Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.02.2023, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 03.02.2023, Qupperneq 24
Inga Valborg Ólafsdóttir er með masterspróf í hjúkrun og með sérfræðingsleyfi í hjúkrun hjartasjúklinga. Hún starfar sem klínískur sérfræðingur í hjúkrun hjartasjúklinga. Inga Valborg starfar á göngudeild fyrir kransæðasjúklinga og hefur gert meira og minna frá stofnun hennar árið 2004. Deildin er stað­ sett í Hjartagáttinni á Landspítal­ anum við Hringbraut. „Sérstaða þessarar deildar er að hún fylgir einstaklingum og aðstandendum þeirra eftir yfir lengri tíma, eftir útskrift. Að þjónustunni kemur fjölfaglegt teymi sem samanstendur af hjúkr­ unarfræðingum, hjartalæknum, sjúkraþjálfurum, sálfræðingi, næringarfræðingum, kynfræðingi, lyfjafræðingi og félagsfræðingi. Veitt er einstaklingsmiðuð fræðsla um sjúkdóminn, lyfin og ráð­ lagðan lífsstíl, auk þess er veitt ákveðið eftirlit og mat á ákveðnum þáttum. Þá er veitt lífsstílsmeðferð og stuðningur til að takast á við sjúkdóminn og breyta um lífsstíl yfir lengri tíma (eitt ár),“ útskýrir Inga Valborg. 600 kransæðavíkkanir á ári „Einstaklingurinn hittir hjúkrun­ arfræðing í einstaklingsviðtölum. Aðrir í teyminu koma að skipulagi þjónustunnar, eru ráðgefandi og koma að meðferðinni eins og þörf þykir. Við erum ekki eina slíka deildin því önnur er starfrækt á Akureyri og síðan er Reykjalundur með hjartaendurhæfingu sem veitir meðal annars einstaklingum með kransæðasjúkdóma þver­ faglega meðferð í nokkrar vikur sem hefur skilað góðum árangri,“ segir hún. „Sjúklingar fá fræðslu og stuðning eftir kransæðavíkkun. Á Íslandi eru gerðar um 600 krans­ æðavíkkanir árlega, bæði hjá konum og körlum.“ Lífsstíllinn skiptir miklu máli Inga Valborg segir að lífsstíll hafi gríðarlega mikil áhrif á hjartasjúk­ dóma. „Hann getur legið í erfða­ efni okkar en lífsstíllinn getur haft áhrif á hraða framgangs sjúk­ dómsins. Það að vera án tóbaks, hreyfa sig reglulega eins og að ganga í 30 mínútur á dag, forðast yfirþyngd, hafa góða blóðsykurs­ stjórnun, meðhöndla háþrýsting ef hann er til staðar, meðhöndla blóðfituröskun ef hún er til staðar, forðast streitu, fá nægan svefn, drekka ekki áfengi eða lítið af því og sjaldan og borða skynsamlega getur hægt á framgangi sjúkdóms­ ins,“ bendir hún á og heldur áfram: „Konur sem hafa haft einhver vandamál tengd meðgöngu eins og meðgöngusykursýki, háþrýsting á meðgöngu, fósturlát, fætt fyrir tímann svo eitthvað sé nefnt, eru í meiri hættu á að fá hjarta­ og æða­ sjúkdóma en aðrar konur. Einnig konur sem fara snemma á breyt­ ingaskeiðið, það er fyrir fimmtugt og/eða fá mikil einkenni á breyt­ ingaskeiði. Þær ættu að huga vel að öðrum áhættuþáttum og fara snemma í eftirlit, svona um fertugt og láta athuga blóðþrýstinginn, en hann getur verið breytilegur yfir ævina til dæmis hækkað á breyt­ ingaskeiði, kólesteról, blóðsykur og aðra áhættuþætti. Láta meta hvort þörf er á sérstöku eftirliti og lífsstílsmeðferð. Fara síðan reglu­ lega í eftirlit eftir það. Sjúklingar eru af báðum kynjum en konurnar eru oft eldri þegar þær fá sjúk­ dóminn.“ Góð fræðsla Þegar Inga Valborg er spurð hvort Íslendingar séu framarlega þegar kemur að lækningu á hjartasjúk­ dómum og eftirfylgni, svarar hún því játandi. „Við höfum komið mjög svipað út í þeim saman­ burði sem gerður hefur verið. Við fylgjumst vel með öllum nýjung­ um á sviðinu og fylgjum alþjóð­ legum klínískum leiðbeiningum við skipulag á þjónustu og við val á okkar meðferðum. Fræðsla er stór hluti af mínu starfi. Mikill hluti af viðtali á göngudeildinni er fræðslusamtal um sjúkdóminn, meðferðina og ráðlagðan lífsstíl. Þá höfum við tileinkað okkur aðferðir áhugahvetjandi samtals til þess að örva áhugahvöt einstaklingsins enn frekar til að bæta lífsstílinn og fylgja meðferð.