Fréttablaðið - 27.01.2023, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.01.2023, Blaðsíða 4
Við áttuðum okkur ekki strax á því að um flóð væri að ræða. Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Vesturbyggðar Krapaflóð féll úr Geirseyrar­ gili á Patreksfjörð í gær­ morgun. Ofanflóðavarnir þar eru í forgangi og munu rísa á komandi árum. kristinnhaukur@frettabladid.is náttúruvá Krapaf lóð féll úr Geirseyrargili á Patreksfjörð um klukkan tíu í gærmorgun. Íbúum var brugðið enda aðeins nokkrir dagar síðan þeir minntust þeirra sem létust í snjóflóðunum árið 1983. „Við sátum inni á kaffistofu í ráð­ húsinu og heyrðum í flóðinu. Okkur var brugðið. Við áttuðum okkur ekki strax á því að um f lóð væri að ræða,“ segir Þórdís Sif Sigurðar­ dóttir, sveitarstjóri Vesturbyggðar. Strax var brugðist við og síðar um daginn var fólki boðið að koma í safnaðarheimilið og ræða við starfs­ fólk Rauða krossins en atburðir eins og þessir geta ýft upp gömul sár. Það var 22. janúar árið 1983 þegar tvö flóð féllu á bæinn, það fyrra úr Geirseyrargili og seinna úr Litla­ dalsá. Sex ára stúlka og fullorðin feðgin létust í fyrra flóðinu, sem öll voru innandyra á heimilum sínum. Kona á sextugsaldri lést utandyra í því seinna. Fyrir utan mannfall var eignatjón mikið og tryggingar bættu íbúum lítið. Í áratugi báru Patreksfirðingar harm sinn í hljóði. „Við vorum að vonast til þess að þetta myndi ekki gerast en það eru engin hús ofarlega í þessum far­ vegi og við erum betur stödd en oft áður,“ segir Þórdís. „Ég hugsa að almennt séð sé fólki hérna á Pat­ reksfirði svolítið brugðið.“ Framkvæmdir við tvo varnar­ garða ofan við Vatnseyrarsvæðið eru langt komnar en þær voru í Í forgangi að verja Patreksfjörð fyrir ofanflóðum úr Geirseyrargilinu Íbúum var brugðið enda aðeins nokkrir dagar síðan snjóflóðsins árið 1983 var minnst. Mynd/Elfar StEinn miklum forgangi á landsvísu. Geirs­ eyrargil er hins vegar eftir. „Nú þarf að fara að verja svæðið undir Geirseyrargili fyrir svona hættum. Það er alveg óvarið enn þá,“ segir Óliver Hilmarsson, ofan­ flóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir þetta einnig vera í mjög háum forgangi. „Þetta var lítið flóð og ógnar ekki húsum, en minnir óþægilega á að hættan er til staðar,“ segir hann um krapa­ flóðið sem féll í gær. Samkvæmt Þórdísi er forhönnun á vörnum fyrir Geirseyrargilið í gangi. Áætlað var að funda með Ofanflóðasjóði og Veðurstofunni síðar í vetur til að ræða möguleik­ ana. Hugsanlega verður þeim fundi flýtt í ljósi nýliðinna atburða. Sam­ kvæmt áætlun Ofanf lóðasjóðs á forhönnun garðanna að ljúka árið 2023, framkvæmdir að hefjast árið 2024 og ljúka árið 2028. Eftir stór snjóflóð sem féllu á Flat­ eyri í janúar árið 2020 var ákveðið að gera nýtt hættumat fyrir sex bæj­ arfélög, á Vestfjörðum, Tröllaskaga og Austfjörðum. Patreksfjörður var ekki þar á meðal. Spurður um þetta atriði segir Óliver að þegar sé til hættumat fyrir Patreksfjörð þar sem bent sé á þessa hættu. Ekki séð þörf á endurmati eins og gert var í kjölfar f lóðsins á Flateyri. n 90,7% Eflingarfélaga vill leggja áherslu á hækkun lægstu launa í kjarasamningum? Vissir þú að *Samkvæmt könnunum sem Gallup gerði fyrir Eflingu síðastliðið haust gar@frettabladid.is fjölmiðlar Samtals 27 prósent þjóðarinnar lásu Fréttablaðið í síðustu viku samkvæmt könnun frá Prósent. Athyglisvert er hversu margir lásu Fréttablaðið í tölvutæku formi eða um 10 prósent. Er það veruleg aukning frá fyrra tímabili. Jafnt og þétt er auk ið við útbreiðslu blaðsins og má því reikna með að það beri fyrir augu sífellt fleiri og að lestur aukist jafnt og þétt á næstunni. Nú er Fréttablaðinu dreift á um 150 stöðum í þar til gerðum blaða­ stöndum. Á sama tíma hafa verið gerðar útlitsbreytingar á blaðinu og það aðlagað breyttu dreifingarkerfi þar sem margir kippa með sér blaði þegar verslað er og það lesið síðdegis eða um kvöld. Svör bárust frá 1.097 einstakling­ um í úrtaki Prósent og var skipting­ in nokkuð jöfn milli kynja. n Alls 27 prósent lásu Fréttablaðið í síðustu viku Blaðastöndum Fréttablaðsins fjölgar jafnt og þétt. fréttablaðið/Ernir kristinnhaukur@frettabladid.is orkumál Guðlaugur Þór Þórðar­ son, umhverfis­, orku­ og lofts­ lagsráðherra, hyggst leggja fram frumvarp um eldsneytisbirgðir. Í íslenskum lögum er enginn til­ greindur aðili sem ber ábyrgð á að neyðarbirgðir eldsneytis séu til í landinu, né hversu miklar þær eigi að vera. Samkvæmt áformum ráðherra verða söluaðilar eldsneytis skyld­ aðir til að viðhalda birgðum sem jafngilda notkun í 90 daga. Þessi birgðaskylda verður innleidd í skrefum yfir nokkurra ára tímabil og Orkustofnun hefur eftirlit með henni. „Á meðan Ísland er háð jarðefna­ eldsneyti getur skortur á því tak­ markað mjög hefðbundna virkni samfélagsins,“ segir í áformunum. „Vöruf lutningar, samgöngur og atvinnulíf getur lamast ef ekki er til taks orkugjafi til að knýja slíkt áfram.“ n Bensínstöðvar verði skyldaðar til að eiga birgðir Guðlaugur Þór Þórðarson, um- hverfis-, orku- og loftslags- ráðherra birnadrofn@frettabladid.is Hafnarfjörður Félag grunnskóla­ kennara í Hafnarfirði hefur áhyggj­ ur af starfsöryggi starfsfólks grunn­ skóla. Þetta kemur fram í bókun sem félagið lagði fyrir á síðasta fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar. Í bókuninni segir að kennarar í skólum bæjarins séu sakaðir um ýmis brot, bæði af foreldrum og nemendum. „Hvort sem það er and­ legt, líkamlegt – og jafnvel ásakanir um kynferðisof beldi. Hverskyns hótanir en þó alvarlegust, morð­ hótanir, fara í gegnum símann.“ Fulltrúar félagsins segja vegið að heiðri grunnskólakennara og óska eftir því að hlutlaus aðili sjái um að rannsaka slíkar ásakanir. Fræðslu­ ráð fól sviðsstjóra mennta­ og lýð­ heilsusviðs að vinna málið áfram. n Kennarar lýsa yfir áhyggjum sínum 4 Fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 27. jAnúAR 2023 FÖStUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.