Rökkur - 01.04.1949, Síða 48

Rökkur - 01.04.1949, Síða 48
48 R O K K U R í garðinn að vorinu, en það er óneitanleg staðreynd að í langflestum tilfellum er betra að ala blómplönturnar upp i vermireit eða sólreit. Einæru blómjurtirnar. (Sumarblómin). Blómskrúð þeirra, liinir fögru litir og góði ilmur má kallast ómissandi í hvern einasta skrúðgarð. Þær teg- undir sumarblóma sem að- allega eru ræktaðar hér í görðum og til greina kemur að ala upp i vermireit eða sólreit eru til dæmis: Morgunfrú (Calendula officinalis) með gulum blómum. Clarkia, elegans flora pleno, með rauðleitum blóm- um. Comos í fleiri litum. Riddaraspori (Delphinium Ajacis) í fleiri litum. Lín (Linum grandiflorum ruhrum). Apablóm (Mimulus tigrin- us) blómin gulbrún. Nemesia strumosa, í fleiri litum. Valmúi (Papaver somni- ferum) í fleiri litum. Sumar-Chrysanthemum, flest afbrigðin með gulum eða gulbrúnum blómum, en einnig til í fleiri litum. Saponaría multiflora, með rauðum blómum, góð til gróðursetningar í beðkanta. Tagetes erecta flora pl. með gulbrúnum blómuin. Aster. Þekktust hér er svokölluð Strudsfjer-Aster, í fleiri litum. Ljónsmunni (Antihirrin- um) í fleiri litum. Stupublóm (Viola tricol- or) stupublómafræinu er bezt að sá í reit í endaðan júlí eða byrjun ágúst og gróð- ursetja þær um (,,prikla“) í annan reit í endaðan ágúst. Plönturnar eru hafðar undir gleri í reit yfir veturinn, þá springa þær út með vorinu. Belhs perennis er venju- lega sáð í sólreit í byrjun ágúst. Þegar vel er komið upp í sáðreitnum eru plönt- urnar gróðursettar um i annan reit og hafðar undir gleri i reit yfir veturinn, hlómstra snemma á vorin. Stúpublóm og bellisar eru oft gróðursett snemma í garða að vorinu ef tíð er góð. Hér hefir verið getið þess helzta í uppeldi blómjurta, einkum sumarblóma, gæti Jiað orðið byrjendum í blómarækt góður leiðarvisir er tilganginum náð. Sig. Sveinsson, ráöunautur.

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.