Fréttablaðið - 20.01.2023, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 20.01.2023, Blaðsíða 26
Þyngsta lyftan sem þú gerir í ræktinni er þegar þú lyftir hún- inum á útidyrahurð- inni. Ragga nagli odduraevar@frettabladid.is Stærsta þorrablót í heimi verður haldið í Kórnum í kvöld, sjálft Kópa- vogsblótið. Að því standa íþrótta- félög í bænum, Breiðablik, HK og Gerpla. „Þetta eru náttúrulega íþrótta- félög sem eru stærst á sínu sviði,“ segir Jón Sigurður Garðarsson, einn skipuleggjenda blótsins og það má heyra á honum að hann er allur að gírast upp fyrir herlegheitin. Búist er við 2.500 gestum á blótið sem er met frá því fyrstu tvö árin sem það var haldið, 2019 og 2020, en þá mættu rúmlega 2.000 manns. „Bara gólff löturinn sem þarf að kovera er í kringum 5.000 fermetrar í knatthöll sem lítur þannig út þegar þú kemur inn á kvöldinu að þú ert ekki að labba inn í íþróttahús, þú ert að labba inn á veitingastað, sem er náttúrulega bara geggjað,“ segir Jón sem gírast meira upp í spennu fyrir blótinu eftir því sem líður á spjallið. Hann eys alla samstarfsaðila lofi. „Svo þurfum við að ræða veislustjór- ana,“ segir Jóhann en veislustjór- arnir eru þeir Auðunn Blöndal og Steindi jr. „Þeir eru náttúrulega svo miklu meira en veislustjórar, þeir eru einfaldlega bara partíhaldarar. Ég hitti þá á fundi í gær eða fyrradag og það kom mér á óvart hvað Steindi er skynsamur. Ég hélt að hann væri algjör sauður en þeir eru alveg með þetta,“ segir Jóhann skellihlæjandi. „Með öllu þessu og svo undra- kokkinum í Café de Múl, hann er ekki að fara að gefa smáfuglunum að borða þarna, hann er að fara að gefa fólki alvöru mat,“ segir Jóhann sem segir iðnaðareldhús hafa verið byggt í Kórnum. „Við byrjuðum að skipuleggja þetta í september. Að sjálfsögðu er þessu svo ekki lokið fyrir okkur, því svo þarf að taka allt niður og það tekur tíma og svo þurfum við að halda fund og fara yfir hvað betur má fara,“ segir Jón. „Félögin í Kópavogi eru líka frá- bær, að þau hafi sameinast. Ekki geta FH og Haukar haldið svona, eða KR og Grótta. Þar er allt logandi í illdeilum og leiðindum en það er ekki að finna það hér. Þetta kemur rosalega mörgum á óvart og bærinn er gríðarlega velviljaður líka,“ segir Jón. Það hafi farið gríðarlegur tími í að koma öllu saman fyrir kvöldið og ljóst að það verður heimsmet slegið, stærsta þorrablót í heimi. „Ég segi nú líka sko: Ég er uppáhalds tengda- sonur tengdamóður minnar. Og hún getur ekkert neitað því, því ég er sá eini,“ segir Jón hlæjandi. „Það er það sama með þetta. Það er mjög auðvelt að setja heimsmet í því að halda þorrablót, það er bara að vera stærri heldur en Kópavogs- blótið. Það er hvergi haldið annars staðar í heiminum, þannig að þetta er bæði Íslands- og heimsmet og við gerum mikið úr því,“ segir Jón hress í bragði. n Heimsmetið verður slegið í Kórnum um helgina Jón Sigurður Garðarsson Jón Sigurður var mjög heillaður af veislustjór- unum Steinda og Audda eftir fund með þeim og segir þá svo miklu meira. mynd/aðsend Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, segir þá sem strengdu ára- mótaheit um lífsstílsbreyt- ingar í upphafi árs og eiga nú mögulega um sárt að binda þegar líður að lokum janúar ekki þurfa að örvænta. odduraevar@frettabladid.is „Það byrjar gjarnan að kvarnast úr hópnum í kringum enda janúar og svo yfirleitt í kringum Valent- ínusardag eru flestir þessir „nýárs- heitungar“ horfnir á braut og það auðvitað viljum við ekki,“ segir einkaþjálfarinn og heilsusálfræð- ingurinn Ragnhildur Þórðardóttir um þá fjölmörgu sem eflaust hafa strengt nýársheit um að lifa betri og heilsusamlegri lífsstíl árið 2023. Fréttablaðið leitaði á náðir Röggu um hvatningarorð til þeirra