líka glaðst á bóndadaginn en þau elska líka þessa snúða. Ég hugsa að ég bjóði honum á veitingastaðinn á Grand Hótel sem er dulin perla, en þar fæst allra besta nautalund með bearnaise sem við höfum fengið,“ segir María og er orðin spennt að njóta með sínum á bóndadaginn. Cinnabon – amerískir kanilsnúðar með kremi 285 g mjólk (1 bolli) 125 g sykur (½ bolli) 1 bréf eða 11 g af þurrgeri eða 30 g pressuger en þá verða þeir enn mýkri og léttari (fæst í kæli) 2 egg 80 g olía (⅓ bolli) 730 g af hveiti (4½ bolli) 1 tsk. salt Snúðarnir gleðja á bóndadaginn María og eiginmaðurinn, Ragnar Már Reynisson, á góðri stundu. Hann á von á góðu dekri í dag. MYND/AÐSEND Snúðarnir sem eru í miklu uppáhaldi hjá Ragnari. Fylling 220 g púðursykur (1 bolli) 2½ msk. kanill 80 g smjör (⅓ bolli) Kremið ofan á 125 g rjómaostur (1 dl) 60 g mjúkt smjör (¼ bolli) 260 g flórsykur (1½ bolli) ½ tsk. vanilludropar eða vanillu- extrakt Byrjið á að setja volga mjólk, sykur og ger saman í hrærivélarskál og hrærið létt saman með sleikju. Látið standa í um 5 mínútur og takið tímann. Setjið næst olíu og egg út í og hrærið saman með sleikju þar til vel blandað saman. Bætið nú salti og hveiti út í og látið hnoðast með króknum á vélinni. Deigið er til þegar það er búið að hringa sig utan um krókinn. Breiðið næst stykki yfir deigið og látið hefast í 30–40 mínútur á volgum stað (má líka hefast lengur, alveg í nokkra tíma þess vegna). Ég læt það alltaf hefast yfir volgum mið­ stöðvarofni. Ef notað er pressuger er betra að leyfa því að hefast í um 1 klukkustund. Athugið að deigið hefast ekkert svakalega mikið og er frekar þungt í sér, svo ekki hafa áhyggjur af því. Ef pressuger er notað hefast það mun meira. Á meðan deigið er að hefast útbý ég kremið og fyllinguna inn í snúðana. Fylling Bræðið smjörið og blandið því svo saman við kanilinn og púður­ sykurinn. Blandið vel saman. Kremið ofan á Ég hita smjörið ögn í örbylgjunni til að mýkja það, ekki bræða það alveg heldur bara að það verði vel mjúkt. Svo hræri ég saman smjör­ inu, rjómaostinum og vanilludrop­ unum. Síðast set ég svo sykurinn út í og hræri vel saman þar til silki­ mjúkt og kekkjalaust, líka ágætt að gera með handþeytaranum. Næsta skref Þegar deigið er búið að hefast er það flatt út í ferning. Ekki hafa hann of þunnan né stóran, best að hafa hann í þykkari kantinum, því þá verða snúðarnir meira djúsí. Setjið svo fyllinguna vel yfir allt deigið. Rúllið síðan deiginu upp í pulsu, og skerið í frekar þykka bita, um það bil 5 sentimetra. Raðið snúðunum í eldfast mót og hafið pínu bil á milli svo þeir nái allir að bakast í gegn, þeir munu líka stækka og verða alveg klesstir saman. Leyfið þeim að hefast undir stykki í svona 10 mínútur aftur ef vill, þarf samt ekki ef þið viljið sleppa því. Bakið svo á 180–190°C blæstri í 15 mínútur. Snúðarnir eiga að vera gullinbrún­ ir þegar þeir koma úr ofninum, frekar ljósir. Passið að baka ekki of mikið. Setjið svo síðast rjómaosta­ kremið á snúðana sjóðandi heita og berið fram heitt en það er lang­ best þannig. n 4 kynningarblað A L LT 20. janúar 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.