Fréttablaðið - 31.01.2023, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 31.01.2023, Blaðsíða 32
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN & DREIFING Torg ehf. 2022 - 2025 BAKÞANKAR | Fyrsti þáttur af átta í heimilda- þáttaröðinni Stormur, þar sem kórónafaraldrinum er fylgt eftir frá sjónarhorni aðgerðastjórnenda og viðbragðsaðila, var sýndur á RÚV á sunnudagskvöldið. Fyrsti þáttur lofar góðu og afar mikilvægt er að halda heimildum faglega og fallega til haga um þessa hamfaratíma. Það er áhrifaríkt og átakanlegt að sjá sögurnar á bak við fréttirnar sem við öll heyrðum, þegar við sjáum fólkið sem raunverulega lenti í því sem við öll óttuðumst. Fyrsta dauðsfall faraldursins hér á landi reynist vera ástarsaga sem verður að botnlausum harmi ungrar konu á vordögum lífsins. Í ólýsanlegum aðstæðum einangr- unar, sorgar og ótta kemur til sögunnar Gylfi Þór Þorsteinsson, maðurinn sem stjórnaði farsóttar- hótelinu, einu af meginverkefnum baráttunnar. Í frásögn myndarinn- ar kemur fram að samband þeirra var fallegt og einstakt – lýsandi fyrir ástand sem var ógnandi og harmþrungið. Um leið náði það að draga fram það besta í okkur mannfólkinu; samheldni, hugvit og kærleik. Um engla var á einum stað sagt að þeir væru eins raunverulegir og það besta sem býr í okkur. Sögur myndarinnar eru ekki síst mikilvægar til að halda stað- reyndum faraldursins til haga. Það er eiginlega orðið óþolandi að þurfa að hlusta á vitfirrtar sam- særiskenningar um alheims-hóax og bólusetningalygi, sem virðist stundum vaxa ásmegin eftir því sem lengra líður, á kostnað raun- verulegra aðstæðna sem hversdags- hetjur, eins og Gylfi, stigu inn í. Tregaslagur ungu konunnar, af þætti Gylfa, sögur af umkomu- lausum ástvinum, einangruðum í dauðastríði og ótrúlegu afreki starfsfólksins á Vestfjörðum, eru fáein dæmi um raunsögur tímans sem við megum aldrei gleyma. n Stormur  Pétur Georgs Markan Súkkulaðipáskaegg Gleðilega páska Ný og öflug fasteignaleit Finndu réttu eignina fyrir þig á frettabladid.is As tri dL in dg re n 9líf Bubbi Morthens Söngleikur Eftir Thomas Vinterberg Mátulegir MACBETH Fleiri sýningar á borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is | 568 8000 Barnasýning ársins 2022

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.