sem mögulega eru að ströggla við að halda heitin, nú þegar líður að lokum janúar. „Ég er alltaf að reyna að brýna fyrir fólki að í stað þess að það setji sér útkomumarkmið að það setji sér hegðunarmarkmið,“ segir Ragga. Hún segist ráðleggja öllum að setja venjur ofar útkomu. Útkomu- markmið séu gryfja sem margir falli í, þar undir falli meðal annars að ætla sér að missa tíu kíló eða taka þátt í Járnkarlinum á einhverjum tímapunkti. „Það eru þessar stóru yfirlýsingar um hvað það er sem ég ætla að ná,“ segir Ragga sem segir mikilvægt að sleppa því og byrja þess í stað á byrjuninni. „Ef við setjum okkur hegðunar- markmið erum við að skoða hvaða hegðun við ætlum að framkvæma. Ef við ætlum að ná einhverri útkomu þá er það alltaf samansafn af einhverri hegðun yfir langan tíma.“ Ragga segir f lesta hugsa um það að ef þeir nái ákveðnu markmiði í ræktinni þá verði þeir rosa hraustir og f lottir. Þá sé fólk hins vegar að hugsa um útkomuna. „Við þurfum að láta venjurnar okkar og hegðun verða sönnunar- gagn fyrir því að ég sé þessi mann- eskja. Þannig að hver einasta litla hegðun eða litla venja styrki þá ímynd af því sem við viljum vera,“ segir Ragga. „Þannig að í stað þess að hugsa okkur að um leið og við klárum þetta maraþon, til dæmis, þá verðum við ímynd hreystinnar. Það er ekki þannig, hugsaðu það bara þannig að þú sért nú þegar ímynd hreystinnar og spurðu þig: Hvað þarf ég að gera til að styrkja þá ímynd? Byrjum þar.“ Ragga segist skilja vel áhersluna á útkomuna hjá fólki. „Hún er rosa- Ragga nagli biður þá sem strengdu áramótaheit um að gefast ekki upp lega sexí. Við lesum frétt um að ein- hver hafi misst 50 kíló. Það eru hins vegar engar fréttir um alla hegðun- ina sem leiddi til þess,“ segir Ragga, þar sé einungis frétt af útkomunni. Hún segir að heilsuhegðun þurfi að vera verðlaunuð samkvæmt vanafræjunum til að byrja með. „Þegar kemur að heilsuhegðuninni eru verðlaunin langt í framtíðinni en refsingin hér og nú. Það er erfitt að segja: nei, ég ætla að panta mér kjúklingabringu frekar en ham- borgara og skrefin af sófanum eru þung,“ útskýrir þjálfarinn. „En verðlaunin koma svo fram eftir 5, 6, 7 eða 8 mánuði. Við sjáum breytinguna langt fram í tímann og þess vegna, þegar við erum að byrja, þurfum við að grípa í ytri verðlaun til þess að koma okkur af stað. Lofa okkur, ef við förum í ræktina, að fá okkur uppáhaldskaffibollann okkar eða fara í sánu eða heita pott- inn. Kaupa okkur uppáhalds Nike- jakkann okkar þegar við höfum farið tíu sinnum,“ segir Ragga. Með tímanum fari verðlaunin að vera fólgin í sjálfri hegðuninni. Ragga segir það svo skipta máli að brjóta hegðunina niður og gera hana eins auðvelda og hægt er. „Svo að við getum byrjað þá þarf þetta að vera auðvelt, augljóst og aðlaðandi,“ segir Ragga og nefnir að margir nái miklum árangri jafn- vel þótt þeir fari bara í ræktina í 10 mínútur í senn tvisvar, til þrisvar í viku. „Það er of mikið að ætla sér að fara 60 mínútur í rækt fimm sinnum í viku úr 0 mínútum. Það er 300 pró- sent aukning! Það eru til frásagnir af fólki sem hefur misst 50, jafnvel 100 kíló á ári, en það fór bara í ræktina í tíu mínútur, kannski þrisvar í viku. Bara því þau masteruðu mæting- una,“ segir Ragga. „Masteraðu mætinguna og bættu síðan við þegar þér hentar. Það er bara fúndamental. Þetta er stærsti hlutinn af þessu. Þyngsta lyftan sem þú gerir í ræktinni er þegar þú lyftir húninum á útidyrahurðinni,“ útskýrir Ragga. n Ragnhildur Þórðardóttir er með mikivæg ráð til þeirra sem eru mögulega við það að gefast upp á áramótaheitunum. mynd/aðsend 18 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 20. jAnúAR 2023 fÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.