Rökkur - 01.04.1949, Page 59

Rökkur - 01.04.1949, Page 59
ROKKUR 59 ið kettinum. Eg hefi ekkert með ykkur að gera lengur. Og þá munu allar vörtur hverfa.“ Brezkur augnlæknir og sálfræðingur dr. Samuel William Inman, hefir ýmsar aðferðir við að lækna vörtur, sem mundu hafa passað vel í lyfjaskrá Mark Twains. Nýlega kom 13 ára gamall drengur til dr. Inmans með tíu vörtur á þumalfingri. Dr. Inman sagði honum að reka tungubroddinn i hverja vörtu fyrir sig, hvern morgun, því að munnvatnið væri sérlega eitrað fyrir þær, en liann yrði að gæta þess að segja engum frá þessu. Vörturnar hurfu allar. Inman revndi sömu aðferð við átta ára dreng, en það bar engan árangur, því drengurinn sagði frá. Þá sagði Inman honum að stela kartöflu frá mömmu sinni, skera hana í tvennt núa sár- inu á hverja vörtu og grafa svo kartöfluna í húsagarð- inum þegar tungl væri fullt. Allt átti þetta að gerast með hinni mestu leynd. Allar vört- urnar hurfu. Auk þessa lækn- aði Inman fullorðinn mann með því að láta hann bera munnvatn á Jxer með fingr- inum. Hvernig geta svona töfra- brögð haft áhrif? Inman álítur að sálræn á- hrif geti bæði læknað og valdið vörtum. Dr. Inman er kunn þjóðtrúin sem segir, að hægt sé að losna við vogris með því að núa þær með gift- ingarhring. Hann rannsakaði 158 sjúkl. og fann að 92% þeirra sem liafa vogris og 80% þeirra sem hafa æxli í augnaloki (tarsal cysts) höfðu sérstaklega mikinn á- huga fyrir fæðingum. En ekki var dr. Inman viss um hversvegna slíkt hefði áhrif á augnalokin, en álítur að alvarlegar langvarandi bólg- ur í líkamanum gætu orðið fyrir góðum áhrifum með því að beita kerfisbundinni sálgreiningu við þær. Hökkuir Gjalddagi Rökkurs í ár verð- ur 1. október. — Askrif- endur eru beðnir að senda áskriftargjaldið fyrir 1. október (10 kr.), ef innheimt gegn j>óstkröfum kostar ritið 12 kr. — Á næsta ári flyzt gjalddagi ritsins til 1. maí, eins og áður var. Utaná- skrift Rökkurs er hin sama og áður: Pósthólf 956, Reykjavík.

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.