Rökkur - 01.04.1949, Síða 8

Rökkur - 01.04.1949, Síða 8
8 R Ö K Iv U R lmn héldi því ekki föstu við sig. Þegar bæði }>essi öfl eru jafn sterk, þá fer tunglið meðalveginn, en það er hring- löguð braut um jörðina. Það er m ö. o. samvinna aðdrátt- ar- og miðflóttaaflsins, sem gerir hringbrautir hnatt- anna. —- En eins og tunglið gengur kringum jörðina eftir föstum lögum, af samvinnu þessara afla, þannig hlýða ailir aðrir hnettir í sólkerfinu sömu lögum þvngdarinnar á braut sinni um sólina. Ætluðu að ræna Newton heiðrinum. Fyrir þessa uppgötvun sina varð nafn Newtons frægt um alla Evrópu. En ýmsir vísindamenn reyndu þó að lirifsa til sín heiðurinn, og fyrir áeggjan vina sinna skrifaði Newton sitt mesta rit til að sanna rétt sinn. Rit þetta kom út árið 1687, og hét Principia, eða lögrnál stærðfræðilegra r heimsspeki, og er mesta vísindarit, sem nokkurn tíma hefir verið skifað („the greatest scienti- fic hook that has ever been written”). — í tvö ár vann Newton að því að fullgera þetta rit, en það þykir ekld árennilegt nema fyrir lærð- ustu stærðfræðinga. Um tvegg'ja árá skeið var Newton þingmaður fyrir Gambridgeháskóla en að þeim tíma loknum hóf hann vísindastörf að nýju. Gft gleymdj liann öllu um- hverfis sig nema tilraunum sinum og eru margar sögur til um Iive utan við sig liann gat orðið. Gleymdi sér í kjallaranum. Kvöld eitt er hann liafði boðið til sín nokkrum vinum sínum fór hann til þess að sækja meira vín niður í vín- kjallarann. En það leið og beið og ekki kom Newton. Þegar farið var að gæta að honum var hann niðursokk- inn í tilraunir sínar, en hafði alveg gleymt gestunum. Vegna vinnuhörku þeirrar, er hann beitti sig sjálfan tók Iieilsu hans að hraka. Að lokum lét hann til leiðast að taka sér hvíld um stund. Þá náði hann sér hrátt og tók að vinna á ný að sínum fyrri störfum. Er hér var komið sögu var Newton fátækur tnaður_ Tekjur hans hrukku aðeins fvrir brýnustu þörfum. — Þá var það, að einhver leiddi at- Iivgli Halifax lávarðar að þessu. Halifax sá, að við svo

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.