Fréttablaðið - 03.02.2023, Side 20

Fréttablaðið - 03.02.2023, Side 20
Erla Svansdóttir hefur starfað sem sálfræðingur á hjartasviði Landspítala undanfarin fjögur ár. Hún hefur sérhæft sig í tengslum andlegrar líðanar og hjarta- sjúkdóma og lauk doktors- námi í heilsusálfræði árið 2012. „Starf mitt felst í að veita sálfræði- legan stuðning þegar líkamleg veikindi koma upp. Boðið er upp á bæði viðtöl fyrir inniliggjandi sjúklinga á hjartadeild, og eftir útskrift á göngudeild. Viðtöl eftir útskrift eru mun algengari þar sem innlögn vegna hjartaveikinda er í mörgum tilvikum frekar stutt. Eftir hjartaþræðingu er fólk oft útskrifað heim samdægurs eða daginn eftir. Hins vegar getur fólk verið lengi að vinna úr þeirri lífs- reynslu að standa frammi fyrir lífs- ógnandi veikindum. Það getur því tekið fólk tíma að ná utan um hvað gerðist og átta sig á eigin líðan. Í vissum tilvikum breytist staða fólks svo snöggt, einkum ef það hafði ekki greiningu á hjartasjúk- dómi fyrr en eftir bráðaveikindi. Við útskrift heim tekur svo við aðlögun að breyttum aðstæðum, langvarandi lyfjameðferð, auka- verkanir lyfja, endurhæfing, lífs- stílsbreytingar, fjarvera frá vinnu og þrekleysi. Í sumum tilvikum finnst fólki það þurfa svolítið að læra að treysta líkamanum upp á nýtt. Því er eðlilegt að nýgreining og aðlögun að hjartasjúkdómum getið verið þungbær fyrir líðan,“ segir Erla. Erla segir að það fari eftir aðstæðum hjá hverjum og einum hvernig sálfræðilegur stuðningur fari fram. Aðalmarkmiðið sé þó að grípa fólk þegar lífið fer svolítið á hvolf eftir veikindi eða þegar veikindi hafa langvarandi áhrif á getu til að taka þátt í lífinu eins og áður. Enginn fastur tímarammi Ert þú að hitta sjúklingana oftar en einu sinni? „Ég er oftast að hitta sjúklinga í eitt til þrjú skipti. Það er enginn fastur tímarammi með lengd milli viðtala og þjónustan er mótuð að þörfum hvers og eins. Hugsunin er að geta gripið fólk þar sem það er statt og hjálpað því að átta sig á hvað snýr upp, hvað snýr niður og hvernig það geti haldið áfram. Ef fram kemur alvarlegri vandi í viðtölum en mér er unnt að sinna innan þess ramma sem ég hef, legg ég mat á einkenni og reyni að vísa málum áfram til sálfræðiþjónustu á heilsugæslu eða geðsviði Land- spítala, eftir því sem við á. Tilvísanir til mín um sálfræði- þjónustu berast helst frá hjúkr- unarfræðingum og hjartalæknum af hjartadeild, göngudeild krans- æða og göngudeild hjartabilunar. Stundum vísa félagsráðgjafar á mig líka eða starfsfólk af hjartagátt og hjartaskurðdeild. Algengasta ástæða tilvísana er kvíði, depurð og þegar starfsfólk finnur að sjúklingar hafa þörf á auknum stuðningi. Einnig ef fólk er í erf- iðum aðstæðum eða aðdragandi veikindanna er bráður og áfalla- tengdur, eins og til dæmis eftir hjartastopp. Í slíkum tilvikum geta aðstandendur líka fengið viðtöl, til að veita stuðning við því álagi sem getur komið upp hjá þeim,“ segir Erla. Viðbrögð við veikindum geta verið mjög ólík milli einstaklinga Spurð hvort fólk bregðist ekki misjafnlega við þeim tíðindum að greinast með hjartasjúkdóm segir Erla: „Almennt spá aðstæðurnar einar og sér ekki fyrir um líðan í aðstæðum, því hugsun og túlkun fólks hefur líka áhrif á hvaða til- finningar vakna í aðstæðum. Það truflar fólk mismikið að leggjast inn á sjúkrahús, vera þar í herbergi í návígi við aðra sjúklinga, halda utan um upplýsingagjöf lækna, hjúkrunarfræðinga og annara starfsmanna, dvelja í óvissu um hvað taki við og vera fjarri ást- vinum og þægindum eigin heimil- is. Fyrir suma geta þessar aðstæður verið mjög yfirþyrmandi. Langvarandi innlagnir geta verið streituvekjandi og reynt mjög á líðan, einkum ef þær fara samhliða einangrun, líkamlegri vanlíðan, skertri getu til virkni og áhyggjum. Það er eðlilegt að það dragi af fólki við slíkar aðstæður. Með stuðningi sinna nánustu og heilbrigðisstarfsfólks ná flestir að takast á við erfið veikindi. Mikil- vægast fyrir góða aðlögun er að fá skýra og faglega upplýsingagjöf um veikindin, finna hlýju og öryggi í aðstæðum, sýna sér og við- brögðum sínum mildi og skilning, ræða líðan við stuðningsnet sitt, fjölskyldu og vini, eftir því sem við á. Það er í rauninni mikilvægasti stuðningurinn sem fólk áttar sig ekki endilega alltaf á. Síðan stendur sjúklingum til boða að fá sálfræðiviðtöl ef þörf er á frekari stuðningi.