Fréttablaðið - 31.01.2023, Page 11
Amnesty International
telur að einangrunarvist sé
beitt óhóflega meðal gæslu-
varðhaldsfanga. Lögmaður
Amnesty hvetur stjórnvöld
til að breyta lögum og banna
þetta verklag. Fangi sem sat
í einangrun í sautján daga í
fyrra segir það pyntingu.
lovisa@frettabladid.is
Mannréttindasamtökin Amnesty
International telja að einangrunar-
vist í gæsluvarðhaldi sé beitt óhóf-
lega á Íslandi. Samkvæmt nýrri
skýrslu samtakanna, Waking up
to nothing: Harmful and unjusti-
fied use of pre-trial solitary con-
fine ment in Iceland, voru alls 825
einstaklingar vistaðir í einangrun
á meðan þeir voru í gæsluvarðhaldi
á tímabilinu 2012 til 2021. Af þeim
voru 99, eða tólf prósent, lengur í
einangrun en fimmtán daga. Með
því að beita einangrunarvist óhóf-
lega telja samtökin að íslensk yfir-
völd brjóti gegn samningi Samein-
uðu þjóðanna gegn pyntingum og
annarri grimmilegri, ómannlegri
eða vanvirðandi meðferð eða refs-
ingu með alvarlegum afleiðingum
fyrir sakborninga og rétt þeirra til
sanngjarnra réttarhalda.
Í skýrslunni bendir Amnesty á
að þó svo að einangrunarvist sé
ekki með öllu bönnuð samkvæmt
alþjóðalögum þá kveði þau á um
að beiting hennar skuli heyra til
algjörra undantekninga, hún skuli
vara í sem skemmstan tíma og ávallt
vera háð ströngum skilyrðum.
Amnesty segir að engin þessara
atriða séu virt á Íslandi þar sem
kröfur lögreglu um einangrunarvist
í gæsluvarðhaldi séu nánast ávallt
samþykktar af dómurum. Sam-
kvæmt rannsókninni samþykktu
dómarar kröfur ákæruvaldsins um
einangrunarvist í gæsluvarðhaldi
í 99 prósentum tilvika á árunum
2016 til 2018. Rannsókn Amnesty
International gefur til kynna að lítið
hafi breyst frá árinu 2018.
Bent er á að helsta réttlæting yfir-
valda á beitingu einangrunarvistar
í gæsluvarðhaldi sé verndun rann-
sóknarhagsmuna en Amnesty Int-
ernational lítur svo á að aldrei skuli
beita einangrunarvist til þess eins
að vernda rannsóknarhagsmuni
lögreglu og segir það stríða gegn
alþjóðlegri mannréttindalöggjöf
um nauðsyn og meðalhóf.
„Önnur og vægari úrræði eru
tiltæk til að gæta rannsóknarhags-
muna, eins og að aðskilja gæsluvarð-
haldsfanga frá tilteknum einstakl-
ingum og takmarka símanotkun,“
segir í skýrslunni.
Í skýrslu Amnesty eru dregin
fram gögn um gæsluvarðhald aftur
til ársins 2012. Litlar breytingar
hafa átt sér stað á þeim tíma. Hlut-
fall þeirra sem eru í gæsluvarðhaldi
og fara í einangrun er á tímabilinu
aldrei lægra en 59 prósent árlega.
Hæst var það 78 prósent allra sem
úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald á
tímabilinu.
Ef aðeins er skoðað árið 2021
Einangrunin er bara til
að brjóta fólk niður.
Hrannar Fossberg,
fangi á Litla-Hrauni
Óhófleg notkun einangrunarvistar á Íslandi
Útisvæði ein-
angrunarfanga á
Hólmsheiði.
MYND/AÐSEND
Segir einangrun pyntingaraðferð
Hrannar Fossberg er fangi á Litla-Hrauni og var
í ágúst ákærður fyrir tilraun til manndráps og
vopnalagabrot fyrir að hafa skotið að tveimur
einstaklingum í febrúar í fyrra. Hann situr í
fangelsi eins og stendur og afplánar eftirstöðvar
dóms sem hann hlaut árið 2018.
