Fréttablaðið - 20.01.2023, Blaðsíða 25
Það er enn þá rosaleg
æskudýrkun í leikhús-
inu. Það er alveg furðu-
legt hvernig leikhúsin
haga sér að henda
reynslu.
Þórhildur Þorleifsdóttir
Sýningin
Flauels-
hryðjuverk
í Kling
& Bang
er fyrsta
yfirlits-
sýningin
á verkum
Pussy Riot.
tsh@frettabladid.is
Maria (Masha) Alyokhina, for-
sprakki Pussy Riot, mun halda
tvær leiðsagnir um yfirlitssýningu
listhópsins í Kling & Bang á næstu
dögum.
Sýningin Flauelshryðjuverk –
Rússland Pussy Riot í Kling & Bang
hefur vakið mikla athygli en um
er að ræða fyrstu yfirlitssýningu á
gjörningum og listaverkum þessa
þekkta rússneska andófslisthóps.
Vegna mikillar aðsóknar að sýn-
ingunni hefur hún verið framlengd
til 29. janúar. Leiðsagnirnar fara fram
næsta laugardag, 21. janúar, klukkan
15.00, og fimmtudaginn 26. janúar
klukkan 20.00.
Í viðtali við Fréttablaðið í nóvem-
ber síðastliðnum sagði Masha Alyok-
hina um sýninguna:
Maria Alyokhina með leiðsögn um sýningu Pussy Riot
Maria (Masha)
Alyokhina á
sýningu Pussy
Riot í Kling &
Bang.
Fréttablaðið/
Eyþór
Hjónin Arnar Jónsson og
Þórhildur Þorleifsdóttir leika
í verkinu Marat/Sade sem
frumsýnt er í Borgarleik-
húsinu í dag. Leikhópurinn
samanstendur af sannkölluðu
stórskotaliði úr elstu kynslóð
sviðslistafólks en þau yngstu
eru um sjötugt og sá elsti
níræður.
tsh@frettabladid.is
Leikritið Marat/Sade eftir Peter
Weiss var fyrst sett upp á Íslandi
í Þjóðleikhúsinu 1967. Tveir úr
núverandi leikhóp tóku þátt í þeirri
sýningu, þau Sigurður Skúlason sem
fer með hlutverk Jean-Paul Marat
og Margrét Guðmundsdóttir sem
leikur sama hlutverk og hún gerði
fyrir tæpum 56 árum.
Arnar: „Ég var ekki í Þjóðleikhús-
inu á þeim tíma en hins vegar eru
manneskjur í þessu verki núna sem
voru í þeirri sýningu. Hugmyndin
er sú að það er enginn undir sjötugu
á sviðinu.“
Leikrit inni í leikriti
Marat/Sade er eins konar „leikrit
inni í leikriti“ en frásögnin gerist á
geðveikrahælinu Charenton árið
1808 og segir frá leikriti sem De Sade
markgreifi setur upp ásamt vist-
mönnum hælisins sem fjallar um
morðið á byltingarhetjunni Jean-
Paul Marat í frönsku byltingunni
1793.
Arnar: „Leikararnir eru að leika
geðsjúklinga, sem eru að leika hlut-
verk í leikriti sem hælisstjóri Charen-
ton, sem var mjög framsýnn maður
og vildi fremur láta fólk gera eitthvað
skapandi en hlekkja það niður, fékk
De Sade markgreifa til að skrifa og
setja upp. De Sade velur að semja
leikrit um dauða Jean-Paul Marat.“
Arnar fer með hlutverk De Sade
markgreifa sem aðhylltist upphaf-
lega frönsku byltinguna en varð
henni síðar afhuga og snýst leik-
ritið að stórum hluta um samræður
Marat og De Sade um byltinguna.
Þórhildur bætir við að geðveikra-
hæli þess tíma hafi verið eins konar
geymsluhús stjórnvalda fyrir fólk
sem var óþægilegt stjórnvöldum.
Þórhildur: „Já, og bara alls konar
fólk, það var ekkert endilega geð-
veikt. Þetta hæli var til og var kallað
geðveikrahælið Charenton. En Sade
var náttúrlega ekkert geðveikur,
hann var bara óþægilegur maður og
pólitískur fangi.“
Brekka fyrir marga
Leikstjóri Marat/Sade er Rúnar Guð-
brandsson sem hefur áratugum
saman verið í framlínu tilraunaleik-
húss á Íslandi með leikhópi sínum
Lab Loka.
Hvernig er stemningin í hópnum?
