Rökkur - 01.04.1949, Page 63

Rökkur - 01.04.1949, Page 63
ROKKUR 63 Nýtt efni til varnar hættu- legum sjúkdómum. Fyrir nokkrum árum var byrjað að gera tilraunir með nýtt efni á Statens Serum- institut, efni sem vænta mátti að gæti varið gegn ýmsum sjúkdómum, svo sem misl- ingum, smitandi gulu, mænu- sótt, hettusótt og öðrum sótt- um sem virusar valda. í nýútkomnu hefti af „Ugeskrift for Læger“ skýi'a læknarnir Albert Hansen og Bjarne Jordal, frá fyrsta ár- angri sem hefir náðst. Þeir fullyrða þar að hið nýja efni gefi sérstaklega góða vörn gegn mislingum. Hingað til hefir aðeins verið hægt að verja börn gegn mislingum með því að sprauta þau með serum frá þeim sem hafa ný- lega haft mislinga, en það er erfitt að afla þess. Nýja lyfið heitir gamma- globulin og er að vísu erfitt að afla þess í nægilega ríkum mæli, en ef á lægi hlýtur að vera hægt að auka fram- leiðslu þess, þvi hráefnið er venjnlegt mannsblóð. í seinasta stríði var mikið> gert að því að nota blóð tii lækninga og er alþekkt þýð- ing þess við meðferðs choks (losts) o. fl. Undirstaða hins nýja með- als byggist á því að þegar við sýkjumst, myndast eftir dá- lítinn tíma mótefni í blóðinu. Það hefir komið i ljós að> þessi mótefni eru aðallega í þeiin hluta blóðsins sem heit- ir gannna-globulin. Þetta efni tókst að vinna úr blóð- inu á stríðsárunum i Banda- ríkjunum og 1046 tók „Statens Seruminstitut“ að vinna þetta efni í Danmörku og þegar mislingafaraldur geisaði næsta ár var i fyrsta sinn til gamma-globulin til að fyrirbyggja sjúkdóminn og í yfir 90% tilfella kom það í veg fyrir smit. Hjálp gegn kikhósta. Gamma-globulin er gagn- legt við fleira en mislinga. Það getur einnig varið menn gegn smitandi lifrarbólgu, em

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.