Fréttablaðið - 20.01.2023, Síða 14

Fréttablaðið - 20.01.2023, Síða 14
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Þorrinn hefst í dag, bóndadag, föstudaginn 20. janúar, en fyrstu stóru þorrablótin voru haldin um síðustu helgi. Fram undan er fjöldi þorrablóta um allt land en þau hafa að mestu leyti legið niðri undanfarin tvö ár vegna heims- faraldursins. Í dag eru þorrablótin meðal stærri viðburða ársins enda mikið lagt upp úr vönduðum skemmti- kröftum og vinsælu tónlistarfólki í bland við þorramatinn og aðra rétti á hlaðborðinu. Söngkonan Sigga Beinteins hefur komið fram á ófáum þorrablótum undanfarin ár og segir alltaf jafn gaman að skemmta á þeim. „Mér finnst þorrablótin vera mjög skemmtileg og það er frábært að halda í þessa gömlu hefð. Það sem að einkennir þau kannski helst umfram aðrar stærri skemmtanir er að gestirnir syngja mikið með. Því er miklu meiri samsöngur en gerist almennt til dæmis á árs- hátíðum og öðrum skemmtunum.“ Og hún finnur fyrir öðruvísi andrúmslofti kringum þorra- blótin. „Fólk er bara svo glatt og það er helsti munurinn sem ég finn á þorrablótum og öðrum skemmt- unum. Gestir mæta yfirleitt í rosalegu stuði og eru mættir til að skemmta sér og öðrum.“ Borðar lítinn þorramat sjálf Þorrablótin voru með öðru sniði þegar Sigga ólst upp. „Ef ég man rétt var ekki gert svona mikið úr þorranum þegar ég var lítil. Ég man til dæmis ekki eftir því að mamma og pabbi hafi farið á þorrablót og þau voru örugglega ekki svona stór í þá daga eins og þau eru núna. Á bóndadaginn gaf mamma pabba oft blóm og ég man að við borðuðum þá slátur, f lat- kökur og harðfisk.“ Þótt henni finnst þorrinn skemmtilegur tími borðar Sigga ekki mikinn þorramat sjálf. „Ég veit ekki hvort það kallist að borða þorramat þegar maður borðar bara slátrið, harðfiskinn og hangi- kjötið. Mér finnst súri maturinn ekki vera góður og ég borða ekki hákarlinn, lundabaggana né hrúts- pungana. Samt er ég nú skárri en margt af unga fólkinu sem borðar ekkert af þessu.“ Sjálf sækir hún að minnsta kosti eitt þorrablót þegar hún mætir á Hrafnistu þar sem faðir hennar býr. „Þá ætla ég að sitja til borðs með honum og bróður mínum og hafa gaman. Þetta er alltaf ákveðin stemning finnst mér og fastur punktur í tilveru okkar. Ég mun að minnsta kosti fá mér lifrarpylsu, blóðmör og rófustöppu.“ Stórafmæli hjá Stjórninni Þorrablótstímabilið lítur vel út hjá Siggu sem kemur fram á nokkrum blótum hér og þar á næstunni. Utan þess hefur nýtt ár byrjað vel þar sem hún er bókuð víða og því nóg að gera hjá henni. „Mér sýnist á öllu að árið 2023 verði frábært ár í spilamennskunni. Síðan á Stjórnin stórafmæli en bandið verður 35 ára í ár. Við erum að spila á fullu og ætlum okkur að halda stórtónleika í lok september í Háskólabíó af því tilefni. Undirbúningur fyrir þá er á byrjunarstigi og við erum ekki enn búin að ákveða hvernig þeir verða en eitt er víst, þeir verða skemmti- legir. Það get ég svo sannarlega sagt um þá á þessu stigi.“ Það eru ekki margar hljómsveitir sem ná svo háum aldri hér á landi. Hvernig skýrir Sigga vinsældir Stjórnarinnar? „Ég held að Stjórnin hafi lifað svona lengi meðal annars út af lögunum sem eru flest létt og skemmtileg. Textarnir eru líka frekar léttir og auðveldir og því er fólk almennt fljótt að læra þá.“ Ólíkar kynslóðir mæta Hún segir meðlimi Stjórnarinnar líka hafa alla tíð lagt upp með að skemmta fólki og það segir líka sitt þegar kemur að háum lífaldri. „Það er líka frábært að sjá aldurs- bilið sem við erum að fá á tónleika hjá okkur. Ætli yngsti hópurinn sé ekki frá svona 17–18 ára og upp úr. Meðal þeirra sem sækja tónleika okkar er fólk sem var unglingar þegar það kom fyrst á sveita- böllin í kringum 1988–1990. Þetta sama fólk á núna börn og jafnvel barnabörn sem nú eru að koma á tónleikana okkar og elska þessi lög enda alist upp við þau frá því að þau fæddust.“ Eftirminnileg í skaupinu Landsmenn sáu nýja hlið á Siggu Starri Freyr Jónsson starri @frettabladid.is Stjórnin heldur upp á 35 ára afmælið í lok september. Sveitin kom meðal annars fram á Tónaflóði við Arnarhól á Menningarnótt árið 2019 við afar góðar undirtektir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þótt Sigga borði ekki súrmat þá finnst henni frá- bært að halda í þessa gömlu hefð. Sjálf fær hún sér helst lifrarpylsu, blóðmör og rófustöppu. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI á gamlárskvöld þar sem henni brá fyrir í óborganlegu sketsi í ára móta skaupinu. „Það var mikill heiður fyrir mig að vera beðin um að taka þátt í skaupinu og hrika- lega gaman að fá að vera með. Ég hef aldrei verið beðin áður svo mér fannst þetta mjög spennandi.“ Upptökurnar fóru fram í nóvem- ber á síðasta ári og henni fannst erfitt að þurfa að þegja yfir því að hún kæmi fram í skaupinu. „Ég var allan daginn á tökustaðnum þó svo að senan mín væri mjög stutt. Þannig að biðtíminn var frekar langur en þannig er það bara þegar verið er að taka upp fyrir sjón- varp.“ n „Það var mikill heiður fyrir mig að vera beðin um að taka þátt í skaupinu og hrikalega gaman að fá að vera með,“ segir Sigga sem kom fram í einum skets. MYND/ÓLÖF ERLA EINARSDÓTTIR Fólk er bara svo glatt og það er helsti munurinn sem ég finn á þorrablótum og öðrum skemmtunum. Gestir mæta yfirleitt í rosalegu stuði og eru mættir til að skemmta sér og öðrum. Sigga Beinteins 2 kynningarblað A L LT 20. janúar 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.