Fréttablaðið - 20.01.2023, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.01.2023, Blaðsíða 8
Ég hef ekki fengið nein skilaboð um það að pakka saman. Það er nú bara svo að sá sem velst til forystu í þessu ráðuneyti er á ákveðnu jarð- sprengju- svæði. Fáir ef nokkrir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn hafa verið jafn umtalaðir og Jón Gunnarsson, enda sópar að honum í viðkvæmum mála- flokkum í dómsmálaráðu- neytinu. Stóra spurningin er þó hvort og hvenær hann er á förum úr ríkisstjórn. STJÓRNMÁL Dómsmálaráðuneytið er ekki lengur að finna á Stjórnar- ráðsreitnum við Arnarhól, heldur hafa starfsmenn þess komið sér fyrir á rúmgóðri hæð í Borgartúni – og þar tekur Jón Gunnarsson á móti blaðamanni í köf lóttum jakkafötum, þess alls líklegur að bjóða honum upp á neftóbak, en sér það líklega á svipnum á aðkomu- manni að hann er lítið gefinn fyrir pontuna. Ráðherrann sest makindalega ofan í hægindastól á skrifstofunni – og það liggur beinast við að spyrja hvort hann sé nokkuð á förum. „Það liggur fyrir að formaður flokksins hefur boðað breytingar á ríkisstjórninni. Hvenær það verður nákvæmlega og hvernig get ég ekki sagt um. Ég hef ekki fengið nein skilaboð um það að pakka saman, hvorki frá f lokksformanninum né þingflokknum,“ segir hann skýrum rómi. Hann telur það ekki farsælt að skipta um ráðherra í sínum mála- flokki á þessum tímapunkti, enda sé hann í miðjum klíðum í veigamikl- um verkefnum. „Það er óheppilegt að skipta um hest í miðri á,“ segir hann ákveðið. En þessi orð formannsins um inn- komu Guðrúnar Hafsteinsdóttur í ríkisstjórnina merkja þá ekkert endilega að þú þurfir að fara? „Ég einbeiti mér bara að því að vinna vinnuna mína og skila góðum verkum,“ svarar hann um hæl. „Og það verður bara að skýrast nánar hvernig þessum breytingum á ríkisstjórninni verður háttað og ég veit ekki nákvæmlega hvernig það verður.“ Ég var þó nokkuð stressaður Viltu fara? „Maður er auðvitað í pólitík til að hafa áhrif. Og þar fyrir utan hef ég haft óskaplega gaman af þessu stóra og óvænta verkefni. Ég ætla ekkert að leyna því að það kom mér mjög á óvart á sínum tíma að ég skyldi hafa verið valinn í þetta ráðuneyti dómsmála. Og það skal segjast alveg eins og er að ég var þó nokkuð stress- aður yfir þeim stóru og viðkvæmu verkefnum sem biðu mín. Það er nú bara svo að sá sem velst til forystu í þessu ráðuneyti er á ákveðnu jarð- sprengjusvæði. Það sést kannski best á því hvað mannabreytingarnar hafa verið örar í ráðuneytinu á und- anförnum árum. Ætli ég sé ekki átt- undi ráðherrann hér á einum áratug. Það segir sig sjálft að þetta er óþægi- legt fyrir starfsfólk og hin mikilvægu málefni ráðuneytisins.“ Hann segir að þar komi til enn ein ástæða þess að óheppilegt sé að skipta um mann í brúnni. „Það vantar stöðugleika í þetta ráðu- neyti. Ég er ekki fyrr búinn að koma mér vel inn í öll f lóknustu mál þess áður en ég mögulega á að hverfa á braut,“ segir ráðherrann sem mörgum hefur sýnst hafa verið í kapphlaupi við tímann við að koma breytingum í framkvæmd. „Ég og aðstoðarmenn mínir gerðum okkur strax grein fyrir því að við hefðum mögulega tak- markaðan tíma til breytinga. Við þyrftum að hafa hraðar hendur, enda vildum við koma miklu í verk. Það var kominn tími á nauðsynlegar breytingar. Og sumt af því stóð ein- faldlega í stjórnarsáttmálanum, svo sem að efla löggæslu og gera átak í kynferðisbrotamálum.“ Ég lýsi yfir stríði Hann segist strax í upphafi hafa ein- sett sér að yfirfara alla veigamestu málaflokka ráðuneytisins og sett sér fjögur meginmarkmið; að auka þjónustu, bæta skilvirkni, nýta fjár- muni betur og fjölga störfum úti á landi. „Við höfum verið að nálgast öll okkar verk út frá þessum megin- markmiðum,“ segir Jón. Óheppilegt að skipta um hest í miðri á Jón Gunnarsson veit ekki hvort eða hvenær hann yfirgefur ráðuneytið. {Ég hef ekki fengið nein skilaboð í þá veru,“ svarar hann um hæl, „hvorki frá flokksfor- manninum né þingflokknum,“ bætir hann við. „Þar af leiðandi er ég ekkert að pakka hér saman.