Fréttablaðið - 27.01.2023, Síða 28

Fréttablaðið - 27.01.2023, Síða 28
Ég get ekki beðið eftir því að taka af stað. Siggi Gunnars Við getum ekki beðið eftir því að kynna tíu ný íslensk lög fyrir þjóðinni. Ragnhildur Steinunn Lögin tíu sem keppa um eftir- sóttan farmiðann á Eurovisi- on í vor verða gerð landslýð heyrinkunn á RÚV annað kvöld. Siggi Gunnar og Unn- steinn Manuel, nýir kynnar Söngvakeppninnar með Ragn- hildi Steinunni, hokna af Euro- vision-reynslu, sér við hlið og ekki veitir af því Siggi er við það að tryllast úr spenningi. toti@frettabladid.is „Við getum ekki beðið eftir því að kynna tíu ný íslensk lög fyrir þjóð- inni, f lytjendur þeirra og höfunda,“ segir Ragnhildur Steinunn Jóns- dóttir sem verður á kunnuglegum slóðum á RÚV á laugardagskvöld þegar hulunni verður svipt af lög- unum tíu sem koma til greina sem framlag Íslands í Eurovision og verða kynnt í þættinum Lögin í Söngvakeppninni. „Nú er bara um að gera að hækka í botn, hlusta á lögin og kynnast hæfileikafólkinu sem hyggst heilla landann upp úr skónum þetta árið í von um að hreppa farmiðann í Eurovision,“ heldur Ragnhildur Steinunn áfram öllum hnútum kunnug. Þá ber einnig til tíðinda að hún mætir að þessu sinni til leiks með með tvo ferska nýliða í kynna- þríeyki Söngvakeppninnar, þá Unnstein Manuel og útvarpsmann- inn Sigurð Þorra sem er langbest þekktur sem Siggi Gunnars. Tónlistarmaðurinn Unnsteinn tekur undir með Ragnhildi og segir mikla breidd í hópnum og að reynsluboltar í bland við upprenn- andi söngstjörnur eigi eftir að láta að sér kveða í Söngvakeppninni þetta árið. Tryllt spenna og stuð „Skemmtilegast finnst mér þó að stúdera lögin og fá þverskurð af þeim pælingum sem popphöf- undar eru í árið 2023. Eina sem ég hefði viljað breyta væri að skylda alla til að taka eins og eina, jafnvel tvær, upphækkanir. En ég mun bera þetta erindi upp við útvarpsstjóra fyrir næstu Söngvakeppni,“ segir Unnsteinn. „Ég er um það bil að tryllast úr spenningi fyrir þessu verkefni sem mig hefur dreymt um að koma að síðan ég var krakki,“ segir Siggi og virðist vart geta á sér heilum tekið af kæti. „Lögin í ár eru mjög sterk og ég er sannfærður um að við munum standa uppi með nokkrar nýjar íslenskar poppstjörnur að lokinni keppni. Það er sannur heiður að gera þetta með hinni reynslumiklu Ragnhildi Steinunni og ljúflingnum Unnsteini en við komum báðir nýir inn í þetta verkefni.“ Risapartí í Gufunesinu Söngvakeppnin fer fram í febrúar og mars í Söngvakeppnishöllinni í Gufunesi eftir vel lukkaða eldskírn þar á síðasta ári. Fyrirkomulagið er eins og áður og undankeppnirnar tvær fara fram 18. og 25. febrúar og úrslitastundin rennur síðan upp 4. mars. „Eitt er víst að þetta verður stærsta partí Íslands,“ heldur Siggi áfram fjallbrattur og minnir á að Söngvakeppnin hafi einmitt allt til að bera til þess að geta staðið undir því. „Ég get ekki beðið eftir því að taka af stað.“ Ragnhildur Steinunn segir þau leggja mikið upp úr skemmtana- gildinu í allri dagskrárgerð í kring- um Söngvakeppnina. „Keppnin sjálf er auðvitað að vissu leyti alvar- leg og þar gilda ákveðnar reglur en Söngvakeppnin er orðin svo miklu meira en bara keppnin. Þetta er gleðiveisla þar sem við reynum að bjóða upp á fjöl- breytt hlaðborð af öllu mögulegu. Kannski má segja að aðalréttur kvöldsins sé keppnin sjálf þar sem ákveðnar reglur gilda en í forrétt- inum og eftirréttinum gilda engar aðrar reglur en að hugsa út fyrir boxið og gleðja landann.