Fréttablaðið - 20.01.2023, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 20.01.2023, Blaðsíða 28
Þetta sýnir manni bara það að maður er ekk- ert ungur að eilífu. Ég er virkilega spenntur að sjá hvernig fólki líst á þetta og geri fast- lega ráð fyrir því að halda tónleika í Eldborg von bráðar. Ari Ísfeld segir mikilvægt að karlar geti leyft sér að vera smáir. Ari syngur einmitt um það í sínu fyrsta lagi sem kemur út í dag og ber heitið Smá smár. odduraevar@frettabladid.is Leikarinn og nú tónlistarmaðurinn Ari Ísfeld gaf á miðnætti út nýtt lag sem ber nafnið Smá smár. Hann segir að lagið sé persónulegt en jafn- framt hafi hann líka samið það fyrir leiksýninguna How to make love to a man sem sýnd var í Borgarleikhús- inu í fyrra. „Það var sýning sem fjallaði um karlmenn og tilfinningar karl- manna. Ég vil alltaf hafa lög í mínum leikritum, bara svona til að sýna hvað ég er f lottur að syngja,“ segir Ari í gríni. Í laginu syngur Ari um að hann sé lítill í sér, en að það sé allt í lagi að vera smá smár. Gott að vera smá smár Ari Ísfeld syngur um að það sé í lagi að vera lítill í sér. Fréttablaðið / Sigtryggur ari „Við töluðum rosalega mikið um tilfinningar karlmanna í ferlinu við gerð leikritsins og hvað það er í raun mikilvægt sem karlmaður að fá að vera lítill í sér, fá að vera mjúkur, fá að sýna tilfinningar sínar og biðja um knús.“ Ari segist alltaf hafa verið mjúkur maður. „Og grátið mikið og knúsað mikið og fannst það liggja beint við að hvetja aðra karlmenn til þess að opna sig tilfinningalega.“ Einhverjir karlar myndu eflaust fussa og sveia yfir slíkum skilaboð- um og vilja harka allt af sér. Ari fellst á að sú menning lifi enn góðu lífi. „Heldur betur. Sérstaklega kannski kynslóð foreldra okkar. Það er lítið verið að opna sig um tilfinningar, en mér finnst það samt vera að breytast á okkar aldri. Alla vega í kringum mig, en kannski lifir maður alltaf í einhverri búbblu.“ Alltaf sé verið að hvetja karlmenn til þess að opna sig með mismiklum árangri. „Karlmenn eru hvattir til þess að fara til sálfræðings, ræða tilfinningar sínar við vini sína en samt er það einhvern veginn alltaf sama gamla sagan og sjálfsvígstíðni meðal karlmanna því miður enn há.“ Ari segir að lagið sé þrátt fyrir allt persónulegt að miklu leyti. „Lagið hljómar auðvitað eins og mér líði illa og vilji knús og það er auðvitað stundum þannig, að ég vilji knús og líði illa. En ég hef alls ekki verið smeykur við að gefa lagið út af því að það sé eitthvað rosalega per- sónulegt, þó jú, auðvitað séu þetta tilfinningar sem maður finnur.“ Ari hefur aldrei gefið út lag áður. „Ég samdi lagið í febrúar í fyrra og hef aðeins verið að fikta í því síðan. Þetta er algjört vetrarlag og tilvalið að hlusta á það núna í þessum skíta- kulda og undir teppi, kveikja á kerti og gráta smá.“ Sjálfur samdi hann laglínu og textann og fékk síðan Magnús Jóhann Ragnarsson vin sinn sér til aðstoðar áður en hann leitaði til annars félaga, gítarhetjunnar Reynis Snæs Magnússonar sem gerði lagið. „Þetta var algjört samvinnuverkefni, ég kann líka ekkert sjálfur,“ segir Ari hlæjandi. „Ég er virkilega spenntur að sjá hvernig fólki líst á þetta og geri fast- lega ráð fyrir því að halda tónleika í Eldborg von bráðar. Þetta verða mjög stuttir tónleikar enda spila ég bara þetta eina lag. Hendi kannski remix-i inn í þetta líka,“ segir Ari enn hlæjandi. n odduraevar@frettabladid.is „Þetta hafa verið langir dagar og það skein kannski í gegn þarna,“ segir Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfull- trúi í Kópavogi, sem varð það á að birta tilkynningu á Facebook-vegg sínum sem átti eingöngu að fara til húsfélags hans, um að hann hygðist taka vatnið af. „Vatnið fer ekki af í kvöld heldur annað kvöld klukkan 20.30. Það verður síðasta skipti sem ég þarf að taka það af,“ skrifaði Andri á Facebook. „Ég var búinn að vera að hringla með þetta fram og aftur og var að taka vatnið af öllu húsinu og við höfum verið að vinna í þessu eftir vinnu og höfum reynt að upp- lýsa fólk um þetta, við höfum þurft að taka vatnið af tvisvar áður og þetta var í þriðja skiptið,“ segir Andri. „Svo hendi ég þessu þarna inn og svo er það ekki fyrr en korteri seinna að nágranninn á hæðinni fyrir ofan mig kemur og dinglar og upplýsir mig um það að ég hafi hent þessu á rangan stað, þá sé ég að nokkrir voru búnir að hringja til að reyna að benda mér á þetta boomer múv,“ segir Andri og hlær. Einhverjir spurðu hvort Andri hygðist taka vatnið af öllum bænum og var Ásdís Kristjánsdóttir, bæjar- stjóri Kópavogs, meðal þeirra sem slógu á létta strengi við færslu Andra. „Þetta var óheppilegt svona á þessum kuldatíma að lenda í þessu, en þetta sýnir manni bara það að maður er ekkert ungur að eilífu.“ n Héldu að Andri hygðist taka vatnið af Kópavogi Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfull- trúi í Kópavogi. Í helgarblaðinu U-beygja Jóhönnu Guðrúnar Eftir skilnað ætlaði Jóhanna Guð- rún að vera ein með börnum sínum tveimur, en örlögin tóku í taumana og stuttu síðar var hún komin í sambúð og þriðja barnið, dóttirin Jóhanna Guðrún, bættist í hópinn. Nýbakaðri móðurinni bauðst svo draumahlutverk á Akureyri og skoraðist ekki undan. Hentu öllu út úr hesthúsinu Hesthús Nadiu Katrínar Banine og eiginmanns hennar í Víðidalnum er einkar huggulegt enda hefur það vakið athygli hjá nágrönnum sem hafa jafnvel sótt til þeirra lausnir og hugmyndir. Svona áföll gleymast ekki Á mánudaginn eru liðin fimmtíu ár frá því að eldgos hófst óvænt í Vest- mannaeyjum. Ágústa Berg Sveins- dóttir var tólf ára þegar gosið hófst og segir hún minninguna um það enn ljóslifandi. 20 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 20. JAnúAR 2023 fÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.