Fréttablaðið - 20.01.2023, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.01.2023, Blaðsíða 10
Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is halldór Frá degi til dags Þetta er sannarlega ekki fyrsta samráðs- nefndin sem gerir atlögu að raunveru- legum breyt- ingum á fiskveiði- stjórnunar- kerfinu. Eitt lögmál í mann- réttinda- baráttu er að þegar árangur næst eflist við- spyrnan og það höfum við fundið að kvöldi MeToo- byltingar- innar. Á mánudag birtist færsla á Twitter- aðgangi Monicu Lewinski. Þar sagðist hún „fagna tuttugu og fimm ára ártíð óhugnanlegasta og mesta áfalls sem hún hefði orðið fyrir á ævinni“, þegar starfsmenn FBI tóku hana höndum og færðu til yfirheyrslu í her- bergi 1012 á Ritz-Carlton hótelinu. Þar frétti Lewinski af Starr-rannsókninni sem myndi leiða til ákæru fyrir landsdómi á hendur Bill Clinton þáverandi Bandaríkjaforseta. Upp hafði komist um leynilegt kynferðislegt sam- band Lewinski, sem þá gegndi lærlingsstöðu í Hvíta húsinu, og forsetans. Lewinski var hótað 27 ára fangelsisvist yrði hún sakfelld í öllum ákæruliðum sem innihéldu meinsæri og hindrun á framgangi réttvísinnar. Á endanum var Monicu boðin friðhelgi gegn því að bera vitni. Undirrituð var tólf ára gömul á þeim tíma og fylgdist með fullorðna fólkinu reyta af sér brandara um bletti á kjólum. Lewinski var framreidd í fjölmiðlum sem heimskt bimbó með blásið hár og forsetinn í gráu jakkaföt- unum virtist ekkert sérlega miður sín, þrátt fyrir afsökunarbeiðni. Ýmislegt hefur breyst á þessum tuttugu og fimm árum, en annað ekki. Monica hefur unnið úr áfallinu og leiðir í dag verkefni þar sem barist er gegn einelti gegn konum á opin- berum vettvangi. „Ég var tuttugu og fjögurra ára,“ skrifar hún í færslunni á mánudag. Það þarf ekki að hafa f leiri orð um aðstöðumun- inn og fáránleikann í viðbrögðum fjölmiðla og almennings árið 1998. Hvernig hefði þetta farið á öld samfélags- miðla? Þá má líka spyrja hvað hafi breyst. Aðgengi að opinberum vettvangi hefur aukist með tækninni. Hægt er að finna meðhlæjend- ur með flestum skoðunum og reikniritar sam- félagsmiðla eru þróaðir til að styrkja skoðanir sem við höfum nú þegar myndað okkur. Eitt sorglegt lögmál í mannréttindabaráttu er að þegar árangur næst eflist viðspyrnan og það höfum við fundið að kvöldi MeToo-byltingar- innar. Saman vinna þessar breytur að aukinni kvenfyrirlitningu og minna umburðarlyndi. Í vikunni má finna afgerandi dæmi á alþjóð- legum vettvangi og tvö skýr dæmi hér heima um konur sem hafa sætt árásum af einu eða öðru tagi á opinberum vettvangi, að ósekju. Báðar eru ungar og hafa náð langt á sínu sviði. Kommentakerfin taka við og hópurinn sem ekki er sammála níðinu gjaldfellir þá orðræðu sem „hóp hálfvita með lyklaborð“. Það er líka auðvelt að gjaldfella áhrifamátt haturs sem beinist ekki að manni sjálfum. n Hálfvitar með lyklaborð Nína Richter ninarichter @frettabladid.is Sjálfvirkur opnunarbúnaður og snertilausir rofar frá Þýsk gæðavara. Snertilausir rofar Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is Fyrir keppnisleiki þarf töluverðan undirbúning sem oft ræður úrslitum þegar upp er staðið. Þjálfarateymi er ráðið til starfa, leikmannahópur valinn, markmið sett og svo langar og strangar æfingar. Það er ekki yfirstandandi heimsmeistaramót í hand- bolta sem vekur þessar hugrenningar hjá mér heldur orð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra þegar starfshópar samráðsnefndar um sjávarútvegsstefnu skiluðu 60 bráðabirgðaniðurstöðum. Ráðherrann sagði að nú væri kominn hálfleikur í endurskoðun fiskveiði- stjórnunarkerfisins. Ég sit í samráðsnefndinni og fékk í vikunni kynningu á tillögunum sem byggja á fyrirliggj- andi gögnum, tillögum og hugmyndum. Starfshóparnir skila fullmótuðum tillögum í maí og svo ætlar ráðherra að leggja fram frumvarp til afgreiðslu á vorþingi 2024. Í ljósi reynslunnar – því þetta er sannarlega ekki fyrsta samráðsnefndin sem gerir atlögu að raunverulegum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu – er réttast að segja að undirbúningstímabilinu sé nú lokið og sjálfur leikurinn að hefjast. Sumir eru á því að hann verði spennandi, aðrir að úrslitin séu þegar ráðin og ekki verði hróflað við því sem mestu skiptir fyrir þjóðina. Þegar samráðsnefndin var kynnt sagði ráðherra að grundvöllur vinnunnar væri að hámarka möguleika Íslendinga til frekari árangurs og samfélagslegrar sáttar um umgjörð greinarinnar. Djúpstæð tilfinning væri meðal þjóðarinnar um að það væri rangt gefið varð- andi skiptingu arðsemi af þjóðarauðlindinni. Nú þegar bráðabirgðatillögur liggja fyrir segir ráðherra hæst bera áherslu á umhverfismál. Það er kannski óþarfi að lesa of mikið í þennan mun, en sporin hræða. Fyrir utan efnislega flokkun skiptast bráðabirgða- tillögurnar í tillögur sem starfshóparnir telja að unnt sé að útfæra og svo tillögur sem þarfnast mikillar umræðu áður. Það má ætla að óumdeildu tillögurnar, ekki síst um umhverfismál, móti leikinn sem nú er að hefjast fyrir alvöru. Á bekknum án þátttöku í leiknum sitji svo kröfur þjóðar um breytingar á skiptingu arðs, um gegnsæi í eignarhaldi og rekstri, um tímabindingu nýtingarréttar í auðlindaákvæði og önnur atriði sem hafa verið gagnrýnd hvað mest í núverandi kerfi. En blaðamannafundurinn í lok leiks verður pottþétt flottur. n Skilið eftir á bekknum Hanna Katrín Friðriksson þingflokksfor- maður Viðreisnar benediktboas@frettabladid.is Andleg millibör Tvennt hefur áhrif á landsmenn og geðheilbrigði þeirra. Veður og handboltalandsliðið. Trúlega varð mælanleg fýla yfir allri þjóðinni eftir Ungverjaleikinn þar sem Ísland kastaði frá sér unnum leik. Líklega er hægt að mæla bjartsýnina sem nú ríkir yfir landanum í aðdraganda leiksins í kvöld gegn Evrópu- meisturum Svía. Það er hægt að eiga í óheilbrigðu sambandi við allan andskotann en þegar öllu er á botninn hvolft eru lands- menn í virkilega óheilbrigðu sambandi við veðrið og íslenska landsliðið í handbolta. Það getur ekki verið eðlilegt að það sé ein- hvers konar mælanlegur munur á hvort Ísland skori mark eða hvort lægðin komi eða ekki. Skandalarnir tveir Þegar vont veður átti að koma um áramótin, en kom ekki vegna þess að vindur beygði af leið, trylltust skopfugl- arnir á Twitter og hentu grín að veðurfræðingum. Eins og það sé veðurfræðingum að kenna hvernig lægð og vindur haga sér. Að veðrið hafi ekki komið þótti hneyksli. Algjört hneyksli. Og að Björgvin Páll eða Viktor Gísli verji ekki skot sem kemur á þá á milljón kílómetra hraða er annað eins hneyksli. Skandall nánast. Það hefur verið stórkost- legt að fylgjast með veðrinu gera grín að landanum og Strákunum okkar hefja bjartsýnina upp úr öllu valdi. Áfram Ísland. n 10 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 20. jAnúAR 2023 FÖsTuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.