Rökkur - 01.04.1949, Side 62

Rökkur - 01.04.1949, Side 62
62 ROKKUR ekki viðurkennd sem sérstak- ur sjúkdómur, að þvi er lýt- ur að örorkutryggingum, en einkenni hennar eru áreiðan- lega stundum svo áþreifan- leg, að þau réttlæta fullkom- lega örorkuhjálp. Hælisvist, án árangurs, mundi vera sönnun þess. I Danmörku er starfandi samband félaga, sem vinna að andlegri heilhrigði manna. Eftir að það var endurskipu- lagt, hefir meðlimatala þess vaxið mjög og því hafa bor- izt góðar gjafir t. d. kr. 50 þús. frá einum heildsala. Er gjöfin gefin sem viðurkenn- ing á því, að það stuðli að auknu andlegu heilbrigði, skapi aukna vinnugleði. Til þess að sýna fram á þörfina fyrir þessa starfsemi hefir Landssambandið veitt dr. med. Kurt Fremming verðlaun, en liann hefir sýnt fram á að 12% dönsku þjóð- arinnar þjáist af geðsjúk- dómum, sumir auðvitað létt- ari formum þeirra. í því sam- bandi sagðist formaður sam- bandsins, ekki geta að þvi gjört, að setja þessar tiltölu- lega almennu truflanir i sam- band við hina tiðu hjóna- skilnaði, sem meðverkandi orsök. Truflanir á geðsmun- urn rugla auðveldlega sam- ræmið í hjónabandinu, og þegar maður htigsar út í það að nægilegt er að annað hjónanna sé eitthvað gallað á geðsmunum, til að erfiðleikar skapist i sambúð hjónanna verður manni ljóst að um talsvtrðan fjölda hjónabanda getur verið að ræða. Þetta fólk tekur nærri sér allar á- hyggjur sem oft koma fyrir í hjónabandi og geta orðið meðorsök þess að þau skilja. Amtslæknir Riiskjær segir að úti um sveitirnar séu ýms sálarleg einkenni orðin miklu meira áberandi en fyrir stríð. Aður gat varla talizt að slik viðfangsefni kæmu fyi'ir, en nú mega þau heita daglegt fyrirbæri. Sérstaklega eru húsmæðurnar þreyttar og slitnar. Samband húsmæðra- fél. og Landssamband félaga jem vinna að aukinni and- legri heilbrigði, ættu að taka höndum saman til að auka skilning ríkisvaldsins á því, að það er ekki nóg að bæta líkamlega heilbrigði manna, það verður ekki síður að auka andlega heilbrigði og gera það með þvi að allir lands- búar eigi kost á þeim leið- beiningum sem völ er á. (Politiken).

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.