Fréttablaðið - 27.01.2023, Side 8

Fréttablaðið - 27.01.2023, Side 8
Hreppurinn hefur litið svo á að virkjunin sé virkjunarleyfislaus og gert það að skilyrði að um það sé sótt en við erum ósammála því. Rún Ingvars- dóttir, sam- skiptastjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur Landeigandi í Skorradal segir sérstaka stöðu komna upp eftir að úrskurðarnefnd vís- aði máli varðandi Andakíls- virkjun frá. Orka náttúrunnar vill nú strax hefjast handa við framkvæmdir. kristinnhaukur@frettabladid.is umhverfismál Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál vís- aði máli Huldu Guðmundsdóttur, landeiganda á Fitjum í Skorradal, varðandi Andakílsvirkjun frá. Hulda taldi að Skipulagsstofnun væri ekki heimilt að úrskurða um hvort framkvæmdir við virkjunina væru háðar umhverfismati enda hefði virkjunin ekki virkjanaleyfi. Orka náttúrunnar, sem rekur Andakílsvirkjun, vill endurnýja og hækka virkjunina um 2,5 metra. Einnig taka allt að 115 þúsund rúm- metra af seti úr lóninu til að auka rýmdina. Hulda er ekki sú eina sem hefur áhyggjur af áhrifum þessara framkvæmda en sveitarfélögin Skorradalshreppur og Borgarbyggð hafa lýst áhyggjum af breytingum á yfirborði Skorradalsvatns og fleiri atriðum. „Við erum að undirbúa leyfisum- sókn til sveitarfélaganna vegna framkvæmdaleyfis en fram- kvæmdir hef jast að fengnu leyfinu. Við viljum hefjast handa með vorinu enda um öryggismál að ræða, bæði hvað varðar endurbætur á stíf lu og uppgröft á uppsöfnuðu seti,“ segir Rún Ingvarsdóttir, sam- Vilja reisa nýja stíflu með vorinu eftir frávísun kæru Skorradalshreppur deilir við Orku náttúrunnar um virkjana- og byggingarleyfi. Mynd/Orka náttúrunnar skiptastjóri hjá Orkuveitu Reykja- víkur, móðurfélagi Orku náttúrunn- ar. Andakílsvirkjun var reist árið 1947 og þykir komin til ára sinna. Stefnt er að því að fjarlægja gömlu stífluna og reisa nýja í staðinn. Skipulagsstofnun úrskurðaði þann 1. júlí síðastliðinn að fram- kvæmdirnar væru ekki líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og þyrftu því ekki að fara í umhverfismat. Í umsögn Skorradalshrepps til Skipulagsstofnunar kemur fram að Orka náttúrunnar þurfi að sækja um byggingarley f i núverandi mannvirkja innan marka hrepps- ins. „Því eins og staðan er í dag þá teljast mannvirkin vera óleyfis- framkvæmdir,“ segir í umsögninni. Einnig er bent á að ekkert virkjana- leyfi sé til staðar, eins og kæra Huldu snerist um. „Hreppurinn hefur litið svo á að virkjunin sé virkjunarleyfislaus og gert það að skilyrði að um það sé sótt en við erum ósammála því,“ segir Rún. Bendir hún á að í skýrslu Orkustofnunar komi fram að stofn- unin líti svo á að önnur leyfi virkj- unarinnar séu ígildi virkjanaleyfis. „Andakílsárvirkjun og ýmsar aðrar starfandi virkjanir voru reistar áður en kröfur um virkjunarleyfi voru lögfestar en njóta engu að síður starfsleyfa,“ segir hún. Þetta eigi við um tugi virkjana á Íslandi. Hulda segir ák veðna stöðu komna upp eftir þennan úrskurð. „Það er hægt að senda hvaða framkvæmdahugmyndir sem er í umhverfismatsferli, án þess að þær hafi nokkurt leyfi. Til dæmis hjá landeigendum eða sveitarfélögum, nú eða Orku- stofnun,“ segir hún. n kristinnpall@frettabladid.is Akureyri Bæjarráð Akureyrar sam- þykkti að stækka hjúkrunarheimili sem á að rísa við Vestursíðu 9 um þriðjung, úr sextíu rýmum í áttatíu rými. Í árslok 2020 var undirritað sam- komulag milli heilbrigðisráðu- neytisins og Akureyrarbæjar um að byggja hjúkrunarheimili við hlið dvalarheimilisins Lögmanns hlíðar og stóðu vonir til þess að hjúkrunar- heimilið yrði tilbúið árið 2023. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar segist ekki vita hvenær nýja húsið verði tilbúið. „Við erum að vonast til þess að framkvæmdir gangi nokkuð hratt, en það þarf að fara í útboð og sam- keppni með þetta eins og öll opin- ber verkefni. Það verður að liggja fyrir hver stærð hússins verður og fjöldi rýma áður en farið er í slíkt.“ n Vilja stækka nýtt hjúkrunarheimili Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar helgisteinar89@frettabladid.is vísindi Loftsteinn á stærð við smá- rútu þeyttist yfir suðurodda Suður- Ameríku rétt eftir miðnætti í fyrri- nótt. Smástirnið var á bilinu 3,5 til 8,5 metrar að þvermáli og bar heitið 2023 BU. Stjörnufræðingar höfðu reiknað með að loftsteinninn myndi fljúga í rúmlega 3.600 kílómetra fjarlægð frá jörðu, en það er tíu sinnum nær plánetunni en flestir gervihnettir. Í stjarnfræðilegu samhengi er um litla vegalengd að ræða og litlu mátti muna. Í tilkynningu frá bandarísku geimferðastofnuninni NASA segir að jafnvel þó að loftsteinninn hefði verið á beinni leið til jarðar væri ólíklegt að það myndi valda einhverjum skaða. Sökum lítillar stærðar loftsteinsins myndi bergið líklega sundrast í lofthjúpnum á leið til jarðar. n Loftsteinn flaug rétt fram hjá í nótt Smástirnið var á bilinu 3,5–8,5 metrar að þver- máli. jonthor@frettabladid.is dómsmál Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Natanssonar sak- bornings í hryðjuverkamálinu, velti fyrir sér mikilli stefnubreytingu hjá lögreglunni í málinu í munnlegum málflutningi í héraðsdómi í gær. Þar á hann við breytingu sem hefur átt sér stað við rannsókn málsins þegar lögregla hafði fengið heimildir til að fylgjast með mönn- unum tveimur sem grunaðir eru, til dæmis með hlerunum. Innan við sólarhring eftir að lögregla fékk umræddar heimildir voru menn- irnir handteknir. „Það verður þarna einhver ótrú- leg stefnubreyting hjá lögreglunni á stuttum tíma. Það kemur fram í gögnum málsins að lögreglan hafi talið tilefni til að fylgjast með mönnunum, en á þeim tíma benti ekkert til að þyrfti að handtaka þá eða grípa inn í,“ segir Einar. „Það er einhver breyting sem á sér stað á þessum tíma. Það er ómögulegt að gera sér grein fyrir hvað það er, en mögulega verður það leitt í ljós við aðalmeðferð málsins,“ segir hann. „Þetta hefur ekkert verið útskýrt, en hefur vakið athygli mína.“ Þegar málið var tekið fyrir í hér- aðsdómi í gær kröfðust sakborning- arnir þess að þeim ákæruliðum sem varða hryðjuverk yrði vísað frá dómi. Verjendur mannanna hafa gagn- rýnt að meint skipulagning hryðju- verka sé ótilgreind í dómnum. Í gær sagði saksóknari það liggja fyrir að mennirnir hefðu tekið ákvörðun um að fremja slík voðaverk, þó ekki lægi fyrir hvenær, gegn hverjum eða hvar þau hefðu átt að vera framin. Fyrir dómi minntist Einar á blaðamannafund lögreglu sem haldinn var skömmu eftir handtök- una, þar sem sagt var að komið hefði verið í veg fyrir hættuástand. Sem verjandi mannsins sagðist Einar hafa beðið þess að fá einhver gögn í hendurnar sem myndu sýna fram á það, en telur að ekkert af gögnum málsins geri það. n Breytt stefna lögreglunnar vekur athygli verjanda í hryðjuverkamálinu Munnlegur málflutningur í hryðjuverkamálinu fór fram í gær. Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson eru verjendur sakborninganna. Sakborningarnir krefjast þess að ákæru- liðum sem varða hryðjuverk verði vísað frá dómi. 8 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 27. jAnúAR 2023 fÖStUDAGUr

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.