“ Leynigesturinn svíkur ekki Síðustu ár hafa erlendar stór- stjörnur úr Eurovision komið fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar, til dæmis má nefna Loreen, Söndru Kim, Emily deForest og Måns Zel- merlöw svo nokkur séu nefnd. Unnsteinn, Ragnhildur Stein- unn og Siggi segja að þessari stefnu verði haldið af dillandi einurð og festu og að enginn verði svikinn af leynigestinum í ár. „Það styttist einmitt í að við tilkynnum hvaða erlenda Eurovision-stjarna kemur til landsins en ég held að okkur sé óhætt að segja að atriðið í ár sé óvenjulegt,“ segir Ragnhildur Stein- unn og mælir fyrir allt þríeykið þegar hún segist sannfærð um að atriðið eigi eftir að vekja mikla lukku. Sem fyrr eiga áköfustu Eurovisi- on-stuðboltar landsins kost á því að upplifa stemninguna beint í æð og kaupa sig inn í salinn á alla við- burði Söngvakeppninnar en miða- sala hefst á tix.is 1. febrúar. n Eurovision-draumur Sigga rætist með Unnsteini og Ragnhildi Steinunni Ragnhildur Steinunn verður sem fyrr kynnir Sögnvakeppninnar og trommar nú upp með æsispenntu nýliðana Sigga og Unnstein. MYND/RÚV Systur sigruðu eftir æsispennandi keppni fyrra. MYND/AðseND toti@frettabladid.is Skoski leikarinn Iain Glen hlýtur, að öllum öðrum ólöstuðum, að mega teljast frægasti leikarinn í spennu- myndinni Napóleonsskjölin og talsverður happafengur fyrir leik- stjórann Óskar Þór Axelsson. Flestir hér á landi þekkja Glen líklega fyrst og fremst sem hinn landlausa riddara Ser Jorah Mor- mont, einn f lottasta töffarann í The Game of Thrones. Þá er hann í einu aðalhlutverkanna í The Rig, spennuþáttum með hryllingsívafi, sem eru nýbyrjaðir á Amazon Prime og gerast á skoskum olíuborpalli úti á reginhafi. Glen hefur verið lengi að og í upp- hafi ferils síns skaut hann til dæmis upp kollinum í þremur Taggart- þáttum 1986, sakamálaþáttunum Trial & Retribution 1997 og Sigour- ney Weaver-myndinni Gorillas in the Mist 1988. H a n n g e r ð i síða n h i nu m drykkfellda og v i ð s j á r v e r ð a í r sk a ei n k a- s pæja r a Jack Tay lor f r ábær skil í samnefndum þáttum sem hófu göngu sína 2010 og í þeim liggur einmitt sú sterka Íslandstenging sem réði miklu um að Glen ákvað að slá til og leika bandaríska útsendarann William Carr í Napóleonsskjölunum. Marteinn Þórisson, sem skrif- aði handrit Napóleonsskjalanna upp úr samnefndri skáldsögu Arnaldar Indriðasonar, var einnig handritshöfundur nokkurra Jack Taylor-þátta og vann þar upp úr skáldsögum Ken Bruen um lög- reglumanninn fyrrverandi sem tefldi ítrekað á tæpasta vað í undir- heimum Galway á Írlandi. Þá er einn framleiðenda bæði Napóleonsskjalanna og Jack Tay- lor-þáttanna, Ralph Christians, með sterkar tengingar við Ísland. Hann er eiginmaður Sigríður Hall- dórsdóttur og þau gerðu einmitt heimildarmyndina Undir mögnuðu tungli 1993 í tilefni þess að 20 ár voru liðin frá eldgosinu í Heimaey. Óskar Þór, leikstjóri Napóleons- skjalanna, segir fyrri kynni Glens af þeim Christian og Marteini hafa vegið þungt og vakið slíkan áhuga hjá Glen á verkefn- inu að mun auð- veldara hafi reynst að landa þessum sko sk a stór- laxi en ætla hefði mátt í fyrstu. n Íslandstenging kom til skjalanna Glen kemst í yfirnáttúruleg vand- ræði á olíuborpalli í The Rig. Glen og Óskar rótast í Napóleons- skjölunum. MYND/Juliette RowlAND Iain Glen í Game of Thrones. 24 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 27. jAnúAR 2023 fÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.