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ ERnIR Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Hann nefnir fæk k un sýslu- mannsembætta og sameiningu hér aðs dóm stóla . „ Með ei nu sýslumannsembætti mætum við nútímakröfum um þjónustu og skilvirkni á stafrænum tímum þar sem hægt er að vinna verkefnin víða um land. Mörg verkefnanna hafa verið ofviða fámennum emb- ættum. Það sama á við um héraðs- dómstólana. Þar hefur líka verið að finna nánast einsmannsstofn- anir. Með einum dómstóli er bæði hægt að ef la og styrkja þjónustu og fjölga störfum heima í héraði. Og til að tryggja öfluga þjónustu á landsbyggðinni verða starfsstöðvar stofnananna sérstaklega lögfestar.“ Svo ræðir hann löggæsluna. „Þau mál hafa verið mér sérlega hugleikin,“ segir Jón. „Mönnun löggæslunnar hefur verið áskorun. Það hefur hlutfallslega fækkað í löggæsluliðinu miðað við íbúa- þróun. En ég hef mætt skilningi hjá fjárveitingavaldinu til að ef la lög- gæslu, ásamt rannsókn og saksókn. Það er áríðandi og mun styrkja öll átta embættin í landinu.“ Og honum er nokkuð niðri fyrir. „Ég hef lýst yfir stríði gegn skipu- lagðri glæpastarfsemi,“ og nú blikar á tóbakspontuna í kjöltu ráðherra. „Við erum að fjórfalda getuna til að greina og rannsaka þau mál, meðal annars með stórauknu samstarfi á milli landa.“ Og lögreglan verði að geta varið sig betur. „Hún býr við hættulegra umhverfi en áður. Við gleymum oft vinnuaðstæðum lögreglu- manna. Við þurfum að hlúa að öryggi þeirra á tímum þegar vopna- burður þeirra sem hún þarf að fást við hefur stóraukist. Og við þurfum að svara ákalli lögreglumannanna sjálfra um aukinn varnarbúnað. Reynslan af raf varnarvopnum hefur verið góð í öðrum löndum. Vegna þeirra hefur alvarlegum slysum, bæði á lögreglumönnum og þeim sem þeir fást við, fækkað um tugi prósenta.“ Stjór nvöld verði að standa vaktina, enda sé þróunin ískyggi- leg. „Hér eru mafíuhópar farnir að skjóta rótum. Við búum við gengjamyndun og gengjastríð,“ bætir hann við. „Og þessa sér stað í fangelsum landsins. Fangaverðir tala um nýja kynslóð glæpamanna, unga og miklu harðsvíraðri menn en áður. Af þeim sökum þarf að efla meðferðarúrræði í fangelsunum.“ Hann boðar tillögur í vor til að ef la fangavörslu og fjölga rýmum, ekki síst opnum rýmum, en bæta á aðstöðuna á Litla-Hrauni fyrir rífa tvo milljarða króna. Stjórnlaus hringavitleysa Ráðherrann segir það ekki á bæt- andi hvernig málum sé háttað á meðal umsækjenda um alþjóðlega vernd. „Að mínu mati er verndar- kerfið hér á landi stjórnlaust. Og hringavitleysan í málaf lokknum er augljós. Nýlega átti að senda 35 umsækjendur um vernd úr landi. Málið komst í hámæli. Allir höfðu þeir fengið fulla málsmeðferð og notið löglærðs talsmanns en var að lokum synjað um vernd. Þegar til kastanna kom náðist bara að senda 19 þeirra úr landi, en 16 gátu falið sig. Þessir 19 eru núna allir komnir til baka, búnir að endurnýja umsókn sína og komnir á framfæri íslenskra skattgreiðenda,“ segir Jón og horfir beint í augu blaða- manns. „Þetta er stjórnleysi. Þetta er hringavitleysa. Við erum komin í ógöngur sem þjóð á þessu sviði. Ísland hefur í mörg ár tekið á móti f leiri umsóknum um vernd heldur en hin Norðurlöndin.“ Hann segir þetta bitna á þeim sem síst skyldi, einmitt þeim útlendingum sem uppfylla skilyrði um alþjóðlega vernd og búsetu hér á landi. „Flóttamannasamningur Sameinuðu þjóðanna er einhver fegursti sáttmáli sem saminn hefur verið. Við viljum geta rækt skyldur okkar með sóma á þeim vettvangi. En þá mega innviðirnir ekki bila af völdum þeirra sem eiga ekki rétt á vernd,“ segir hann og talar um heimatilbúinn vanda. „Rót hans er sú að löggjöf okkar er linari en land- anna í kringum okkur. Og sú fiski- saga flýgur víða sem ýtir undir að hingað koma hópar umsækjenda til að reyna fyrir sér í íslenska kerfinu, burtséð frá því hvort þeir eigi í raun rétt á alþjóðlegri vernd, hafi fengið hana viðurkennda í öðru Evrópu- landi eða fengið synjun áður á Íslandi. Þessu þurfum við að breyta í samræmi við okkar næstu nágranna- þjóðir,“ segir Jón Gunnarsson og fær sér í nefið, vongóður um að laga- frumvarp hans, sem taki á þessum málum, verði afgreitt í febrúar. n 8 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 20. jAnúAR 2023 fÖStUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.