Fréttablaðið - 20.01.2023, Blaðsíða 16
Uppskriftin að
þessum snúðum er
ein sú fyrsta sem kom
inn á bloggið mitt og
hefur verið afar vinsæl,
þá sérstaklega í Covid
þegar hálft landið bakaði
þessa snúða.
Það sem hefur gert
minn mann glað
astan á bóndadaginn er
þegar ég hef bakað handa
honum ameríska kanil
snúða eða cinnabon sem
eru í allra uppáhaldi.
Eldhúsgyðjan og matar-
bloggarinn María Gomez
hefur ástríðu fyrir því að
útbúa ljúffengar kræsingar
við hvert tilefni fyrir sína og
bóndadagurinn er þar ekki
undantekning. María ætlar
að færa bónda sínum glóð-
volga og nýbakað snúða í
tilefni dagsins og dekra við
hann frá morgni til kvölds.
sjofn@frettabladid.is
María var spurð hvort hún gleðji
bónda sinn á þessum degi.
„Já, oftast, en það hefur þó
komið fyrir að ég hef hreinlega
gleymt bóndadeginum mér til
háborinnar skammar. Það sem
hefur gert minn mann glaðastan á
bóndadaginn er þegar ég hef bakað
handa honum ameríska kanil
snúða eða cinnabon sem eru í allra
uppáhaldi. Uppskriftin að þessum
snúðum er ein sú fyrsta sem kom
inn á bloggið mitt og hefur verið
afar vinsæl, þá sérstaklega í Covid
þegar hálft landið bakaði þessa
snúða,“ segir María og brosir.
Ertu búin að ákveða hvað þú
ætlar að gera í tilefni dagsins fyrir
bóndann?
„Já, þetta árið ætla ég að bjóða
honum út að borða auk þess að
baka snúðana svo krakkarnir geti
líka glaðst á bóndadaginn en þau
elska líka þessa snúða. Ég hugsa að
ég bjóði honum á veitingastaðinn á
Grand Hótel sem er dulin perla, en
þar fæst allra besta nautalund með
bearnaise sem við höfum fengið,“
segir María og er orðin spennt að
njóta með sínum á bóndadaginn.
Cinnabon – amerískir
kanilsnúðar með kremi
285 g mjólk (1 bolli)
125 g sykur (½ bolli)
1 bréf eða 11 g af þurrgeri eða 30 g
pressuger en þá verða þeir enn
mýkri og léttari (fæst í kæli)
2 egg
80 g olía (⅓ bolli)
730 g af hveiti (4½ bolli)
1 tsk. salt
Snúðarnir gleðja
á bóndadaginn
María og eiginmaðurinn, Ragnar Már Reynisson, á góðri stundu. Hann á von á góðu dekri í dag. MYND/AÐSEND
Snúðarnir sem eru í miklu uppáhaldi hjá Ragnari.
Fylling
220 g púðursykur (1 bolli)
2½ msk. kanill
80 g smjör (⅓ bolli)
Kremið ofan á
125 g rjómaostur (1 dl)
60 g mjúkt smjör (¼ bolli)
260 g flórsykur (1½ bolli)
½ tsk. vanilludropar eða vanillu-
extrakt
Byrjið á að setja volga mjólk, sykur
og ger saman í hrærivélarskál og
hrærið létt saman með sleikju.
Látið standa í um 5 mínútur og
takið tímann. Setjið næst olíu
og egg út í og hrærið saman með
sleikju þar til vel blandað saman.
Bætið nú salti og hveiti út í og látið
hnoðast með króknum á vélinni.
Deigið er til þegar það er búið að
hringa sig utan um krókinn. Breiðið
næst stykki yfir deigið og látið
hefast í 30–40 mínútur á volgum
stað (má líka hefast lengur, alveg
í nokkra tíma þess vegna). Ég læt
það alltaf hefast yfir volgum mið
stöðvarofni. Ef notað er pressuger
er betra að leyfa því að hefast í um
1 klukkustund. Athugið að deigið
hefast ekkert svakalega mikið og
er frekar þungt í sér, svo ekki hafa
áhyggjur af því. Ef pressuger er
notað hefast það mun meira.
Á meðan deigið er að hefast
útbý ég kremið og fyllinguna inn í
snúðana.
Fylling
Bræðið smjörið og blandið því svo
saman við kanilinn og púður
sykurinn. Blandið vel saman.
Kremið ofan á
Ég hita smjörið ögn í örbylgjunni
til að mýkja það, ekki bræða það
alveg heldur bara að það verði vel
mjúkt. Svo hræri ég saman smjör
inu, rjómaostinum og vanilludrop
unum. Síðast set ég svo sykurinn
út í og hræri vel saman þar til silki
mjúkt og kekkjalaust, líka ágætt að
gera með handþeytaranum.
Næsta skref
Þegar deigið er búið að hefast er
það flatt út í ferning. Ekki hafa
hann of þunnan né stóran, best að
hafa hann í þykkari kantinum, því
þá verða snúðarnir meira djúsí.
Setjið svo fyllinguna vel yfir allt
deigið. Rúllið síðan deiginu upp
í pulsu, og skerið í frekar þykka
bita, um það bil 5 sentimetra.
Raðið snúðunum í eldfast mót og
hafið pínu bil á milli svo þeir nái
allir að bakast í gegn, þeir munu
líka stækka og verða alveg klesstir
saman. Leyfið þeim að hefast
undir stykki í svona 10 mínútur
aftur ef vill, þarf samt ekki ef
þið viljið sleppa því. Bakið svo á
180–190°C blæstri í 15 mínútur.
Snúðarnir eiga að vera gullinbrún
ir þegar þeir koma úr ofninum,
frekar ljósir. Passið að baka ekki of
mikið.
Setjið svo síðast rjómaosta
kremið á snúðana sjóðandi heita
og berið fram heitt en það er lang
best þannig. n
4 kynningarblað A L LT 20. janúar 2023 FÖSTUDAGUR