Fréttablaðið - 20.01.2023, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 20.01.2023, Blaðsíða 20
Þorratrogið er nokkurs konar ein- kennisréttur hjá Múla- kaffi og er ávísum á algjöra toppþorraveislu með öllu tilheyrandi. Þorrinn er mikill anna- tími hjá Múlakaffi. Í dag, á sjálfan bóndadaginn, er þorrahlaðborð á boðstólum í Hallarmúlanum og þar má fá smakk af öllu því besta sem þorrinn hefur upp á að bjóða. Einnig er hægt að panta þorratrog og hjóna- bakka til að njóta heima eða annars staðar. „Þorrinn á sér áratugalanga sögu hjá Múlakaffi og það má segja að hann sé að ákveðnu leyti eins og jólin hjá okkur. Það er líf og fjör og starfsmannahópurinn okkar nýtur þess að taka þátt í þessari sérís- lensku hefð. Undirbúningur þorr- ans byrjar í september hjá okkur í Múlakaffi og stendur yfir fram að þorranum. Það kæmi fólki á óvart hvað þorramatur þarf í raun mikinn undirbúning og geymslu,“ segir Jóhannes Stefánsson, veit- ingamaður hjá Múlakaffi. „Undanfarin ár hefur þorranum vaxið ásmegin og sífellt f leiri Íslendingar kjósa að fagna honum. Stór þorrablót eru haldin víðs vegar um bæinn og því er í mörg horn að líta. Þar munar mest um stóru blótin hjá íþróttafélögum og bæjarfélögum. Þar koma þúsundir manna saman og blóta þorrann.“ Þorratrog og hjónabakkar Að venju býður Múlakaffi upp á hin sívinsælu þorratrog á þorr- anum. Jóhannes segir að fólk panti þau ár eftir ár. „Þorratrogið er nokkurs konar einkennisréttur hjá Múlakaffi og er ávísun á algjöra toppþorraveislu með öllu tilheyrandi. Vissulega hefur þetta breyst aðeins með árunum og margir sem biðja um meira af nýmeti en súrmeti. Á þorratroginu er einmitt einnig heitt saltkjöt og uppstúf og sviða- kjammar, þannig að hann hentar flestum,“ segir hann og bætir við að það sé í raun allt litrófið af fólki sem pantar þorratrog frá Múla- kaffi. Allt frá einstaklingum sem halda í gamlar hefðir og upp í fyrir- tæki og stærri hópa. Til að tryggja sér þorratrog er einfaldast að fara á vefsíðu Múla- kaffis, www.mulakaffi.is, og panta trogið þar. „Annars er alltaf hægt að senda okkur tölvupóst, hringja eða bara mæta til okkar í Hallarmúlann,“ segir Jóhannes. „Við bjóðum líka upp á hjóna- bakka. Það eru þorrabakkar með nýmeti og súrmeti fyrir tvo. Hjónabakkarnir eru mjög vinsælir hjá okkur. Þeir fást í verslunum Krónunnar og svo er hægt að fá þá hjá okkur í Hallarmúlanum á bóndadaginn og eitthvað áfram á meðan birgðir endast. Það er líka hægt að panta hann sérstaklega á vefsíðunni okkar.“ Hlaðborðið meitlað í stein Múlakaffi hefur verið með þorra- hlaðborð á bóndadaginn í áraraðir og árið í ár er engin undantekning. Hlaðborðið er opið í hádeginu í dag frá klukkan 11 til 14 og í kvöld frá 17 til 20 í Hallarmúla 1. „Það er meitlað í stein og mun aldrei breytast hjá okkur,“ segir Jóhannes og hlær. „Það er vissara að panta borð fyrir stærri hópa, en einstaklingar og minni hópar geta alveg treyst á að mæta bara til okkar,“ bætir hann við. „Stemningin á hlaðborðinu er einstök að okkar mati. Þarna er samankomið fólk sem kann virki- lega vel að meta þorramatinn og stemningin er eftir því. Á hlað- borðinu er allt sem hinn fjölbreytti matseðill þorrans hefur upp á að bjóða.“ Aðspurður hver sé vinsælasti þorramaturinn svarar Jóhannes að hrútspungarnir séu alltaf vinsælir og að sviðasultan hjá Múlakaffi þyki einstaklega góð. „Svo finnst okkur alltaf jafn merkilegt hvað fer mikið magn af kæstum hákarli,“ bætir hann brosandi við. „Okkar eini sanni Guðjón Harðarson hefur veg og vanda af því að laga og útbúa þorramatinn. Hann er svokallaður þorrameistari Múlakaffis. Guðjón hefur starfað hjá Múlakaffi í hartnær 40 ár og er því hokinn af reynslu.“ n Þorrinn eins og jólin hjá Múlakaffi Guðjón Harðarson sem hefur veg og vanda af því að laga og útbúa þorramatinn ásamt Jóhannesi. MYNDIR/AÐSENDAR Hægt er að panta þorratrog hjá Múlakaffi. Þorrablót verða sífellt vinsælli. 8 kynningarblað A L LT 20. janúar 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.