Hrannar var í einangrun í sautján daga í febrúar
í fyrra í fangelsinu að Hólmsheiði á meðan lög-
reglan rannsakaði brot hans. Hann var að jafnaði
inni í einangrun í 23 klukkustundir á dag en átti svo að fá að fara út.
Vegna veðurs reyndist það þó erfitt.
„Þegar ég var í einangrun þá var ekki hægt að fara út því það var
svo mikill snjór og þeir vildu ekki moka,“ segir Hrannar og bendir á að
samkvæmt reglum hafi hann átt rétt á útiveru sem hann fékk ekki að
njóta.
„Einangrunin er bara til að brjóta fólk niður. Í mínu máli nýtti ég
þann rétt til að tjá mig ekki neitt og lögreglan nýtti þá sinn rétt til
að hafa hana lengri og lengri, til að skemma mig,“ segir Hrannar sem
segir það hafa verið alveg skýrt frá upphafi að hann hefði ekki ætlað
að tala.
„En þetta er mannskemmandi. Ef þú ert ekki með sterkan huga fer
þetta illa með fólk.“
Hann segir að hann telji það ekki hafa skipt máli fyrir rannsókn
málsins að hann væri í einangrun.
„Meðan á einangruninni stóð var lögreglan ekki í raun með neitt
í höndunum til að halda mér í einangrun, og það í meira en hálfan
mánuð. Ég var búinn að fara í fjórar eða fimm skýrslutökur og það var
alltaf það sama. Ég ætlaði ekki að tjá mig og það sagði enginn neitt
í þessu máli,“ segir Hrannar og að hann telji ólíklegt að hann hefði á
nokkrum tímapunkti getað spillt rannsóknarhagsmunum og að ef
hann hefði ætlað sér það hefði hann allt eins getað gert það þegar
einangruninni lauk.
„Einangrun er bara pyntingaraðferð og það er alveg búið að vera
vitað í mjög langan tíma. Það er ekki eins og það sé búið að binda þig
við stól og kveikja í kynfærunum á þér en aftur á móti þá er þessu
jafnað við það. Fólk sem er óstöðugt í hausnum og er lengi í einangr-
un, það er ekki sama fólkið eftir það.“
Lítið breyst frá 2008
Simon Crowther, lögmaður Amnesty Inter natio-
nal, hefur unnið að skýrslunni í um ár ásamt
Alison Abrahams sem sá um helstu rannsóknar-
vinnu. Hann telur mikilvægt að látið verði af því
að vista fólk í einangrun til að vernda rann-
sóknarhagsmuni og hvetur íslensk stjórnvöld til
að breyta löggjöf sinni tafarlaust.
„Það hefur engin marktæk breyting átt sér stað
síðustu ár og þess vegna er þessi rannsókn svo
mikilvæg,“ segir Simon en tilefni skýrslunnar var
það þegar sérstök nefnd Sameinuðu þjóðanna
gegn pyntingum vakti athygli á því árið 2008 að hlutfall einangrunar-
fanga væri hátt hér miðað við annars staðar. Simon telur að ástæðan
fyrir því að lítið hafi breyst síðan geti verið að um sé að ræða verklag
sem sé fast í menningu lögreglu, dómstóla og ákæruvalds.
„Eftir að einhver er handtekinn þá er viðtekin venja hér að halda
þeim frá öllum öðrum vegna verndunar rannsóknarhagsmuna. Það
er orðið hluti af menningu réttarfarsins og það er mjög mikilvægt að
þessu verði breytt sem fyrst,“ segir Simon og að þetta sé ekki venja
erlendis. Sem dæmi sé fólk aldrei vistað í einangrun í Bretlandi og
í Danmörku séu um sjö á ári í einangrun meðan á gæsluvarðhaldi
stendur.
