Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.02.2023, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 03.02.2023, Qupperneq 1
| f r e t t a b l a d i d . i s | FRÍTT 2 0 2 3 KYNN INGARBL AÐALLT FÖSTUDAGUR 3. febrúar 2023 Guðrún Jóhanna, eigandi Snyrtistofunnar Hafbliks, segir árangurinn af húðmeðferðunum sem hún veitir á stofunni vera ótrúlegan. Henni þykir ómetanlegt að geta boðið upp á raunverulegan árangur með náttúrulegum meðferðum án inngripa með nálum eða skurðhníf. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Náttúrulegar og árangursríkar viðgerðarmeðferðir hjá Hafbliki Guðrún Jóhanna Friðriksdóttir snyrtifræðimeistari og eigandi Snyrtistofunnar Hafbliks hefur alltaf verið talsmaður náttúrulegra viðgerðarmeðferða á húð í andliti. Guðrún Jóhanna hefur í gegnum árin sérhæft sig í náttúrulegum viðgerðarmeðferðum ásamt háræðaslitsmeðferðum í andliti. „Náttúrulegar viðgerðarmeð- ferðir eru gerðar án inngripa með nálum eða skurðarhnífum. Þær bæta raunverulega starf- semi húðarinnar svo hún verður margfalt sterkari og heilbrigðari í lok meðferðarkúrs. Það er mikið gleðiefni að í dag eru enn fleiri sem leita eftir náttúrulegum við- gerðarmeðferðum í stað inngrips- mikilla lýtaaðgerða,“ segir Guðrún Jóhanna, eigandi snyrtistofunnar Haf bliks í Kópavogi. Á snyrtistofunni er boðið upp á helstu húðmeðferðir, snyrtimeð- ferðir, nudd sem og náttúrulegar viðgerðarmeðferðir fyrir húð- heilsu. Undraverður og raunverulegur árangur „Með náttúrulegum viðgerðar- meðferðum höfum við náð undra- verðum og raunverulegum árangri sem við erum afar stolt af og viljum gjarnan koma á framfæri við öll þau sem vilja eldast með reisn,“ segir Guðrún Jóhanna. Starfsemi og frumuendurnýjun húðarinnar er stóraukin með háþróuðum og byltingarkenndum stofnfrumu-viðgerðarmeðferðar- kúr frá Bandaríkjunum, þar sem nýjustu hágæða örtækni er beitt ásamt Intraceuticals súrefnismeð- ferðum frá Ástralíu. „Meðferð-  Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is Fræðslan verður í Grasagarðinum í kvöld á milli klukkan 18 og 19. sandragudrun@frettabladid.is Safnanótt hefst á öllu höfuð- borgarsvæðinu í kvöld. Þá opna fjölmörg söfn dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá. Lögð verður áhersla á að bjóða upp á óhefðbundna viðburði og veita gestum nýja sýn á söfnin. Íbúar og gestir borgarinnar á öllum aldri geta notið Safnanætur fram eftir kvöldi sér að kostnaðar- lausu. Safnanótt er hluti af Vetrar- hátíð sem hófst í gær og lýkur á morgun. Fræðsla um garðverkfæri Meðal þess sem er í boði í kvöld er að kíkja í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur á milli klukkan 18 og 19 og læra allt um umhirðu garðverkfæra. Vel brýnd og heil verkfæri eru bestu vinir garðyrkju- mannsins! Það er dýrt að láta verk- færin sín drabbast niður að ekki sé minnst á hversu slæmt það er fyrir umhverfið! Starfsfólk Grasagarðsins og Skógræktarfélags Íslands verður á staðnum til að kenna hand- tökin við brýningar á klippum, kantskerum, skóflum og fleiru. Þá verður farið yfir hvernig eigi að geyma verkfærin svo þau endist sem lengst. Gestir eru hvattir til að mæta