“ Inga Valborg segir að starfið sé afar fjölbreytt. „Einstakling­ arnir eru hver öðrum ólíkir á göngudeildinni, þá fylgir starfinu þverfaglegt samstarf og mikil sam­ skipti við aðra hjúkrunarfræðinga og annað fagfólk. Einnig er áhersla á að fylgjast vel með í faginu og tileinka sér allar nýjungar. Síðan tengjumst við rannsóknarvinnu af og til og kennslu til hjúkrunar­ nema sem koma í vettvangsheim­ sókn til okkar,“ segir hún. Stöðug þróun „Við erum í stöðugri þróun. Við höfum verið að auka áherslu á teymisvinnuna hjá okkur, verið að leita leiða til að auka aðgengi að góðu fræðsluefni um sjúkdóminn og því sem honum tengist. Þá erum við að horfa til aukinnar fjarþjónustu á næstunni til að auka þjónustu við þá sem búa utan höfuðborgarsvæðisins og við þá sem eiga erfitt með að koma til okkar. Við erum líka í tilrauna­ verkefni með gagnvirkt app frá Sidekick Health sem ætlað er að veita einstaklingum fræðslu og stuðning eftir kransæðavíkkun yfir einhvern tíma ásamt því að vera með ákveðið eftirlit eða ein­ kennamat í gegnum appið. Mjög spennandi viðbót við þá þjónustu sem fyrir er. Sjúklingar fá góðan stuðning með fjórum til fimm fimmtíu mínútna viðtölum yfir eins árs tímabil, f leiri ef þörf þykir. Þar fyrir utan hitta þeir sinn hjarta­ lækni yfirleitt tvisvar á árinu. Þá fá þeir viðtal við aðra í teyminu ef þörf þykir. Við fylgjum klínískum leiðbeiningum um eftirmeðferð kransæðasjúklinga frá evrópsku hjartasamtökunum en sérsníðum meðferðina eftir þörfum hvers og eins. Það sem okkur vantar helst er að kransæðasjúklingar geti fengið stuðning hver frá öðrum í kjölfar veikindanna, jafningjastuðning. Þeir sem fara á Reykjalund fá ein­ hvern vísi að slíkum stuðningi,“ segir Inga Valborg. n Lífsstíllinn skiptir öllu máli varðandi hjartasjúkdóma Inga Valborg Ólafsdóttir starfar á göngudeild fyrir kransæðasjúkdóma á Landspítala. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Við erum í stöðugri þróun. Við höfum verið að auka áherslu á teymisvinnuna hjá okkur, verið að leita leiða til að auka aðgengi að góðu fræðsluefni um sjúkdóminn og því sem honum tengist. Inga Valborg Ólafsdóttir 10 3. febrúar 2023 FÖSTUDAGURHJARTAÐ ÞITT 2023 Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, var stofnað þann 9. maí 1995 Félagið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á velferð hjartveikra barna og full- orðinna með hjartagalla. Í dag eru um 500 fjölskyldur í félaginu. Neistinn miðlar fræðslu hvers kyns sem lýtur að hjartagöllum og meðferð þeirra t.d. með útgáfu fréttablaðs og upplýsingavef sínum, hjartagáttin.neistinn.is. Félagið heldur úti öflugu félagslífi, fjölskyldum hjartabarna til skemmtunar og stuðnings og unglingastarfið þykir einkar líflegt. Þá stendur Neistinn að baki Styrktarsjóði hjart- veikra barna, sem styrkir hjartafjölskyldur fjárhagslega. Hlutverk Hjartaheilla er: • að sameina hjartasjúklinga, aðstandendur þeirra og áhugafólk um heilbrigt hjarta • að stuðla að betri heilsu og bættum lífsgæðum í íslensku samfélagi, með áherslu á framfarir í forvörnum, fræðslu og meðferð hjartasjúkdóma • að standa vörð um hagsmuni og réttindi hjartasjúklinga • að starfa faglega • að framfylgja markmiðum samtakanna Framtíðarsýn Hjartaheilla: • Hjartaheill verði öflug hagsmunasamtök á sviði heilbrigðismála á Íslandi með stóran og virkan hóp félagsmanna. • Hjartaheill verði leiðandi við að bæta lífsgæði landsmanna með eflingu forvarna og fræðslu um hjartasjúkdóma. Heilaheill er í húsnæði SÍBS að Síðumúla 6, 108 Reykjavík. Formaðurinn hefur náið samstarf með talsmönnum Hjartaheilla eftir þörfum og hafa þessi tvö félög verið með samvinnu undir átakinu Go Red, með þátttöku Hjartaverndar er varðar sérstak- lega konur um