Fréttablaðið - 20.01.2023, Blaðsíða 11
Ráðherrann laug mjög
léttilega og næstum
eins og eðlislægt í sjón-
varpsviðtali um þessi
útlandaviðskipti sín.
Hann galt fyrir með
embætti sínu, en bara
eftir að hafa krafizt
þingrofs. Forsetinn
benti honum kurteis-
lega á að fara heim og
leggja sig.
Það er svolítið erfitt að skrifa þessi
tvö orð í röð. Merkir og þjóðernis-
sinnar.
Reynum samt.
Fyrst þó þetta: Ég veit ekki
frekar en þið í hvaða samhengi
mynd af Sigmundi Davíð birtist
með tveimur öðrum evrópskum
þjóðernissinnum á glæru í fram-
haldsskóla. Hef þó grun um að
kennarinn hafi viljað ná athygli
nemenda. Hugsanlega líka að
benda á að til eru ýmsar tegundir
af svoleiðis fólki.
Ég ætla að minnsta kosti ekki að
bæta rödd í vandlætingarkórinn.
Því að hvernig skyldi nú for-
maður Miðflokksins hafa ratað í
þennan ókræsilega félagsskap?
Er það tilviljun?
Barasta alls ekki.
Nýi formaðurinn
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
var kjörinn formaður Framsókn-
arflokksins í ársbyrjun 2009.
Þá kom hann fyrir og talaði
eins og hófsamur, frjálslyndur,
alþjóðasinnaður miðjumaður.
Merkir þjóðernissinnar
Karl Th.
Birgisson
í dag Svolítið í anda Halldórs Ásgríms-
sonar.
Hann vildi að Ísland sækti um
aðild að Evrópusambandinu og
setti það sem skilyrði um stuðning
við minnihlutastjórn Jóhönnu og
Steingríms, að ný stjórnarskrá yrði
skrifuð.
Um þetta voru allir hlutaðeig-
andi sammála.
Svo gekk flokknum hans frekar
illa í kosningum, Jóhanna og Stein-
grímur mynduðu meirihlutastjórn
(sem varð smám saman minni-
hlutastjórn af því að lífið hættir
aldrei að vera skemmtilegt), og upp
frá því ummyndaðist Sigmundur
Davíð á fáeinum misserum.
Hann varð fljótlega að nokkuð
útspekúleruðum útlendingaand-
úðarstjórnmálamanni (langt orð,
sorrí með það), og um þær mundir
fór að teiknast upp allt annar Sig-
mundur Davíð.
Vinsamlega hættu
Snemma á þingferlinum vildi
Sigmundur Davíð fá úttekt á því
hversu margir útlendingar sætu
í íslenzkum fangelsum og hvers
vegna. Undirtónninn var augljós.
Svo augljós, að Framsóknar-
félagið í Kópavogi, sem hefur frá
öndverðu verið félagshyggju- og
samvinnusinnað, sendi frá sér sér-
staka ályktun.
Þau báðu formann flokksins
vinsamlega að láta af þessum mál-
flutningi. Þótt hann passaði sig
vandlega á því að segja það hvergi
upphátt, þá væri rangt af honum
að gefa í skyn að útlendingar væru
samkvæmt skilgreiningu frekar
glæpamenn en Íslendingar.
Vinsamlega hættu þessu þvaðri,
herra formaður, sagði framsóknar-
fólk í Kópavogi.
En hann hætti auðvitað ekki.
Hann hafði fundið þef af nýjum
atkvæðamiðum.
Það hafði virkað – einmitt – í
útlöndum.
Svo kom allt hitt
Jájá, InDefence, IceSave, útlenzku
kröfuhafarnir, Sigmundur varð
forsætisráðherra og þroskaði með
sér meiri paranoju en meiraðsegja
Davíð Oddsson. Það var hraustlega
gert.
Vondu útlendingarnir voru alls
staðar. Það er lengri saga en svo að
rakin verði hér.
