Fréttablaðið - 27.01.2023, Síða 2
Þó að þetta séu gjör-
ólíkt íslenskri glímu þá
eru þetta átök sem
heilla marga.
Pétur Marínó Jónsson
Bridds spyr ekki til um aldur
Þessi ungi drengur spilar augljóslega bridds af mikilli alvöru, enda veglegir vinningar í boði fyrir sigurvegara á hinni árlegu hátíð Reykjavík Bridge Festival sem
fer nú fram í Hörpu dagana 26. til 29. janúar. Þar munu keppendur spila annaðhvort í pörum eða hópum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Í fyrsta sinn verður keppt í
deildarkeppni í glímu um
helgina þegar Unbroken-
deildin í uppgjafarglímu fer
fram í húsnæði Mjölnis. Móts-
stjóri segir íþróttagreinina í
stöðugum vexti.
kristinnpall@frettabladid.is
Íþróttir Tæplega hundrað kepp-
endur eru skráðir til leiks þegar
fyrsta deildarkeppnin í uppgjafar-
glímu á Íslandi fer fram um helgina.
„Það er búin að vera mikil spenna
í glímusamfélaginu frá því að við til-
kynntum þetta seint á síðasta ári.
Maður sá það strax á mætingunni
að fólk fór alveg á fullt og það kom
mikill keppnisgír í fólk til að koma
sér í stand fyrir fyrstu helgina,“ segir
Pétur Marinó Jónsson hjá Mjölni
sem er mótsstjóri Unbroken-deild-
arinnar.
„Maður heyrir af því sama hjá
öðrum klúbbum, að það hafi strax
verið mikil spenna fyrir þessu. Það
hefur mikill uppgangur átt sér stað
í glímunni síðastliðin ár og það var
þörf á fleiri mótum.“
Uppgjafarglíma, eða brasilískt
jiu jitsu, gengur út á að ná and-
stæðingnum í hengingu eða lás og
fá hann til að gefast upp. Ólíkt hefð-
bundnu jiu jitsu eru þátttakendur
ekki í búningi. Þetta er því ekki skylt
þjóðaríþrótt Íslendinga, glímu, en
Pétur segir Íslendinga heillast af
átökunum.
„Þó að þetta sé gjörólíkt íslenskri
glímu þá eru þetta átök sem heilla
marga. Þetta er svolítið eins og að
fara í gamnislag með tækni og þegar
þú ert búinn að prófa þetta og kynn-
ast þessu er þetta ávanabindandi,
bæði í æfingum og keppnum.“
Pétur segir að það sé fjölbreytt
f lóra af þátttakendum í ár. „Við
skiptum þessu upp í byrjendadeild
og úrvalsdeild eftir reynslu kepp-
enda og það er breitt aldursbil. Þetta
er alveg frá sextán ára aldri upp í
tæplega fimmtugt.“
Deildarkeppnin fer fram yfir þrjár
helgar í vetur og í upphafi sumars
verður úrslitakvöld þar sem von er
á erlendum gestum. Hann viður-
kennir að það hafi verið snúið að
útfæra deildarkeppni í glímu.
„Þetta var smá snúið. Við vildum
tryggja að aðilar fengju sem flestar
glímur en við vorum ekki með
neina erlenda fyrirmynd. Þetta er
tilraun og mikil handavinna að
baki við að raða glímunum og sjá
til þess að einstaklingar mætist ekki
oft. Þetta gengur mjög vel og við
erum spenntir að sjá hvernig þetta
fer fram. Það stefnir í 160 glímur á
morgun, sem er ansi mikið, en við
erum með fjóra velli til að keppa á,“
segir Pétur og heldur áfram:
„Það er núna tímabil fram undan
og ég held að þetta geti orðið lyfti-
stöng fyrir íþróttina að hafa þessa
gulrót, f leiri mót og keppnir. Maður
finnur það á andanum hjá félög-
unum.“ n
Ríða á vaðið með deild í
uppgjafarglímu á Íslandi
Pétur Marinó Jónsson, hjá Mjölni, segir mikinn uppgang hafa átt sér stað í
glímunni á Íslandi undanfarin ár. MYnd/MjöLnIR/ÁSGeIR MARTeInSSon
kristinnhaukur@frettabladid.is
bretland Í gær fór fram minning-
arathöfn í borginni Hull, sem var
ásamt Grimsby ein helsta miðstöð
Íslandsveiða í Bretlandi. Minnst
var 60 sjómanna á þremur togur-
um sem fórust þennan dag. Það er
Lorellu og Roderigo sem fórust árið
1955 og Kingston Peridot sem fórst
árið 1968, á svipuðum tíma og annar
togari, Ross Cleveland.
Meðal viðstaddra var Lynn Petr-
ini, borgarstjóri Hull, fyrrverandi
sjómenn og ættingjar fallinna sjó-
manna. „Þetta mun aldrei gleymast.
Þeir gáfu líf sitt til þess að fæða þjóð-
ina og þeirra ætti að vera minnst
að eilífu,“ sagði viðstödd kona við
breska ríkisútvarpið. Alls fórust
6.000 sjómenn frá Hull milli 1835
og 1980, þar af margir við Íslands-
strendur. Sjómennska var á þessum
tíma hættulegra starf en kolanámu-
gröftur. Árið 1968 fékk Hull viður-
nefnið „hin dapra borg“. n
Minntust áhafna þriggja togara frá
Hull sem fórust allir á sama degi
Meðal viðstaddra voru vinir og fjöl-
skyldur hinna látnu. MYnd/AÐSend
birnadrofn@frettabladid.is
VeÐUr Búast má við slæmu veðri
um mestallt land í dag og hefur
Veðurstofan gefið út gula viðvörun
vegna veðurs.
Viðvörunin á við um höfuð-
borgarsvæðið, Suðurland, Faxa-
flóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir
og Norðurland vestra, Norðurland
eystra, Austurland að Glettingi og
miðhálendið.
Í dag er spáð talsverðri rign-
ingu og vegna mikillar kuldatíðar
undanfarið má búast við auknu
afrennsli ásamt leysingum á sunn-
an- og vestanverðu landinu. Aukin
hætta er á krapastíf lumyndun í
leysingum.
Vegna veðursins ákvað Icelandair
að aflýsa öllum komum frá Norður-
Ameríku í morgun. Þá var öllu
morgunf lugi til Evrópu af lýst og
þar af leiðandi komum frá Evrópu
seinnipartinn. Öllu innanlands-
flugi hefur jafnframt verið aflýst í
dag. n
Búist við slæmu
veðri víða í dag
Flugstöðin. Miklar seinkarnir eru á
flugi vegna veðurs.
2 fRéttiR FRÉTTABLAÐIÐ 27. jAnúAR 2023
fÖStUDAGUR