Rökkur - 01.04.1949, Page 37

Rökkur - 01.04.1949, Page 37
37 R Ö K K U R , hylki, sem í eru „mannlegu tundurskeytin“. De la Penne svellur móður í brjósti. Hann er glaður yfir liinu mikla tækifæri, sem hér býðst. All- ir gera sér ljóst hve áhættan er mikil, en kenna ekki geigs, þótt einn geisli leitarljóss, hnitmiðuð djúpsprengjuárás eða jafnvel vélbyssuárás gæti eyðilagt allt á skammri stundu. í njósnaflugferð síðdegis liinn 18. desemher fæst vitn- eskja um að enn er skip við skip í liöfninni í Alexandria. — Bianchi einn þeirra, sem á kafbátnum eru, er áhyggju- fullur, — af þvi að konan hans liggur á sæng. En allt i einu kemur loftskeyti, Bian- chi hefir fæðst sonur. Fregn- in vekur fögnuð allra — hún er talin merki um, að allt muni ganga að óksum. Loks er kafbáturinn aðeins mílu frá hafnarmynninu í Alexandriu. Klukkan er 18,30 að lcveldi liins 18. desember. Lagt af stað frá kafbátnum. „Mannlegu tundurskeytun- um“ þremur er skotið út í sjó- inn úr málmhylkjunum miklu og áhafnirnar koma sér fynr á þeim. Farið er upp á yfirborð sjávar til þess að átta sig betur á viðliorfi öllu. Það er hvítalogn og dauður sjór — og nóttin koldimm. Kafbáturinn er enn í kafi og hefir fært sig fjær liafnar- mynninu öryggis vegna. í hæfilegri f jarlægð getur hann farið upp á yfirborð sjávar, til þess að Borghese og að- stoðarmenn lians geti fylgst með öllu. — De la Penne stýrir eftir kompás að liafn- armynninu. Eftir klukku- stundar ferð sjá þeir móta fyrir- Konungshöllinni og Rass-el-Tin vitaniun. Birt- an frá vitanum er þeim stoð. Önnur klukkustund liður og þeir eru heint framundan vitanum. Það veldur De la Penne miklum áhyggjum, að vélbátur kemur skyndilega á vettvang og áhöfnin varpar djúpsprengjum fyrir utan hafnarbómuna. De la Penne veit vel hver hætta kann að stafa af þessu fyrir þá, sem klæddir eru þunnum kafara- fötum, og gefur hinum merki, um að lialda ekki lengur hópinn — tiver um sig á að þreifa sig áfram upp á eigin spýtur. Ef heppnin er með gæti einn komist inn í höfnina. En nú gerist óvænt- ur atburður — svo ólíklegur, að jafnvel mundi ótrúlegur þvkja í ævintýrakvikmynd.

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.