Hann segir eðlilegt að takmarkanir séu meðan á gæsluvarðhaldi
stendur, eins og á því hverja fólk hittir eða talar við, en telur enga þörf
á því að vista fólk í einangrun. Þá gerir hann einnig miklar athuga-
semdir við aðbúnað einangrunarfanga hér á Íslandi en í fangelsinu að
Hólmsheiði eru gluggar skyggðir og útisvæðið þannig að ekki er hægt
að sjá út.
„Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum er það alveg skýrt að fangar eiga
að geta séð út. Auðvitað þarf að gæta að öryggi en þeir ættu að geta
séð út og skyggðir gluggar og garður þar sem þú getur aðeins horft
upp en ekki út er langt frá því að vera samkvæmt þeim.“
Hrannar FossbergSimon Crowther,
lögmaður Amnesty
International
Fjöldi einstaklinga í gæsluvarðhaldi og einangrun
n Í einangrun n Í gæsluvarðhaldi
180
160
140
120
100
80
60
40
20
0
2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 20210
Mannréttindi
þá má sjá að af þeim 114 sem voru
úrskurðaðir í gæsluvarðhald voru
70 í einangrun á einhverjum tíma-
punkti. Að meðaltali voru þau í
um viku í einangrun en lengd ein-
angrunarinnar spannaði einn til 37
daga.
Af þeim 70 sem voru í einangrun í
gæsluvarðhaldi árið 2021 voru tveir
lengur en í fimmtán daga en á öllu
tímabilinu sem var til skoðunar
voru 99 einstaklingar í einangrun
í gæsluvarðhaldi í meira en fimm-
tán daga.
Í skýrslunni er einnig farið ítar-
lega yfir áhrif einangrunarvistar
en fjöldi rannsókna bendir til þess
að einangrunarvist hafi alvarleg
heilsufarsáhrif, bæði líkamleg og
andleg. Einkenni fela meðal annars
í sér svefnleysi, rugling, ofsjónir og
geðrof.
Þá segir í skýrslunni að neikvæð
heilsufarsáhrif geti komið í ljós eftir
aðeins örfáa daga í einangrun en á
fyrstu tveimur vikum einangrunar-
vistar eykst sjálfsvígshætta og líkur
á sjálfsskaða.
Í skýrslunni er skorað á íslensk
stjórnvöld að koma af stað mikil-
vægum umbótum og að láta af
einangrunarvist meðan á gæslu-
varðhaldi stendur. Lagðar eru fram
tillögur til úrbóta sem beinast að
hinum ýmsu stofnunum eins og
dómsmálaráðuneyti, Alþingi, fang-
elsismálayfirvöldum, lögreglu, Lög-
mannafélagi Íslands og til nefnda
og embætta sem sinna forvörnum.
Meðal þess sem lagt er til er að
lögum verði breytt og það bannað
að úrskurða einstaklinga í einangr-
un einungis til að tryggja rannsókn-
arhagsmuni meðan á rannsókn
stendur. Einnig er það lagt til að ef
ekki verði látið af henni, uppfylli
hún skilyrði ákvæða mannréttinda-
laga. Þá er því beint til heilbrigðis-
og dómsmálaráðherra að aðgangur
einstaklinga, sem vistaðir hafa verið
í einangrun, að læknisþjónustu sé
tryggður og að sérstaklega sé hugað
að andlegri heilsu þeirra.
Þá er það einnig lagt til að
aðstæður og aðbúnaður í fangels-
inu að Hólmsheiði verði lagfærður
og bent á sem dæmi að gluggar sem
séu skyggðir verði fjarlægðir og
venjulegt gler sett í gluggana og að
tryggt verði að hægt sé að sjá út um
útisvæðið en það er vel girt af með
háum vegg og vírgirðingu.
Því er beint til dómstólasýslunnar
að þróa leiðbeiningar sem skýri
slæmar af leiðingar einangrunar-
vistar, hvað mannréttindasáttmál-
ar segja um slíka vist og að öllum
dómurum sé boðið að heimsækja
einangrunaraðstöðuna á Hólms-
heiði. n
FRÉTTABLAÐIÐ FRÉTTIR 1131. JANÚAR 2023
ÞRIÐJUDAGUR