Fréttablaðið - 27.01.2023, Síða 30

Fréttablaðið - 27.01.2023, Síða 30
Birgir Helgason og Sigrún Guðmundsdóttir eru orðin að rokkstjörnum á samfélags- miðlum en þau gefa fuglum að éta á hverjum einasta degi. Birgir kallar á smáfuglana með bílflauti og hvetur alla til að gæta að smáfuglunum. odduraevar@frettabladid.is „Ég var bara úti í búð að kaupa brauð,“ segir Birgir Helgason léttur í bragði þegar Fréttablaðið nær af honum tali. Hann er duglegur að birta myndir af því í Facebook- hópnum Fuglafóðrun þegar hann gefur hinum ýmsu fuglum að éta skammt frá heimili sínu í Hveragerði. „Eins og til dæmis í dag, þegar hefur rignt í gær og alla nótt, þá varla borgar sig að standa í því að gefa. En ég geri það nú samt því það er allt gaddfreðið þarna úti þar sem ég gef þeim,“ segir Birgir sem hefur ásamt eiginkonu sinni, Sigrúnu Guðmunds- dóttur, gefið á hverjum einasta degi undanfarin ár. „Ég hef gert þetta í svona sex eða sjö ár og þetta byrjar í desember og stendur alveg fram í mars, þó að það fari auðvitað eftir snjóalögum,“ segir Birgir. Hann segir þetta hafa verið afar mikilvægt þennan sérlega harða vetur. „Undanfarnar fimm, sex vikur hafa verið snjóalög yfir öllu og ég er auðvitað austur í Hveragerði og það er hérna heilmikið óbyggt landsvæði þegar maður kemur niður Kambana, á vinstri hönd áður en maður kemur inn af hringtorginu. Þar er stórt svæði þar sem ég hef getað gefið þeim.“ Birgir hefur gefið fuglunum á sama stað öll þessi ár á hverjum einasta degi. „Og ég byrjaði fyrir nokkrum árum síðan að flauta tvisvar, svona bíb-bíb, þegar ég var að koma inn á stæðið og þá bara kom allur mökkur- inn.“ Bíllinn bilaði hjá Birgi á dögunum og þá gat hann ekki flautað. „Ég fór fótgangandi og lenti þá í vandræðum með það hvað ég ætti að gera til að láta þá vita, þannig að ég prófaði bara að berja í botninn á þessari tíu lítra fötu sem ég fer með alltaf og heyrðu, það bara fylltist loftið af fuglum.“ Birgir segir að á venjulegum degi komi þrestir, snjótittlingar og starar. „Þeir koma á hverjum degi. Svo þar fyrir utan fæ ég gæsir, auðnutitt- linga, krumma og dúfur, þannig að ég er með sjö tegundir af fuglum en ekki allt saman í einu, gæsirnar komu hérna um daginn og voru í tvær vikur en svo hef ég ekkert séð þær meira.“ Þá hefur krumminn verið dug- legur að heimsækja Birgi og Sigrúnu. „En nú er hann að ná sér í kærustu og má ekkert vera að því að borða. Maður sér munstur í þessu öllu saman eftir öll þessi ár.“ Birgir hefur verið duglegur að deila myndum af fuglunum inni á Facebook-hópnum Fuglafóðrun. Þær hafa slegið í gegn en það er eiginkona hans Sigrún sem útbýr fóðrið. „Það er gaman að geta deilt þessu og fólk er að deila upplýsingum um hvaða korn á að kaupa og svona, og þegar maður gerir þetta á hverjum degi eins og ég getur verið smá kostnaður við þetta og maður þarf að velja réttu verðin.“ Birgir segir eiginkonu sína allt í öllu í þessum málum. „Ég er aðallega í því að fara með þetta út í óræktina og vaða snjóskaflana en hún sér um að blanda þetta og við notum í þetta matreiðsluvél og hökkum þetta saman, þá getur maður tekið brauð og allt milli himins og jarðar, olíu og feiti og allt þetta en við gefum flestum fuglunum brauð og korn og annað slíkt en svo fær krummi sér- fæði. Þannig að hann fær mataraf- gangana og grófari mat og honum gef ég annars staðar líka. Ég gef krumma lengst í burtu svo hann geti komið þangað og sótt sinn mat og svo gef ég smáfuglunum annars staðar.