Arnar: „Það er bara ágætis stemn-
ing út af fyrir sig. En þetta er dálítil
brekka fyrir marga, ég held að það
sé óhætt að segja það. Það er ekki
alveg einfalt að snúa aftur á svið
eftir langan tíma. Sérstaklega af því
það eru allir leikararnir á sviðinu
allan tímann, það er verið að syngja
og það er mikil hreyfing á fólki og
margt að læra.“
Þórhildur: „Sjálf hef ég ekki
komið á svið í tæp fimmtíu ár. Ég
hljóp tvisvar eða þrisvar inn í sýn-
ingar sem ég setti upp sjálf en
er búin að vera viðloðandi leik-
húsið allan þennan tíma. Þann-
ig að þetta er allt öðruvísi fyrir mig
en þá sem hafa kannski ekki komið
nálægt leikhúsinu í áratugi.“
Í verkinu fer Þórhildur með hlut-
verk vistmannsins á geðveikrahæl-
Byltingarleikhús elstu kynslóðarinnar
Leiklistarhjónin
Arnar Jónsson
og Þórhildur
Þorleifsdóttir á
heimili sínu við
Skólavörðustíg.
Fréttablaðið/
Ernir
inu, gamallar ballerínu með alz-
heimer. Þórhildur steig fyrst á svið
Þjóðleikhússins sem ballettdansari
aðeins ellefu ára og segir hún það
því gaman að loka hringnum með
því að leika og dansa á sviði Borgar-
leikhússins.
Æskudýrkun í leikhúsinu
Það er ekki algengt í íslensku leik-
húsi að settar séu upp sýningar sem
eru einungis skipaðar eldri leik-
urum. Þórhildur og Arnar eru bæði
sammála um að í leikhúslífinu hér á
landi sé of mikil æskudýrkun.
Þórhildur: „Því miður hefur þetta
einkennt síðustu tvo áratugi eða
svo og það er enn þá rosaleg æsku-
dýrkun í leikhúsinu. Það er alveg
furðulegt hvernig leikhúsin haga
sér að henda reynslu.“
Arnar: „Já, við erum ekki alveg
svona rík, við ættum að nýta þetta
margfalt betur.“
Þórhildur segir að kynslóðin á
undan þeim Arnari hafi fengið tæki-
færi til að leika mun lengur en núna
sjáist sjaldan leikarar yfir miðjum
aldri á sviðum leikhúsanna.
Þórhildur: „Það er mjög lítil
breidd. Auðvitað verður alltaf að ala
upp nýjar kynslóðir en það á ekki
að gerast með því að henda fólki
Þorvaldur S.
Helgason
tsh
@frettabladid.is
„Fyrir margt fólk er Rússland
núna bara hryðjuverkaríki og fyrir
það var það svartur ókannaður
blettur á landakortinu. Við erum
að opna rifu á gluggann um það
hvernig Rússar eru að mótmæla
Pútín og hvernig við höfum reynt
að vekja athygli á því sem er í gangi
þar í landi, sérstaklega eftir að við
eyddum tveimur árum í fangelsi.“
Í tilkynningu frá Kling & Bang
segir að um sé að ræða einstakt
tækifæri til að heyra frásögn Mariu
(Möshu) um gjörninga Pussy Riot
og baráttu þeirra fyrir frelsi og rétt-
læti.
Sýningarstjórar Flauelshryðju-
verk – Rússland Pussy Riot eru
Dorothee Kirch, Ingibjörg Sigur-
jónsdóttir og Ragnar Kjartansson.
Leiðsagnirnar fara fram á ensku og
aðgangur er ókeypis. n
og taka inn nýtt, heldur með því að
taka fólk upp á færibandið og láta
það færast með.“
Hugmyndafræðileg átök
Marat/Sade var fyrst sett upp í
Þýskalandi 1963 en eins og áður
sagði gerist verkið á árunum um og
eftir frönsku byltinguna. Í verkinu
mætast því mörg ólík tímaskeið.
Arnar: „Það merkilega við þetta
verk er að það hefur staðist tímans
tönn. Mér fannst dálítið merkilegt
að þegar ég fór að lesa um De Sade
komst ég að því að hann var fyrst
og fremst leikhúsmaður og skrifaði
alveg ótal, ótal verk. Þó sat hann
inni í fangelsi mestan part ævi sinn-
ar, hann sat inni undir kónginum,
undir byltingarmönnum og síðar
undir Napóleon.“
Þórhildur bætir við að í Marat/
Sade séu hugmyndafræðileg átök
sem tali beint inn í okkar samtíma.
Þórhildur: „Þetta er hugmynda-
fræðilegt samtal um skiptingu auðs
og valds. Það er nú alveg klassískt
umræðuefni þó svo að í velsæld
undanfarinna ára hafi menn ýtt
þessu undir borðið og sagt að allir
séu jafnir og hafi það svo æðislega
gott. Vissulega höfum við mörg það
gott en við sjáum nú bara til dæmis
átökin sem eru í verkalýðshreyfing-
unni. Þetta eru hugmyndafræðileg
átök sem eru ekkert liðin undir lok.“
Arnar: „Þannig held ég að
áhorfendur muni einmitt finna
fyrir þessum átökum. Hvað
birtist þarna, það kallast alveg
á við það sem fólk er að upplifa
í dag.“ n
FRéttABlAðið menning 1720. jAnúAR 2023
FÖSTUDAgUR