“ Þverfaglegt samstarf Erla segist leggja mikla áherslu á rannsóknir samhliða klíník og þverfaglegt samstarf með hjarta- læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru starfsfólki. Markmið þess starfs er að auka þekkingu á tengslum sálfræðilegra þátta og hjartasjúkdóma og stuðla að þróun fræðsluefnis um sálræn viðbrögð við alvarlegum veikindum. „Komnir eru út fyrirlestrar á heimasíðu göngudeildar kransæða (www.landspitali.is/hjartaendur- haefing) sem aðgengilegir eru fyrir bæði hjartasjúklinga og aðstand- endur þeirra. Einnig er hægt að nálgast bæklinginn „Sálræn við- brögð við alvarlegum veikindum“ á heimasíðu Landspítala. Við stefnum að áframhaldandi þróun fræðsluefnis því þörfin er mikil fyrir grunnupplýsingar sem allir sjúklingar hafi greiðan aðgang að,“ segir Erla. n Sálfræðilegur stuðningur þegar veikindi koma upp  Erla segir að það fari eftir aðstæðum hjá hverjum og einum hvernig sálfræðilegur stuðningur fari fram. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Hægt er að nálgast bæklinginn Sálræn viðbrögð við alvarlegum veik- indum á heimasíðu Landspítalans. Þegar fólk fer í hjartastopp skiptir hver mínúta miklu máli og gott aðgengi að hjartastuðtæki getur skipt sköpum. Eigendur slíkra tækja ættu að skrá þau í þar til gert smáforrit/app sem heitir Cisali. „Þetta ókeypis app er frá alþjóðleg- um óháðum samtökum sem heita Citizens Save Lives. Þau skrá niður hjartastuðtæki víðs vegar um heiminn. Við erum tengiliður við þessi samtök og höfum núna skráð tæplega 1.000 hjartastuðtæki á Íslandi inn á vef þeirra sem er þá komið inn á appið,“ segir Ólafur Magnússon, stofnandi og eigandi Donnu, sem er leiðandi fyrirtæki í sölu á búnaði til aðhlynningar og flutnings á slösuðu fólki. „Þetta virkar þannig að þegar þú hleður appinu niður og opnar það þá sérðu hvar næsta hjarta- stuðtæki er staðsett í kringum þig. Þarna erum við líka að fara að opna fyrir það að þeir sem hafa lært um notkun á hjartastuðtækj- unum og lært skyndihjálp geta skráð sig inn líka. Fólk getur þá séð líka hvort það er einhver í næsta nágrenni sem getur veitt aðstoð. Þetta virkar líka þannig að ef þú ert að fara eitthvað og vilt vera á „hjarta-öruggum“ stað þá getur þú farið inn á appið og skoðað til dæmis hótel, ferða- þjónustufyrirtæki eða afþrey- ingarfyrirtæki sem eru með hjarta- stuðtæki skráð,“ segir Ólafur, sem stofnaði Donna árið 1974. Geta látið skrá tækin inn Ólafur segir að allir þeir sem eru með hjartastuðtæki og eru ekki með þau skráð geti haft samband við Donna og látið skrá tækin inn endurgjaldslaust. „Ég held að það séu hátt í 3.000 hjartastuðtæki sem eru í notkun hér á landi og við hjá Donna höfum selt yfir helming þeirra. Ég er alltaf að reyna að inn- prenta það í fólk að það eru ekki bara feitir gamlir karlar sem eru í áhættuhópi sem fara í hjartastopp. Við höfum heyrt um íþróttamenn í toppformi sem hafa dottið niður og við getum aldrei vitað hvenær þetta kemur fyrir. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa hjartastuð- tæki sem víðast.“ n Hjartastuðtæki bjarga og nauðsynlegt að hafa þau sem víðast Ólafur Magnússon heldur á hjartastuðtæki sem ættu að vera sem víðast. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Þeir sem eiga hjartastuðtæki ættu að sækja sér Cisali appið. Starf mitt felst í að veita sálfræðilegan stuðning þegar líkamleg veikindi koma upp. Boðið er upp á viðtöl fyrir inniliggjandi sjúkl- inga á hjartadeild og eftir útskrift á göngudeild. Erla Svansdóttir Ég er alltaf að reyna að innprenta það í fólk að það eru ekki bara feitir gamlir karlar sem eru í áhættuhópi sem fara í hjartastopp. Ólafur Magnússon 6 3. febrúar 2023 FÖSTUDAGURHJARTAÐ ÞITT 2023

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.