Fréttablaðið - 03.02.2023, Side 28
Í lægðardraginu sem gengur
nú yfir landið er um að gera
að elda sér huggulegan mat
með nógu af næringarríku
grænmeti og gommu af hvít-
lauk. Hér eru tvær uppskrift-
ir að klassískum réttum með
grænmetisívafi.
jme@frettabladid.is
Grænmetislasagna
fyrir tvo til fjóra
Rauð sósa
1 eggaldin, saxað í bita
½ kúrbítur, saxaður í bita
5 sveppir, saxaðir
½ púrrulaukur, saxaður og skol-
aður
2 stilkar sellerí, saxað
3 gulrætur
1 paprika
4 hvítlauksrif
¾ lítil dós tómatpúrra eða um 3
msk.
1 tsk. rósmarín, þurrkað
1 tsk. timjan, þurrkað
1 tsk. chiliflögur
2 dósir hakkaðir tómatar
1 dós linsubaunir, skolaðar
1 stöngull af basilíku
Steiktu eggaldin, kúrbít og sveppi
á miðlungsháum hita í potti með
olíu uns það hefur linast mikið.
Settu næst púrrulauk, sellerí og
papriku út í og steiktu uns það
linast líka. Settu því næst tómat
púrru, kreistan hvítlauk og krydd
út í pottinn og steiktu uns skán
myndast á botninum.
Helltu næst tómatdósum og
linsubaunum út í og eldaðu í um 10
mínútur uns sósan hefur þykknað.
Smakkaðu loks til með salti, pipar,
ediki og srirachasósu.
Hvít sósa
1 stór dolla kotasæla
½ rifinn mexíkóostur
2 msk. rjómaostur
Rifinn parmesanostur
Sett í blandara og blandað uns
orðið mjúkt.
Settu fyrst smá rauða sósu í
lasagnamót og raðaðu lasagna
plötum yfir. Svo er röðin svona:
rauð sósa, hvít sósa, lasagnaplötur.
Endaðu á hvítri sósu og svo rifnum
osti efst.
Bakaðu í ofni á 180°C í um 40
mínútur (eða uns lasagnaplöturnar
eru eldaðar í gegn) með álpappír
yfir. Þá er álpappírinn tekinn
af, parmesanostur rifinn yfir og
lasagnað er klárað í ofninum þar til
osturinn hefur fengið á sig gullin
brúnan lit. Berið fram með ferskri
basilíku og nýmöluðum pipar.
Chili mínus kjöt
Fyrir 3–4
Eldunartími 70 mínútur. Undir
búningur um hálftími. Borið fram
með hrísgrjónum.
4 sveppir
1 rauðlaukur, saxaður
2 stilkar sellerí, saxaðir
2-3 gulrætur, saxaðar
1 paprika
2 msk. tómatpúrra
1 tsk. kóríanderduft
1 tsk. cumminduft
1 tsk. chiliflögur
1 msk. paprikukrydd
Smá klípa af kanil
Um 2 msk. salt og nýmalaður pipar
eftir smekk
2 lárviðarlauf
4 hvítlauksrif
1 chipotle chili in adobo úr dós og
1 tsk. af sósunni (eða meira ef þú
vilt hafa þetta sterkt)
1 dós hakkaðir tómatar
1 dós svartbaunir eða nýrnabaunir
með safanum úr dósinni
1 soðteningur að eigin vali
Soðið vatn (uns kássan er orðin
aðeins þynnri en þú vilt að hún sé
í lokin)
½ dós maís skolaður (eða frosin
maískorn)
⅓ poki Halsans-sojahakk
1–3 msk. rjómaostur
Saxaðir kóríanderstilkar
Um 1 msk. edik
Byrjaðu á því að saxa niður sveppi
og setja í þurran pottinn með um
matskeið af vatni og smávegis af
salti. Leyfðu vatninu að losna úr
sveppunum og sjóða af. Settu um
matskeið af olíu út í og steiktu
sveppina ásamt rauðlauk, selleríi
og gulrótum. Þegar grænmetið
hefur linast er paprikan sett út í og
elduð í gegn.
Næst skal ýta grænmetinu
til hliðar og búa til pláss fyrir
tómat púrruna. Skelltu henni út
í með smá olíu ef þarf og steiktu
í um ½–1 mínútu. Kreistu næst
hvítlauksrif út í ásamt söxuðum
adobo chili og sósu og steiktu í um
½ mínútu. Settu næst allt kryddið
út í ásamt lárviðarlaufunum og
leyfðu þeim að vakna í olíunni og
hitanum í um ½ mínútu. Leystu
soðteninginn upp í soðnu vatni.