En málflutningurinn smitaðist
víða um flokkinn.
Þar kom að í borgarstjórnar-
kosningum 2014 hélt oddviti
f lokksins, Sveinbjörg Birna Svein-
björnsdóttir, því fram í sjónvarpi
að ef leyfð yrði bygging mosku í
Reykjavík (hún var reyndar þegar
til og er enn), þá yrði stutt í sjaría-
lög múslima á Íslandi.
Skömmu síðar ákvað flokkurinn
að skipa sjálfan Gústaf Níelsson,
sem þolir hvorki kynvillinga né
múslimista, sem fulltrúa sinn í
mannréttindaráð Reykjavíkur-
borgar. (Ég er ekki að ljúga þessu.)
Flokknum fannst mikilvægt „að
láta allar raddir heyrast“.
Frábært.
Af þessu tilefni skrifaði Sig-
tryggur Magnason:
„Forystukona flokksins í
Reykjavík hefur opnað dyr stjórn-
málanna fyrir heimsku og hatri.
Ég vona hennar vegna og ég vona
Framsóknarflokksins vegna að
hún nái ekki þeim árangri að
komast inn í borgarstjórn með
sinn eitraða farangur.“
Sigtryggur er aðstoðarmaður
núverandi formanns Framsóknar-
flokksins og sennilega helzti
höfundurinn að nýlegum sigrum
flokksins í borginni og á landsvísu.
Viljum við meira?
Illu heilli varð alþjóðlegt samsæri
2016 um að birta hin svokölluðu
Panama-skjöl.
Þar kom fram skjalfest að for-
sætisráðherra Íslands, Sigmundur
Davíð, hafði falið fjölskylduauð
sinn í skattaskjóli.
(Borgarfulltrúinn var reyndar
líka í skjölunum, en það flaug
undir radar.)
Ráðherrann laug mjög léttilega
og næstum eins og eðlislægt í sjón-
varpsviðtali um þessi útlanda-
viðskipti sín. Hann galt fyrir með
embætti sínu, en bara eftir að hafa
krafizt þingrofs. Forsetinn benti
honum kurteislega á að fara heim
og leggja sig.
Síðar missti Sigmundur for-
mennskuna og stofnaði eigin
flokk.
Fyrir hvað er hann þekktastur?
Ég nefni ekki Klaustur, en frekar
fantasíur þingmanna flokksins
um orkumál, þar sem þeir töluðu
nóttum saman við sjálfa sig um
eigin ímyndanir.
Síðast sáum við til formanns
Miðflokksins í þægilegum móa að
éta hrátt nautakjöt úr plastbakka.
Þetta var ekki einu sinni lamba-
kjöt.
Það er ekkert erfitt að skrifa
þjóðernissinnar.
En eiginlega ómögulegt að setja
„merkir“ við hliðina. n
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
h ú s g a g n av e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
ÚTSALA
á sýningarvörum í verslun
Borðstofuborð, borðstofustólar, eldhússtólar,
sófaborð, sófar o.fl. o.fl.10-60%
afsláttur
Ciro 3 litir
Áður 39.900
NÚ 29.900
Alison
snúnings
Áður 33.900
NÚ 27.000Sierra
nokkrir litir
Áður 25.700
NÚ 19.200
Kato svart
Áður 29.900
NÚ 19.400
Adele
Áður 39.900
NÚ 23.900
Obling 3ja sæta
Áður 129.000 NÚ 103.000
Brookliyn borðstofuborð
220x98, stækkun 2x50 cm, reykt eik – hvítuð eik
Áður 199.000 NÚ 149.000
Notthingham sófaborð
Áður 116.000 NÚ 58.000
Hill hvíldarstóll með tauáklæði
Áður 176.000 NÚ 123.000
Staturn 3ja sæta
Áður 159.000 NÚ 119.000
25%
25%
25%
25%
40%
50%
35%
30%
20%
20%
Fréttablaðið skoðun 1120. janúar 2023
FÖsTuDAGuR