“ Birgir segist mæla með þessu fyrir alla. „En ég er líka kominn á þann aldur að ég er ekki í vinnu og svona en þetta er bara skemmtilegt.“ n Og ég byrjaði fyrir nokkrum árum síðan að flauta tvisvar, svona bíb-bíb. Birgir Helgason. Í HELGARBLAÐINU Birgir og Sigrún slá í gegn með sjö tegundum af fuglum Nýlega voru endur í hópi þeirra fugla sem gæddu sér á mat frá þeim Birgi og Sigrúnu. MyNd/AÐsENd Fuglarnir koma alltaf um leið og Birgir flautar bílflautunni. MyNd/AÐsENd toti@frettabladid.is odduraevar@frettabladid.is Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri Söngvakeppn- innar á RÚV „Vinnulag um vistun og með- ferð efnisins hefur verið tekið föstum tökum,“ segir Rúnar Freyr Gíslason, verk- efnastjóri Söngvakeppninnar á RÚV, þegar hann er spurður hvort RÚV hafi, í ljósi sögunnar, áhyggjur af því að lögin í Söngvakeppninni leki út áður en þau verða kynnt í sérstökum þætti, Lögin í Söngva- keppninni, á laugardagskvöld. „Við höfum gert ráðstafanir sem við teljum og auðvitað vonum að geri það að verkum að svona leki, eða þjófnaður komi ekki upp í ár,“ segir Rúnar Freyr en í fyrra birtust lögin sem þá kepptu á vefsíðunni eurovisionfun.com kvöldið áður en þau voru kynnt í Sjónvarpinu. Þá lak Eurovision-lag Daða Freys, 10 years, á netið innan við sólarhring eftir að því var skilað til keppninnar. Málið var litið alvarlegum augum hjá RÚV þar sem litið var á það sem hreinan og kláran þjófnað. „Annars gleðjumst við auðvitað yfir þeim gríðarlega áhuga sem virðist vera á Söngvakeppninni, bæði hérlendis og erlendis,“ segir Rúnar og bætir við að þegar kynn- ingu laganna lýkur annað kvöld verði hægt að fara inn á songva- keppnin.is, hlusta á lögin og kynna sér málin betur. Öll lögin tíu verða svo gefin út sama kvöld á Spotify á íslensku og á ensku í öllum tilfellum nema einu. „Vorið nálgast. Gleðilega Söngvakeppni,“ segir Rúnar Freyr brosandi. n Eurovision-lögin ættu ekki að leka Lag Daða lak fyrir tveimur árum við lítinn fögnuð í Efstaleitinu. Sérfræðingurinn Ég hataði sjálfa mig Tinna Aðalbjörnsdóttir missti allt í hendur stjórnlausrar fíknar en segir stóru eftirsjána liggja í því að hafa ekki sagt fyrr frá kynferðisof beldi sem hún varð fyrir á barnsaldri. Ef hún hefði sagt frá leyndarmál- unum hefði ævi hennar mögulega orðið öðruvísi. Tinna segist eiga starfsfólki Hlaðgerðarkots lífs sitt að launa. Fann ástina á Íslandi Danshöfundurinn og leikstjórinn Lee Proud kom hingað til lands í fyrsta sinn fyrir tíu árum og hefur tekið þátt í f jölmörgum upp- færslum atvinnuleikhúsanna. Eftir að hann fann ástina á Ölstofunni skiptir hann tíma sínum á milli Íslands og London. Heili karla minnkar við barneignir Nýverið kom út vísindagrein í tímaritinu Cerebral Cortex, þar sem sýnt er fram á að heili karla geti minnk- að við það að verða feður, en um leið gert þá að betri uppalendum. 26 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 27. jAnúAR 2023 fÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.