upplýsingar um hjartagalla er leiða til slags. Hefur sá hópur vinnu- heitið HHH-hópurinn og hefur félagið gefið út sérstakan bækling um gáttatif og slag og dreift þegar tækifæri eru til. Þá hafa þessi félög verið með sameiginlegt átak á alþjóða hjartadeginum í samstarfi við Hjartavernd sem er opinber stofnun Eina deild landsins sem sérhæfir sig í þjónustu við sjúklinga með einkenni frá hjarta. Sinnir fyrst og fremst sjúklingum frá Hjartagátt og bráðadeild í Fossvogi. Sjúklingar eru einnig kallaðir inn af biðlista eða koma frá öðrum sjúkrahúsum landsins Af hverju GoRed? Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök kvenna á Íslandi líkt og ann- arsstaðar í heiminum. GoRed átakið miðar að því að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og hvernig draga megi úr líkum á sjúkdóm- unum. Aukin vitund kvenna um áhættuþættina hefur einnig óbein áhrif á lífsstíl karla og ungmenna. Nánar má lesa um alheimsátak GoRed með því að fara hér. GoRed átakið er alheimsátak, á vegum World Heart Federation. Um er að ræða alþjóðlegt langtímaverkefni sem hófst í Bandaríkjunum og víða í Evrópu árið 2004 og hefur verið haldið á Íslandi frá árinu 2009. Hvaða konur eru í forgangi? • Einkennalausar konur, 50 ára og eldri, ættu að fara í áhættumat til greiningar á áhættuþáttum á a.m.k. 5 ára fresti. • Einkennalausar konur yngri en 50 ára sem hafa ættarsögu um hjarta- og æðasjúk- dóm hjá 1. gráðu ættingjum og/eða með sögu um ættgenga blóðfituröskun ættu að fara í skoðun reglulega í samráði við sinn lækni. Helstu áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma hjá konum: • Aldur • Reykingar. Kona sem reykir þre- til fjórfaldar áhættu sína á að fá hjartasjúkdóm. • Sykursýki er alvarlegur áhættuþáttur hjá konum. • Blóðfituröskun • Háþrýstingur • Ættarsaga um kransæðasjúkdóm hjá 1. gráðu ættingjum • Ofþyngd (BMI > 25-30) sérstaklega aukin kviðfita • Offita (BMI>30) • Hreyfingarleysi Ofangreindir áhættuþættir eru flestir einkennalausir og því þarf að mæla þá sér- staklega. Einkenni hjartaáfalls og heilaslags – Konur eru öðruvísi: Konur eru líklegri til að upplifa eftirfarandi einkenni hjartaáfalls: • Óútskýrðan slappleika eða þreytu • Óeðlilegt kvíðakast eða verða taugaóstyrkar • Meltingartruflanir eða verk vegna uppþembu Konur og karlar upplifa eftirfarandi einkenni hjartaáfalls: • Þyngsl eða verk fyrir brjósti eða fyrir neðan bringubein • Óþægindi eða verk milli herðablaða, í hálsi, kjálka eða maga • Verk sem kemur við áreynslu og hverfur við hvíld og getur verið fyrirboði krans- æðastíflu • Stöðugan verk fyrir brjósti etv. með ógleði og kaldsvita sem getur verið einkenni um bráðakransæðastíflu og krefst tafarlausrar meðferðar Konur og karlar upplifa eftirfarandi einkenni heilaslags: • Dofa eða máttleysi í andliti, handlegg eða fæti, aðallega í öðrum helmingi líkamans • Ringlun, erfiðleika með að tala eða að skilja • Erfiðleika með að sjá með öðru eða báðum augum • Erfiðleika með gang, svima, skort á jafnvægi eða samhæfingu • Slæman höfuðverk af óþekktri orsök • Yfirlið eða meðvitundarleysi Fagdeild hjartahjúkrunarfræðinga Fagdeild hjartahjúkrunarfræðinga stuðlar að bættri hjúkrun hjartasjúklinga, auk þess að viðhalda og auka þekkingu hjúkrunarfræðinga sem hjúkra hjartasjúklingum Fagdeildin vinnur að eftirtöldum verkefnum: • Heldur fræðslufundi árlega í tengslum við aðalfund sem allir hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að sækja • GoRed-samstarfsverkefni og alheimsátak um hjarta- og æðasjúkdóma meðal kvenna • Sendir út Fréttabréf fagdeildarinar með fréttum um starfsemi fagdeildarinnar • Heldur úti heimasíðu fagdeildarinnar á hjukrun.is og uppfærir hana reglulega ásamt Facebook síðu fagdeildarinnar

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.