Helltu næst tómatdósinni,
baunadósinni og soðinu út í og
hrærðu vel upp í botninum. Eldaðu
í ofni með átylltu loki í 40 mínútur
við 180°C. Taktu pottinn út úr
ofninum, hrærðu upp í og eldaðu
með átylltu loki í um 30 mínútur
til viðbótar.
Eftir ofntímann er maís, soja
hakk, rjómaostur, edik og saxaðir
kóríanderstilkar sett út í og hitað
upp ef þarf. Saltað eftir þörfum.
Gott er að bera fram með muldu
nachos, rifnum osti, gvakamóle,
sýrðum rjóma, kreistum limesafa,
pikkluðum rauðlauk og fersku
kóríander eða söxuðum vorlauk. n
Tveir grænir og vænir réttir
Lasagna er alltaf gott, hvenær ársins sem er. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Chilipottréttir eru sívinsælir, með kjöti eða án kjöts. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Bandaríska leikkonan
Blythe Danner blæs á 80
kerta afmælistertu í dag.
Hún fagnar því að fá að
eldast og mega lifa.
thordisg@frettabladid.is
Í nóvember opinberaði Blythe að
hún væri á batavegi eftir baráttu við
krabbamein í munni. Það er sami
sjúkdómur og lagði eiginmann
hennar, leikstjórann Bruce Paltrow,
að velli þegar hann var á ferðalagi
um Ítalíu til að fagna þrítugsafmæli
dóttur þeirra, Gwyneth Paltrow,
árið 2002.
„Krabbamein snertir alla á ein
hvern hátt, en það er óvenjulegt
fyrir hjón að fá sama krabbamein,“
sagði leikkonan í nýlegu viðtali við
tímaritið People. Hún rifjaði upp
hvernig henni varð innanbrjósts
þegar hún fékk greininguna í mars
2018: „Ég man að ég leit upp til
himins og sagði við Bruce: Ertu ein
mana þarna uppi?“
Í dag er hún heilsuhraust og
horfir fram á veginn. „Þetta er
lúmskur sjúkdómur en ég er í
góðum málum núna, hress og kát
og heppin að vera á lífi.“
Blythe Danner er þekkt fyrir
hlutverk sitt í kvikmyndunum
Meet the Parents og Meet the Fock
ers, sem og í sjónvarpsþáttunum
Will & Grace. Hún var við störf í
Lundúnum þegar hún fór fyrst að
finna fyrir meininu árið 2018. „Ég
var farin að vera ringluð og gleymdi
nánast öllu. Síðan fann ég fyrir
kekki í hálsinum, á næstum sama
stað og Bruce fann sinn árið 1999.“
Blythe var greind með tiltölulega
sjaldgæft krabbamein sem þróast
oftast í munnvatnskirtlunum.
Hún háði baráttuna við krabbann
ein síns liðs og án þess að segja
nokkrum frá fyrr en hún hafði
sigrast á vágestinum.
„Ég hélt þessu leyndu fyrir
börnunum mínum í langan tíma.
Ég vildi bara halda áfram að vera
mamma þeirra og ekki valda þeim
áhyggjum.“
Blythe er móðir leikstjórans Jake
Paltrow og leikkonunnar Gwyneth
Paltrow sem fékk Óskarsverðlaun
fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni
Shakespeare in love árið 1999.
„Mér var augljóslega mjög brugð
ið,“ segir Gwyneth um það þegar
hún frétti hvers kyns var hjá móður
sinni. „Þetta var ógnvekjandi og
virkilega óhugnanlegt því þetta var
svo líkt því sem henti pabba.“
Blythe fór í alls þrjár skurðað
gerðir til að vinna bug á meininu
og í þeirri þriðju náðist loks að fjar
lægja krabbameinssýktan vefinn.
Leikkonan er þekkt fyrir sína
rámu rödd og leikur gjarnan ríkar,
fágaðar og greindar yfirstéttar
konur. Hún vinnur oft og iðulega
með Woody Allen en sást síðast
leika gyðjuna Demeter í sjónvarps
þáttunum American Gods og hún
léði ömmu Jones rödd sína í Net
flixteiknimyndaseríunni Ridley
Jones.
Danner hefur síðastliðin þrjátíu
ár látið til sín taka í umhverfis
málum. Eftir dauða eiginmanns
síns varð hún iðin við að vekja
athygli á sjúkdómnum og mikil
vægi þess að greina hann snemma.
Hún stofnaði styrktarsjóð í nafni
síns heittelskaða sem safnar fé til
rannsókna og meðferða á munn
krabbameini. n
Þakklát fyrir lífið
Mæðgurnar og leikkonurnar Gwyneth Paltrow og Blythe Danner á góðri stund.
Gwyneth varð fimmtug í fyrra og Blythe er nú áttræð. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
6 kynningarblað A L LT 3. febrúar 2023 FÖSTUDAGUR