með gömlu klippurnar sínar í garðskálann í kvöld og gefa þeim nýtt líf. Viðburðurinn er samstarfsverk- efni Grasagarðsins og Skógrækt- arfélags Íslands og liður í Safnanótt á Vetrarhátíð. n Garðklippur fá framhaldslíf FÖSTUDAGUR 3. febrúar 2023 Konurnar sem standa hjarta þínu næst Hjartað þitt 2023 HALLDÓR | | ?? PONDUS | | 14 2 4 . T Ö L U B L A Ð | 2 3 . Á R G A N G U R | FRÉTTIR | | 2 MENNING | | 15 ÍÞRÓTTIR | | 10 LÍFIÐ | | 18 Kraftaverk í Nepal Ökuþórar án bílprófs Tæmdu reikning einstæðrar móður Safnanótt víða um höfuðborgina F Ö S T U D A G U R 0 3 . F E B R Ú A R| Eftirlit með þeim sem bjóða ferðaþjónustu er lítið sem ekkert, segir lögreglumaður. Vændi hefur aukist til muna eftir kipp í ferðaþjónustunni. odduraevar@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL „Eftirlit með fyrir- tækjum og einstaklingum sem bjóða upp á einhvers konar ferða- þjónustu og upplifanir er lítið sem ekkert,“ segir Stefán Örn Arnarson hjá miðlægri rannsóknardeild lög- reglunnar í svari til Fréttablaðsins. Lögreglunni voru sendar spurn- ingar í kjölfar fréttar um bandarísk hjón sem lýstu meintum svikum íslensks ferðaskipuleggjanda. „Þá er það grunur lögreglu að umtalsverð starfsemi, tengd ferða- mönnum, sé „svört“ starfsemi þar sem aðilar starfa án leyfa og án þess að gera skil á opinberum gjöldum,“ bætir Stefán Örn við. Að sögn Stefáns Arnar væri ekki erfitt að beita sér í málum sem tengj- ast svikum gegn ferðamönnum. „Ágætis lausn væri að hafa lítið teymi sem hefði meðal annars það verkefni að kanna leyfi og réttindi aðila í ferðaþjónustu,“ svarar Stefán Örn. Gæti það verið með svipuðu sniði og gert sé með skemmtistaði og dyraverði. „Að mínu mati hlýtur það að aukast, það er starfsemi án leyfa, samhliða aukningu ferðamanna hingað til lands. Þá höfum við séð kippi annars staðar, til dæmis í fram- boði vændis, sem hefur aukist til muna eftir að ferðamannaiðnaður- inn tók við sér á sínum tíma,“ segir Stefán Örn. n Meira vændi á Íslandi eftir kipp í ferðaþjónustunni Er það grunur lögreglu að umtalsverð starf- semi, tengd ferða- mönnum, sé „svört“. Stefán Örn Arnarson, hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar Bæjarstarfsmenn Seltjarnarness vaða djúpan poll til að losa stíflu í niðurfalli við Suðurströnd. Íslenski veturinn er samur við sig og nú koma lægðirnar ein af annarri yfir landið eins og fiskflök á færibandi, beint sunnan úr Atlantshafinu. Ekki ber á öðru en það sé landsmönnum til armæðu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK MENNTAMÁL Grípa þarf til hagræð- ingar í rekstri Háskóla Íslands vegna minni fjárveitinga úr ríkissjóði og segir Jón Atli Benediktsson rektor það verða áskorun.   Nemendum hafi fjölgað í heims- faraldrinum og það hafi komið á óvart hvað stjórnvöld voru fljót að draga fjárveitingar til baka. „Að óbreyttu sjáum við fram á niðurskurð í háskólakerfinu í heild sinni,“ segir Jón Atli en á næsta ári er gert ráð fyrir frekari samdrætti í fjárveitingum til skólans. SJÁ SÍÐU 7 Niðurskurður hjá Háskóla Íslands Jón Atli Bene- diktsson, rektor Háskóla Íslands

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.