Rökkur - 01.04.1949, Page 45
R O K K U R
45
mismunancli, eða frá 4—16
daga.
Það er mikilvægt atriði að
fólk velji til ræktunar fyrst
og fremst þær tegundir sem
margra ára reynsla er fyrir
að þrífast vel hér á landi eða
miklar líkur eru til að rnuni
ná hér góðuhi þroska.
Þar sem mjög fáir af þeim
mörgu sem vilja ala upp sín-
ur blómjurtir sjálfir, hafa
völ á vermiliúsi til þeirra
liluta, verður hér í þetta
skipti aðeins rætt um upp-
eldi blómjurta í vermireit
eða sólreit.
Vermireitir
geta verið af ýmsum gerðum,
og útliti, og upphitun þeirra
á fleiri en einn veg, t. d. upp-
hitaðir með rafmagni eða
lagðar hitavatnsleiðslur i
reitinn.
Eg mun þó aðallega gera
liér að umtalsefni þá gerð
vermireita sem nú eru al-
mennt mest notaðir af garð-
eigendum.
Sjálfsagt er að velja vel
þann stað þar sem setja á
niður vermireit eða sólreit.
Staðurinn þarf að vera í
skjóli, helzt með halla á móti
suðri og þurr.
Fyrst er að marka fyrir
stærð reitsins og einni skóflu-
stungu eða vel það af efsta
lagi jarðvegsins mokað til
hliðar, þar næst er grafið
þrjár skóflustungur niður og
er sá jarðvegur jafnan frjó-
efna minni en efsta stungan,
og mætti þá aka þeirri mold
burtu af reitasvæðinu. í botn
þessar gryfju er nú látið ca.
meterslag af nýju hrossataði,
sem er blandað lieyrudda
eða liálmý gluggakarmurinn
settur niður og þéttað utan
með honum. Pokar eru látn-
ir yfir áburðinn og gluggar
látnir yfir reitinn, meðan
gerjunarliiti er að myndast
í áburðinum, en það tekur
venjulega þrjá til fjóra daga,
liafi áburðurinn ekki verið
of þurr, þegar hann var lát-
inn i reitinn. Nægur hiti í
haugnum er 20 stig.
Pokarnir eru nú teknir
burtu af gburðinum og jafn-
að til í reitnum, þar næst er
góðri gróðurmold niokað of-
an í reitinn, moldarlagið ætti
að vera 15—20 cm. þykkt og
væri bezt að sigta moldina
og blanda i hana dálitlu af
sandi og ögn af fínmuldum
búpeningsáburði; slílc mold
helst lengur rök en áburðar-
laus mold. Bezt er að byrgja
reitinn aftur og sá ekki í
hann fyrr en eftir tvo til þrjá
daga; er þá kominn ylur í